Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 5
Það er mjög algengt, að blæð- ingar séu fremur litlar fyrst í stað hjá ungum stúlkum, og þín reynsla er á engan hátt óvenju- leg. Þú þarft þess vegna engar áhyggjur að hafa af þessu eðli- lega fyrirbrigði, sem blæðingar kvenna eru. — Annars er læknir rétti aðilinn að leita til í öllu, er viðkemur starfsemi líkamans, og ættu stúlkur alls ekki að vera svona feimnar við að ræða þessi mál við lækna, eins og virðist vera af öllum þeim bréfum, sem okkur berast um þessi efni. Langar í linsur Kæri Póstur! Af því þú hefur gefið svo mörg- um góð ráð, viltu þá ekki svara þessum spurningum mínum. 1. Er hægt að fá linsur hér á landi? Hvar þá? 2. Eru þær dýrar? 3. Finnur maður fyrir þeim, þegar maður blikkar augunum? Ef svo er, er það óþægilegt? 4. Þarf maður að taka þær úr sér, þegar maður er a) í sólbaði með lokuð augun, b) fer í vatn með andlitið, c) fer að sofa? 5. Geta allir notað linsur? 6. Detta þær úr manni, ef mað- ur a) hamast, b) grætur? 7. Er hættulegt að vera með þær? Hvernig þá? Viltu nú vera svo vænn að svara þessu, en henda ekki bréfinu í ruslið, eins og fyrra bréfi mínu. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað um aldur minn? Gleraugnaglámur. 1. Linsur hafa lengi fengizt hér á landi og að sjálfsögðu gegn recepti frá augnlækni. 2. Linsur eru vissulega nokkuð dýrar. 3. Fólki gengur eitthvað mis- jafnlega vel að nota linsur, og það tekur sinn tima að venjast þeim, en flestum tekst það með þolinmæðinni. 4., 5., 6. og 7. Pósturinn getur ekki gefið ákveðin svör við þessum spurningum. Þú skalt leggja þær fyrir augnlækni, þú þarft hvort eð er að fara á hans fund, ef þú ætlar að fá þér lins- ur. Skriftin er óvandvirknisleg og lýsir sannleiksást og talsverðri ógætni í athöfnum. Við gizkum á 15 ára aldur. Með hestadellu Elsku Póstur minn! Ég ætla að byrja bréfið á því að þakka þér fyrir allt það Ijómandi góða og fróðlega efni, sem þú hefur boðið lesendum þínum upp á. Því miður er ég ekki áskrifandi að Vikunni, vegna þess að ég er í skóla og fjár- ráðin leyfa það ekki ennþá, en hún er oftast keypt í lausasölu heima hjá mér. En ég held það sé bezt fyrir mig að koma mér að efninu. Ég býst við, að það sé sjaldan, sem þið fáið svona bréf, en ég er yfir mig hrifin af hestum. Ég er blátt áfram með hestadellu. Ég hef verið í sveit undanfarin sumur og hef þá haft tækifæri til að komast á hestbak og umgangast hesta, en nú mun þetta breytast. Ég ætla mér að vinna í bænum í sumar. En við það skapast vandamál. Ég verð að komast á hestbak um helgar, en hvar ég get feng- ið hesta leigða til að skjótast á bak, veit ég ekki. Það verður helzt að vera skammt frá bæn- um. Kæri Póstur, ég vona, að þú getir gefið mér upplýsingar um þetta. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? .Ein með hestadellu. Þvi miður getum við lítið hjálp- að þér. Hjá Ferðaskrifstofu rík- isins fengum við þær upplýs- ingar, að oft væri spurt um þetta atriði hjá þeim, en sem stendur eru engir aðilar hér eða í ná- grenni borgarinnar, sem leigja hesta. Fólk kemst helzt á hest- bak hjá kunningjum sínum, sem eru svo vel settir að eiga hesta, og það er helzt útlit fyrir, að þú verðir að koma þér í mjúkinn hjá einhverjum velviljuðum hestaeiganda. Það er raunar furðulegt, að enginn skuli sjá sér hag i þvi að leigja hesta, eins og það virðast örugg við- skipti. Skriftin er falleg og gefur til kynna hlýtt viðmót og gott skaplyndi. PIERPONI-úrin handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úraf mörgum geröum °g . verðum. HERMANN JÓNSSON, úrsmiður Lækjargötu 2, sími 19056 Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingóifsstræti 2. Sími 13271. ARISTO léttir námið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.