Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 17

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 17
Þetta er ein einfaldasta og elzta aðferðin við að spá i spil. Spilaspádómar okkar hafa þróazt úr gömlum töfraspilakerfum, sem voru allt öðru visi en þau eru i dag, en öll eru þau notuð til að skima örlítið inn i framtiðina. Það eru margar aðferðir við að spá i spil, gamla stjaman er aðeins ein aðferðin .... Lauf. Kóngur: Maöur, sem er dökkur yfirlitum, sterkur bæöi til likama og sálar. Tryggur vinur, frekar góöur félagi en ástriöu- fullur elskhugi, tryggur maki og góöur faöir. Drottning: Dökkhærö, óvenjulega aölaðandi kona, sér- staklega gagnvart karlmönnum. Fljóthuga, fljót aö skipta skapi og mjög ást- hneigð. Þaö er óhætt aö trúa henni fyrir leyndarmálum, hún stendur með vinum sínum i blíðu og striöu. Gosi: Skemmtilegur ungur náungi, opinskár og einlægur. Slær oft notalega gullhamra, en er traustur sem bjarg. Tia: Óvænt velmegun, kannske arfur. Sjúkdómur, sem þú hefur óttast, reynist vera hættulaus. Nia: Óheppni! Foröastu geövonzku og þrætur. Vertu á veröi um hriö. Atta: Foröastu aö koma þér I skuldir og foröastu fjár- hættuspil. Vinir koma þér til hjálpar. Sjö: Hamingjan er meö þér, en þú skalt taka tillit til hins kynsins, ef þú vilt ná góÖum árangri. Sex: Þaö veröur skemmtilegt, bæöi á vinnustaö og i samkvæmislífinu. Vonir þinar rætast. Fimm: Heppilegar breytingar eru framundan. Ef til vill Framhald á bls. 39. Tígull: Kóngur: Skapmikill og einráður maöur. Getur oröiö tillitslaus, ef um er aö ræöa eigin áhugamál. Afbrýöisamur elskhugi og honum hentar bezt aö eignast blíöa og trygglynda konu. Hann er I miklu áliti, en menn óttast hánn nokkuö. Drottning: Nokkuö sérstök kona, ung eöa ungleg og á marga aödáendur. Hefur yndi af ævintýrum og samkvæmis- llfi, en kús aö vera alltaf sjálf i sjónmáli. Gosi: Ungur maöur I ætt viö þig, sem hefir aðallega áhuga á sjálfum sér. Góöur félagi en ekki ábyggilegur I ástamálum. Tia: Allt fer aö óskum. Þú getur átt von á gestum til langdvalar. Nia: Óvænt gjöf. Ævintýri. Skyndilegt feröalag. Atta: Feröalag, óvæntur atburöur. óvænt kynni geta oröiö upphaf varanlegrar hamingju I framtlðinni. Sjö: Varaöu þig, aögát skal höfö I nærveru sálar. Þú veröur fyrir afbrýöisemi eöa gagnrýni. Haföu hægt um þig I náinni framtiö. Sex: Blddu og sjáöu til. Skyndilegt ástarævintýri veröur ekki farsælt. Varaöu þig á fallvöltum tilfinningum og ætlaöu þér ekki af einu sinni ennþá. Fimm: Mikil hamingja gegnum barn. Hamingja I fjölskyldunni. Framhald á bls. 39. Spaði: Kóngur: Hávaxinn maöur, dökkur yfirlitum, mjög metoröagjarn. Astriöufullur og eigingjarn. Þaö er varasamt að særa hann, þá getur hann orðiö mjög andvigur þér. Hann er ekki ábyggilegur I viöskiptum, en metnaöargjarn og heppinn i viðskiptum. Drottning: Óútreiknanleg kona og mjög töfrandi, ef maöur ber gæfu til aö geta veriö henni styrkur. Hún hefir lag á að koma vilja sinum i framkvæm^f Gosi: Sjálfumglaöur