Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 38
fréttamaður við sjónvarpið? Hafðirðu einhver kynni af slfkum störfum áður? — Ekki nokkur. Það var auglýst eftir fréttamanni, og mér datt I hug að sækja um. Ég var oröin svolitiö þreytt á fulltrúa- störfunum og langaði að breyta til. Mér finnst þetta mjög lifandi og skemmtilegt starf, og maður kynnist ákaflega mörgu, bæði mönnum og málefnum. Svo á vaktavinnan mjög vel við mig. Viö erum 6 fréttamenn, þrir á hvorri vakt og vinnum frá kl. 9-9 tvo daga i röð og eigum svo fri i tvo daga. Eiður, Jón Hákon og Guðjón erú á annarri vaktinni, en við Sonja og'ólafur á hinni. Svo skiptumst við á um fimmtu- dagsvakt til þess að fylla upp i timaskylduna. — Það hlýtur að vera dálitið stift fyrir þrjár manneskjur að safna efni i einn fréttatima. — Það er eins og með alla fréttamennsku hér á Islandi. Þegar maður ber þetta saman við það, sem tfðkast i öörum löndum, þá eru aðstæðurnar hér kannski dálitið frumstæðár. Mig minnir t.d., aö það séu 60 manns á frétta- stofu norska sjónvarpsins, sem hefur jafnlangan fréttatima og viö. Og heyrt hef ég lýsingu á vinnubrögðunum hjá danska sjónvarpinu, þar sem er deadline, eins og það er kallaö, kl. 3á daginn, og þá eru fréttirnar jafnvel æfðar, og allt á að vera frágengið kl. 6 um kvöldiö, og fréttamennirnir geta bara sezt niður og fengið sér öl og smörre- bröd. Hjá okkur er engin deadline, viö vinnum að fréttum alveg fram að fréttalestri og stundum fram i sjálfan fréttatimann. Auövitaö er mikið aö gera og mikil streita siðustu tvo timana fyrir útsendingu, þá vinnum við ásamt starfsmönnum kvikmyndadeildar við frágang fréttanna, þá er verið aö fram- kalla og klippa filmur, hljóðsetja þær, lesa inn á band o.s.frv. Siðan eru skrifaðar fréttir og tilbúnar fréttafilmur lagðar fyrir frétta- stjórann, sem leggur endanlegan dóm á, hvað nota skal. Eftir fréttalestur þarf svo að ganga frá filmum og ákveða, hvað skuli geyma. — Eruð þið nokkurn tima I vandræðum með að fylla frétta- timann? — Það kemur fyrir, en yfirleitt þarf að neita miklu af fréttum, og oftast er afgangur eftir daginn og undir hælinn lagt, hvort nokkurn tima er hægt að birta það. — Þið verðið náttúrlega að stilla ykkur um miklar mála- lengingar. Finnst þér ekkert erfitt að semja svona stuttar fréttir? — Ég hef ekki kynnzt öðru, en ég veit þaö hlýtur aö vera erfitt fyrir þá, sem eru vanir að skrifa blaðafréttir. — Þið Guöjón Einarsson byrjuðuð um sama leyti hjá sjón- varpinu. Fenguð þið kennslu i þessum störfum? — Við fengum svolitinn aölögunartima, en svo urðum við bara aðhella okkur út I þetta, þaö var ekki um neitt annaö aö ræða. — Sérhæfið þið ykkur nokkuð á einu sviði frekar en öðru? — Viö erum nú svo fá, að þaö væri ekki hægt, enda er bara skemmtilegra að gripa inn i sem vlðast. Að visu hef ég stundum verið að striða strákunum á þvi, að þeir vilji koma liknar- og menningarmálum og fleirum af þessum margumtöluðu sér- málum kvenna yfir á mig. En ég er t.d. alltaf meö loönufréttirnar núna, og ég geng I hvað sem er til jafns við karlmennina, held ég. Ég vil ekki láta hlifa mér, af þvi ég sé kvenmaður, og ég held, að það sé ekki gert. — Færðu kannski að fara i sjó- feröir og þess háttar? — Já, já, ég fer þangað sem þarf hverju sinni. Ég fór með bát út á Faxaflóamiðin i fyrra. Það var reyndar engin svaðilför, en ég hafði gaman af þvi. — Horfiö þið mikið á sjónvarpið hér heima? — Það er nú eins konar atvinnu- kvöö að horfa á fréttirnar. En þar fyrir utan horfum við alls ekki mikið á sjónvarp á þessu heimili. — Ertu nervös fyrir framan myndatökuvélarnar? — Ég held ég sé nú alveg hætt þvi, maður venst þessu. — En er ekki misjafnt að tala við fólk? Eru ekki margir skjálfandi t.d. I fyrsta sinn, sem þeir koma fram i sjónvarpi? — Það finnst mér ekki. Ég er einmitt alveg undrandi á þvi, hvað fólk er yfirleitt rólegt fyrir þessu. Við höfum eitt horn i stúdióinu til að taka fréttaviðtöl, og þar erum við innan um alls konar leiktjöld og dót. En þetta má alls ekki taka sem kvartanir, þetta er bara krydd i tilveruna, og sá góöi andi, sem rikir meðal alls starfsfólks viö stofnunina, er einn af kostunum við að vinna hjá sjónvarpinu. — Nú er andlit þitt orðið vel kunnugt út um allt land. Veldur það þér óþægindum i daglega lifinu? Það venst, eins og annað, sem þessu starfi fylgir. Ég get ekki sagt, að þaö hi.i mér yfirleitt nokkuö. Helzt verö ég vör við þetta, þegar við bregðum okkur á skemmtistaði. Við vorum t.d. I Naustinu nýlega, og þá kom til okkar kona, sem haföi veðjað þremur flöskum af Dubonnet, að ég væri alls ekki Svala Thorlacius. Hún varð náttúrlega fyrir miklum vonbrigöum. 