Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 34
UNDANKOMA — Þetta er Dick, Celia, sagöi ég. Ég heyrði, að hún greip andann á lofti. - Hvar ertu, Dick? Ég sagði henni það og eftir þvi sem ég gat, sagði ég henni í stuttu máli, hversvegna ég hefði farið. — En ég tók e(fki þessa peninga, Celia. Ég veit ekkert, hvernig á þessu stendur, en ég er að koma heim til þess aö fá það á hreint. Þú talar við lögregluna og segir henni, að ég verði kominn á morgun. Svo sagði ég henni frá tilboöi Lúters og að ég væri að hugsa um, að vió flyttumst til St.Theresa. Eftir á að hyggja, finnstSmér það undarlegt, að ég skyldi geta verið að hugsa um þaö, með fangelsis- dóm vofandi yfir mér. En á þeirri stundu haföi ég engar verulegar áhyggjur af þessari sjóðþurrð i bankanum. Hún var eins og hver önnur mistök, sem ég þyrfti að gera grein fyrir. Þegar ég var búinn að tala við Celiu, sneri ég aftur til þess að kveðja þau feðginin. Ég hafði eitthvert smádót að ganga frá i veiðihúsinu og svo vildi ég kveðja þau almennilega og segja þeim frá þessu óstandi i Larkspur, áður en þau læsu um það i blöðunum. Ég sýndi þeim Lúter og Nancy blaðið og útskýrði fyrir þeim at- hafnir minar. Hvorugt þeirra sýndi af sér neina tortryggni i orði eða æði, eða vafa um, að ég færi með rétt mál. Þau buðu mér að hjálpa mér, eftir þvi sem þau gætu. Ég þakkaði þeim fyrir, tók slðan saman föggur minar og var I þann veginn að leggja af stað, þegar lögreglubill kom inn i húsa- garðinn. Jemison hreppstjóri var almennilegur náungi og gamall kunningi Lúters. Hann kvaðst hafa fengið hringingu frá lög- reglunni i Larkspur og handtöku- skipun á mig, og hann yrði að taka mig með sér. Ég held, að nú fyrst hafi mér orðið fyllilega ljóst, i hvflikri hættu ég var staddur. Og næstu dagana varð mér þetta enn ljósara. Þessir dagar eru býsna þokukenndir hjá mér — Hkastir martröð. Ég vissj varla hvað var að gerast, en allt var það að minnsta kosti slæmt. Lagt var hald á þessa 801.42 dali, sem ég hafði á mér, og svo var ég spurður spjörunum úr. H'að gerði ég af hinum peningunum? Hverjir voru i vitorði með mér? Voru Ericsonfeðginin við málið riðin? Vildi ég undirrita játningu? Ég endurtók sögu mina aftur og aftur, þangað til ég var loksins hættur að trúa henni sjálfur. Ég rakti slóð mina frá þvi ég fór úr bankanum og þangað til ég var tekinn fastur. Hvað hétu þessir gististaðir, sem ég hafði gist á. Ég mundi það ekki lengur, en þaö var fyrir norðan Birm- ingham. Hvar voru hinir pen- ingarnir? Var ég reiðubúinn að undirrita játningu? Verst af þessu öllu var það, að allir virtust telja mig sekan. Enginn spurði, hvort ég hefði stoliö peningunum. Heldur ekki hún Celia, eftir að ég haföi hitt hana. Ég var næstum búinn að missa allan baráttuvilja. Jafnvel konan mln trúði mér ekki. — Hvernig gaztu gert mér þetta? spuröi hún. — Var þaö þessi stelpa I veiðihúsinu? Nú, jæja, hún má eiga þig. 0, ham- ingjansanna! Vandræðin, sem þú hefur komið mér i! Ég man nú ekki allt, sem hún sagði. Eftir fyrsta áfallið skipti þaö ekki miklu máli. Ekkert skipti lengur máli. Liklega heföi ég ekki streitzt á móti ef ekki hefði veriö hún Nancy. Hún kom til Larkspur, út- vegaði