ungur maöur, óákveöinn en nokkuö flókinn pe r s ónul ei k i. Óútreiknanlegur og stundum frekar falskur. Tla: Varaöu þig á fals- spámönnum. Treystu engu fyrr en þú færö betri spil. Nla: Erfiöir timar I nánd, sjúkdómar, peningamissir. Ahyggjur i fjölskyldunni. Þaö eina sem bjargar er þolinmæði. Atta: Þú verður fyrir mótþróa. Varaöu þig á óábyggilegu fólki. Farðu varlega meö verömæt skjöl, skuldbindingar og loforð. Sjö: Tár og brostnar vonir, kannske mikil sorg. Þú missir góöan vin. Reyndu aö halda friö viö fjölskyldu þina og nágranna, foröastu deilur viö náungann. Sex: Þú færö loksins laun fyrir vinnu, sem þú hefir lagt á þig. Aform og iöni bera góöan árangur. Framhald á bls. 39. Þegar þú leggur Hjarta- krossinn, byrjaröu á þvi aö velja persónuspil, sem þér finnst passa viö þann, sem þú ætlar aö spá fyrir. Til dæmis laufakóng, spaöakóng og þar frameftir götunum. Drottningarspil, ef þaö er kona, sem þú ætlar aö spá fyrir. Eöa ef þú ætlar aö leggja krossinn fyrir sjálfa þig? Ertu spaöadrottriing? — eöa hjarta- drottning? Lestu þér til hvaö spilin þýöa. Þegar þú hefir valiö per- sónuspiliö, leggur þú þaö á boröiö og lætur myndina snúa niöur. Stokkaöu spilin vel og láttu þann, sem þú ætlar aö spá fyrir, taka af stokknum meö vinstri hendi. Svo breiöiröu öll spilin á boröiö og lætur bakiö snúa upp og lætur þann, sem spá á fyrir, velja fimmtán spil, lika meö vinstri hendi. Leggðu svo hin spilin til hliöar I stokk. Leggöu svo spilin eins og sýnt er á myndinni. Fyrsta spilið legguröu til Vinstri viö persónuspiliö, annaö til hægri, svo fyrir ofan og siöan neöan. Ofan á miöspiliö (persónuspiliö) leggurðu eftir hendinni þrjú spil. Númerin á myndinni sýna hvernig röö er höfð viö lagningu spilanna i krossinn. Svo geturöu fariö aö snúa spilunum til aö ,,spá” i þau. Spilin sem liggja fyrir neöan og til hægri viö miöspilin segja frá þvi sem liðiö er, spilin til vinstri og aö ofan spá fram I timann, en spilin, sem liggja ofan á persónuspilinu segja frá ástandinu eins og þaö er á llöandi stund. Þaö er hægt aö lesa úr spilunum eftir skýringunum, en þaö er skemmtilegra að lesa þau svolitiö saman. Þaö er til dæmis oft sem „gott” spil getur dregiö úr slæmum fréttum á næsta spili. Eitt spiliö getur, til dæmis, sagt þér frá utanlandsferö eöa ein- hverju sambandi viö útlönd og næsta spil segir frá peninga- sendingu, þá getur veriö samband þar á milli, sem sé, aö peningasendingin sé eitthvaö I sambandi viö útlönd eöa fjarlæga staði. Þú veröur aö nota hugmynda- flugiö! Þvi þótt spilin segi ýmis- legt kannske fráleitt, þá er þetta þó alltaf leikur eöa til gamans gert. Skyndispádóm er lika hægt aö fá úr spilum á ennþá einfaldari hátt: Stokkaöu spilin vel. Breiddu úr þeim og dragöu meö vinstri hendi út þrjú spil. Þau geta markaö stefnuna fyrir þig á stundinni, sem er aö liöa, eöa gefiö þér ein- hverja visbendingu um þaö hvernig þú átt aö haga þér i vissum tilvikum. 14. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.