Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 8
Tugir þúsunda af gresjuhestum hafa veriS veiddir til Af þeim urmul af gresju- hestum, líklega allt að 2 millj- ónum, sem reikuðu um Vestr- ið (vesturhéruð Bandaríkjanna) fyrir svo sem einni öld síðan, eru nú aðeins sorglega fáir eft- ir. Ef til vill tekst manninum aldrei með miskunnarlausri of- sókn sinni að útrýma þeim að fullu, en hann hefur komizt átakanlega nálægt því. Allir hestar Norður-Ameríku eru afkomendur arabiska stofnsins, sem Spánverjar fluttu inn til Ameríku fyrir mörgum öldum síðan. Nokkrir þeirra sluppu úr haldi og hafa getið af sér hinar miklu hjarðir, sem urðu einn þáttur í sögu Vest- ursins. Það er aðeins hægt að geta sér til um tölu þeirra, sem eft- ir eru, því að hóparnir eru svo smáir, dreifðir og styggir. Heildartala villtra hesta í Al- bertafylki er ef til vill nálægt 2000. Þeir halda sig í hæðar- drögunum við rætur Kletta- fjallanna að austanverðu. Þar er að finna síðustu leifar villtra hesta álfunnar, sem teljandi ,eru, enda þótt stöku sinnum heyrist að smá hópur hafi sézt á saltsléttum Nevada. (Villtir hestar eru til í Brezku Colum- biu, en staðaryfirvöldin gefa þeim engan gaum, og vilja jafn- vel ekki viðurkenna að þeir séu raunverulega villtir, held- ur vitna aðeins til þeirra sem „gagnslausra strokuhesta"). Ákærurnar, sem bornar eru fram gegn gresjuhestunum í Alberta eru þessar: Þeir spilla haglendinu fyrir öðrum (verð- mætari) veiðidýrum, fyrst og fremst elgsdýrum; matarlyst villihestanna tefur fyrir end- urnýjun skóganna; og umfram allt, bændur í leit að ódýrum sumarhögum á leigu fyrir hinn vaxandi nautgripastofn sinn, krefjast þess að hestarnir víki. Ríkisstjórnin er svo mjög hlið- holl bændunum, að hún leyfir að smala þeim saman í stór- hópum „samkvæmt 136. kafla landbúnaðarlaganna", sem kveður á um hegningu fyrir að nota opinbera úthaga án þess að greiðsla komi fyrir. Og þeg- ar um villta hesta er að ræða, er hegningin fólgin í handtöku þeirra og slátrun í hundafæðu- verksmiðjum. Þessir villtu hestar hafa fáa eðliskosti til að bera, sem geri þá eftirsóknarverða fyrir okk- ar háþróuðu hagspeki. Það er ekki auðvelt að temja þá til heimilisstarfa. Þeir fara sér jafnvel fremur að voða. Þeir eru heldur ekki eins fagrar og tígulegar skepnur eins og sum- ar villihestaskáldsögur lýsa þeim . -En víkjum nú að veiðiför- inni eða smalamennskunni, sem ég tók þátt í og hófst í tjald- búðum okkar á hálendi Al- berta, fast við landamæri Brezku Columbíu. Á öðrum degi leggjum við upp í dögun. Fyrstu 3—4 mílurnar látum við hesta okkar fara fetið, enda er á fótinn að sækja upp á hæð- arbrúnirnar. Enginn mælir orð af vörum. Við erum 8 saman og allir hafa nána aðgát á merkjum um hesta. Þá snar- stanzar foringinn skyndilega og bendir til jarðár. Nýlegt hrossatað stráð á stuttan spöl, sem sýnir að villihestarnir hafa talið sig svo örugga, að ekki væri þörf á neinum asa. Nú er haldin fimm mínútna ráðstefna og liðinu skipað. Fjórir reiðmenn mynda hálf- hring að baki hópsins og beina honum í áttina að girðingunni á sléttunni. Hinir mynda hlið- ararma, til þess að koma í veg fyrir að villihestarnir geti skot- izt upp einhvern gilskorning. Tveir tímar líða áður en við komum út úr skóginum. Fram- undan okkur liggur grösug dæld, sem liggur upp að kletta- belti. En þar eru engir hestar. Eina lifandi veran sem sést er örn, sem svífur eins og kross á himninum. „Hestar ættu að vera ein- / hvers staðar í nánd við slíkt graslendi," segir einn veiði- maðurinn. Við drögum okkur til baka undan vindinum og gætum þess vandlega að hafa skóginn hlémegin við okkur, er við förum hægt yfir grasdæld- ina. Þegar hrosshófur rekst í lausa steinvölu, hljómar það eins og skot. Æsingin gerir allt stærra. Jafnvel reiðskjótinn þinn finnur það. Það er líkt og að sitja á svo háspenntri fjöð- ur, að hún hljóti brátt að bresta. Og á næsta andartaki koma þeir í ljós. Það eru 25 gresju- hestar. Þeir eru á beit með- fram ofurlítilli tjörn og kroppa toppkalið gras. Þig furðar á, hve litlir þeir eru. Enginn þeirra nær 900 punda þunga. 8 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.