lögfræðing fyrir mig, og eftir aö ég var formlega ákærður, fengu þau feðginin mig látinn lausan gegn tryggingu. Þá komst ég að þvi, að þetta var nú ekki eins slæmt og það virtist. Charley Hawkins, aðalgjaldkeri bankans kom til min og bauð mér alla hjálp, sem hann Vjiperi fær um. Ýmsir nágrannar !mínir náðu sambandi við mig og nokkrir viöskiptavinir buðu mér lán og ýmsa aðra hjálp. En Celia var ósveigjanleg. Eftir þessi vandræði, sem ég haföi komiö henni i, sagöi hún, gæti hún ekki haldið áfram að búa með mér. Hún vildi fá skilnaö. t bili gæti ég flutt dótið mitt I hótelið. Svo rauk hún út i fússi og ég fór að taka saman föggur minar. Meðan ég var að þvi fékk ég fyrsta vonarneistann. Ég var að róta f skúffu að leita að erma- hnöppunum minum, kveikjaranum, sjálfblekungnum og ýmsu sliku smávegis, þegar ég rakst á ferðaskrifstofuhefti þar sem auglýstar voru dásemdir Suöur-Frakklands. Heftiö vakti athygli mlna vegna þess að ég hafði aldrei séð það áður og hafði enga hugmynd um, hvernig það væri þarna komið. Ég tók það upp úr skúffunni og athugaöi þaö betur. Inni I heftinu var merkt við eitt atriði og ég þekkti þetta merki engu siður en þó að maðurinn heföi skrifað þar nafnið sitt. Þetta atriði var sett i sviga og svo voru tveir púnktar innan i hvorum sviga. Svona merki hafði ég séð þúsund sinnum á ýmsum banka- skjölum. Hvenær sem hr. Jónatan B. Allen vildi vekja athygli á ein- hverju atriöi, sem hann taldi sér- lega mikilvægt, þá merkti hann það á nákvæmlega þennan hátt. Ég fór nú að velta þvi fyrir mér, hversvegna hr. Allen væri að gefa konunni minni svona ferða- mannaheftium Suöur-Frakkland. Ekki svo að skilja, að Celiu mundi ekki langa aö fara þangað, en þetta var rétt eins og að dingla sætindum fyrir framan nefiö á hungruöum strák. En við höföum alls engin efni á þvi. Og ef út i það var farið, þá hafði hr. Allen það heldur ekki. Ég ætlaði að fara að taka heftið með mér, en áttaði mig og skildi þaö eftir á sama stað. Ég fékk mér herbergi I eina almennilega hótelinu i Larkspur og tók aö hugleiða, hvað gera skyldi. Það var greinilegt, að ein- hver hafði notað sér hvarf mitt til þess aö stela þessum fimmtiu þúsund dölum. En hver? Og hvernig gæti ég sannaö það? Það voru ekki nema fjórir menn i bankanum, sem höfðu aögang aö peningunum — hr. Allen, Charley Hawkins, ungfrú McDaniel og svo ég sjálfur. Sjálfan mig gat ég strikað út og þá voru ekki eftir nema þrir möguleikar. Ég hélt áfram að hugsa um feröaheftiö og hugsaði mér Celiu og Allen vera að ráðgera ferð til Frakklands. Mér datt i hug krafa Celiu um skilnað. Ég minntist þess, hvernig Allen gleypti hana með augunum þegar viö fórum út saman. Og mig hryllti við öllu þvi, sem mér datt i hug. Ég gat ekki trúað þvi sjálfur. Ég gat vel trúað þvi á Jónatan B. Allen. A hann gat ég trúað næstum hverju sem var. En Celia? Ég vissi, að hún var hálfgert dekurbarn, og eigingjörn, eins og flestar fallegar konur, en hún var þó konan min. Ég sat þarna timunum saman og braut heilann um úrræði til þess að sanna sakleysi mitt. En mér gat ekki dottið neitt i hug. Næsta dag fékk ég mér útleigubil (Celia hafði Buickbilinn) ók svo sextiu milur til stjórnar- hallarinnar, og