Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 39
PRIMETTA • Sólgleraugu Primetta eru með gleri S. 77 Primetta fara vel með augun Primetta létt - falleg og vönduð Primetta hækka öryggi i umferðinni, þvi rauðu og grænu umferðaljósin' sjást 20% með Primetta Primetta varðveita náttúruliti. Primetta sólgleraugu eru alveg í sérflokki H.A. Tuliaius heildverzlun Austurstræti 14 er rikjandi á heimili Tolstoy hjónanna. Daniil veit það ekki ennþá, en hann mun fljótlega finna að hann er sannarlega ástarinnar barn .... HJARTAKROSSINN HJARTA Framhald af bls. 16. Tvistur: Hamingja nálgast. Óskir rætast. Gott útlit i ástamálum As: Þetta er spil ásta og ástriðna. Mikil hamingja á heimilinu, en lika útlit fyrir æsandi atburði. Ef spaði er til beggja hliða, táknar hjartaás strið og ósamlyndi. Ef hjarta er til beggja hliöa, táknar hjarta- ásinn þjáningar. Með tigli boðar hann mikla peninga, en með laufi mikla hamingju í fjöl- skyldunni. SPAÐI Framhald af bls. 17. Fimm: Þaö er um aö gera að missa ekki þolinmæðina. Skiptu þér ekki af málefnum annarra. Haltu fast i tryggan félaga. Fjarki: Sjúkdómar og sky ndilegt peningatap. Afbrýðisemi ógnar framtlðinni. Þristur: Spáir ekki góðu. Hjónaband eða annaö fast samband fer I hundana. Þú ferö 1 mjög misheppnaö feröalag. Tvistur: Þú ferö i langa utanlandsferð. Miklar breytingar i vændum. As: örlagaspil. Það er eins gott að lesa úr þessu spili með varúð. Það getur boöaö sorgir og brostnar vonir, svikin lotorð en llka vonir um ást og ástn&i Mikil óhamingja getur hent. TÍGULL Framhald af bls. 17. Velgengni og góðar framtiðar- horfur. Fjarki: Oheppilegt ásta- samband. Þristur: Geöbreytingar og sveiflur. Missætti á heimilinu, ef til vill hjónaskilnaður framundan. Tvistur; Mikið og yfirþyrmandi ástarævintýri, sem skyggir á allt annaö. As: Spil velmegunar. Bréf með mikilvægum fréttum er á leiðinni. Þú átt von á gjöf, peningum, gulli, kannski hring LAUF Framhald af bls. 17. hjónaband, sem hefur peninga i för með sér. Fjarki: Hætta og óheppni á feröum. Vertu varkár með trúnaöarvini. Þristur: Löng vinátta getur endað með hjónabandi. Tvistur: Þú verður að vinna bug á mótþróa, þá fer allt vel. As: Hamingjuspil. Mikil velmegun, friöur og hamingja á heimilinu. Frami { félagslifi. góðir og traustir vinir. í LEIT AÐ SPARIGRÍS Framhald af bls. 22. fædd til þess aö stunda leyni- þjónustu. Ég er hvorki nógu hugrökk né gáfuð. — Mér finnst nú þú hafir staöiö þig vel og aö þú sért farin að læra heilmikið, sagði Harry brosandi, - að minnsta kosti stóðstu þig vel i viðureigninni viö stelpu- óþekktina. — Æ, vertu ekki að eyða timanum i að hughreysta mig. Við vitum bæði að við biðum lægri hlut i heimsókninni hjá Edwards hjónunum. Jean staröi út um bil- rúðuna, en hún sá ekkert af um- hverfinu. Harry hallaöi sér aftur á bak. — Jæja, Dori'nda veit þá aö við erum á höttunum eftir sparigrisum. Við verðum þá aö vara okkur á skepnunni henni Dorindu, manninum með gráa flókahattinn og öðrum glæpamönnum. En ég sting upp á þvi aö við látum okkur nægja eitt i einu og nú hugsum viö eingöngu um það aö við erum á leiö til Irlands I leit að grænum sparigris, i von um að finna i honum lykilinn að leyndar- málinu. Jean reyndi að kæfa snökktið. Þau sátu þögul um stund, en svo sagöi Harry skyndilega: — Þú hefir vonandi ekki haldíð að ég ætlaði aö skilja þig eftir eina i Amsterdam? Ef svo er, þá skil ég vel að þú sért eitthvað miöur þin . . . . — Ó, þegiðu. Hún varð að bita i vörina, til að bresta ekki i grát. — Svona nú, vina min, reyndu nú að vera hress. sagði Harry. —* Við skulum skipta um samtals- efni. Hefiröu ekki heyrt skritluna um Skotann, írann og Englendinginn, sem.......... A meöan á þessu stóð, var Dorinda að tala I simann viö ein- hvern i London. — Gris, sagöi hún. — Heyriröu ekki til min? G-r-i-s..... — Ó, já, gris. sagði karlmanns- rödd. — Komdu ekki hingað, þaö er tilgangslaust. Er annars nokkuð nytt? — Nei, ég hefi ekki neitt að segja, eins og er. — Ég hringi þá fljótlega aftur. Svaraðu mér einu: Hve fljótt get 14. TBL. VlfCAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.