leigði einka- spæjara. Ég hafði enga von um, að honum yrði neitt ágengt, en eitthvað varð ég aö hafast að. Ég gat ekki setið aðgerðarlaus og látiö sakfella mig saklausan. Nokkrir dagar liðu og ég var engu nær. Einkaspæjarinn hafði ekki komizt að neinu, sem gagn væri i. Hann hafði spurt starfs- fólkið I bankanum og verið svo á höttunum kring um þessi þrjú grunuðu, en orðið einskis visari. Nancy kom nokkrum sinnum til min og reyndi að stappa i mig stálinu. Og þess var sannarlega þörf. Ég vissi nú, að allt benti til þess aö ég væri sekur. Ég varð að sanna sekt einhvers annars, eöa fara i fangelsi að öörum kosti. Eitthvað viku áður en réttar- höld áttu að hefjast, kom spæjarinn til min til aö gefa mér skýrslu. — Ég veit ekki, hvort yður er nokkurt gagn I þessu, sagöi hann, — en þessi hr. Allen var yfir i Trenton i gærkveldi með glæsi- legri ljóshærðri konu. Þau hittust I Cameliakránni þar, óku þangað hvort i sinum bil. Ég lagöi minum bil skammt frá þeim. Þegar þau skildust heyrði ég hann segja, að þau skyldu hittast á föstudags- kvöld á sama tlma. „Glæsileg ljóshærð kona”. Þannig mundu flestir lýsa Celiu, hugsaði ég. — En hvernig var bfllinn hennar? Var þaö blár Buick 1955? — Stendur heima. Þekkið þér hana? — Litilsháttar, sagði ég. — Hún er konan min. En hversu vel þekkti ég Celiu, datt mér I hug. Það er nú skritið en satt er það samt, að maður getur verið með fólki árum saman, án þess að þekkja það raunverulega. Maður sér and- litiö, eins og þaö snýr að um- heiminum, en sjaldan raunveru- legu persónuna að baki þess. Og stundum sér maður meira að segja aðeins það, sem maður vill sjá. Þegar jafnfalleg stúlka og Celia á I hlut, vill maður trúa þvi, að hún sé lika góð og trú. Þegar spæjarinn var farinn, hugsaði ég máliö betur og þóttist loks hér um bil viss um, hvað gerzt hefði. Ég vildi að visu ekki trúa þvi, en það kom bara allt saman heim og saman. Allen var sá sem hafði notað tækifæriö og stoliö fimmtiu þúsund dölunum. Hann og Celia ætluðu að eyða peningunum i Frakklandi. Allen hafði alltaf verið skotinn i Celiu, og þessvegna var hann si og æ að bjóöa okkur út. Nánar athugað þóttist ég nú viss um, að þau heföu verið að hittast aö staðaldri undanfariö. Hún hafði oft verið fjarverandi, án þess að mig grunaði neitt. Liklega haföi Allen veriö að reyna aö fá hana til að skilja við mig og giftast honum, löngu áður en ég hvarf. En lik- lega haföi Celia engan áhuga á að giftast honum nema hann ætti eitthvað til. ööru máli var að gegna ef hann ætti fimmtiu þúsund dali til að eyða i Frakklandi. Svona hlýtur þetta að hafa gengið til, hugsaði ég. Ég hverf og þá veröur öðruhverju þeirra ljóst, að nú er tækifærið að koma sinu fram. Allen fær Celiu og Celia fær fimmtiu þúsund dali. Svona hefur þetta gengiö til, en hvernig get ég sannaö það? Ég braut heilann um þetta það sem eftir var vikunnar en varð ekkert ágengt. Ég gat farið með þetta til lögreglunnar, en hvað mundi það stoða? Ég haföi ekki snefil af sönnunum. Ferða- mannaheftið kannske? Celia haföi gaman af að lesa svona hefti og láta sig dreýma um Frakklandsferðir. Kannske hafði 34 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.