3M - Framhald af bls. 18. hvatti hana þá mjög til aö syngja og spila meira sjálf, sem hún geröi. Þau hafa samið saman siðan 1970, en eins og er, er Brackman týndur einhvers staðar á Jamaica, svo þaö er aldrei að vita hvenær þau semja saman aftur. Þau hafa aldrei eytt saman kvöldi viö samningu ljóða og laga. Oftast spilar Carly melódiur sinar inn á segulband og sendir honum. Þessu var þó breytt I einu lagi sem er á nýjustu plötu Carly, The Carter Family. Þá sendi Brackman henni texta til að semja lag við. Þegar Carly semur sjálf texta, vill hún, að eigin sögn, vera um borð i ein- hverju farartæki, sem fer hratt, eins og flugvél eða járnbraut. En melódiurnar verður hún að semja, þegar hún er heima fyrir. Hún veröur af skiljanlegum ástæöum aö hafa hljóöfæri hendina. Upphaflega samdi hún mest á gitar. Nú orðið situr pianóið i fyrirrúmi. Hún segir viðsjálf. ,,Ég er hrifnari af pianóinu, liklega vegna þess aö ég er svo lélegur gitarleikari. Ég er heldur ekki neinn sérstakur pianóleikari, en einhvernveginn gengur mér betur með pianóið.” Carly byrjaði ekki að spila á píanó fyrr en tyrir tveimur árum. Carly Simon er gift James Taylor, en hann kannast vist flestir við fyrir lagiö You’ve got a friend, sem var mjög vinsælt hér um áriö. Hún var nýlega spurð aö þvi, hvort þau myndu byrja aö spila eitthvaö saman. „Ég held að við getum það mjög auðveldlega, hvenær sem er. En það mun að öllum likindum taka góða stund aö koma einhverri lögun á það, þvi viö erum svo nýlega ástfangin, að við höfum varla nokkurn tima aflögu fyrir annað en að vera ástfangin.” ÞAÐ ER REGLULEG GUÐSGJÖF AÐ VERA FAÐIR UM SJÖTUGT Framhald af bls. 1 1. aia upp son sinn. Hún er sál- fræðingur að mennt og vann i Englandi á barnaheimili fyrir vangefin börn. En þau hjónin hafa nú samt barnfóstru, systur Ewy Akesson. Systir Ewy fóstraöi lika Diönu sjálfa og systur hennar, þegar þær voru börn. — Það er að visu notalegt að hafa barnfóstru á nóttunni, segir Nikita. — En ég hefði ekkert á móti þvi að sinna honum á nóttunni lika, það væri ekki nema svolitill þakklætisvottur fyrir þá hamingju, sem hann veitir mér. Ég þakka guði á hverjum degi fyrir að fá að njóta hans. Ég óska þess aö ég verði það hraustur aö ég eigi mörg ár eftir ólifuð, ljúf elliár. Ég nýt þess lika aö eiga langar samræður við Diönu. Þeir er báðum ljóst aö sambúö þeirra verður ekki löng, en þau eru ekkert að hafa áhyggjur af þvi. Þegar Nikita segir: — Þegar ég dey, ég er helmingi eldri en Diana, þá hljómar það ósköp eölilega. — Við kvíðum ekki dauðanum, segja þau bæði. — Við reiknum með þvi að hittast aftur! Við trúum á endurfæðinguna, enda trúum við á Búdda. Viö höfum bæði þá tilfinningu að við höfum lifaö áður. Hver veit nema viö hittumst sem systkin! Diana og Nikita hittust fyrst árið 1963 við miðdegisverö hjá föður hennar. — Diana var borðdaman min, segir Nikita. — Ég fann strax að þessi dásamlega kona var á sömu bylgjulengd og ég sjálfur. Það er kannske of mikið sagt aö segja að við höfum fundið hvort annaö á þessum grundvelli, en ég held aö viö höfum fyrst fengiö áhuga hvort á öðru vegna þess hve skoöanir okkar fóru saman. Þau hittust við og við, milli þess, sem hún var erlendis og hann átti frlstundir frá störfum, en hann vann að ýmsum störfum i landbúnaðarráðuneytinu. Hann er nú hættur störfum, en hann var siöast skrifstofustjóri i þvi ráöu- neyti. , — Þaö var ekki fyrr en árið 1971 aö okkur var ljóst að samband okkar varð innilegra, segir Diana. En þótt sameiginleg áhugamál þeirra væru á andlega sviðinu, þá eiga þau mörg sameiginleg áhugamál á veraldlega sviðinu lika. Þau hafa mikiö yndi af löngum gönguferöum i skóginum, eru mikið fyrir góðan mat og vin. En þau eru alltaf saman. — Ég vona að viö þrjú fáum aö vera sem lengst saman. Jafnvel þótt það sé huggunarrikt að trúa þvi að lifið haldi áfram eftir dauöann, þá langar okkur til að lifa sem lengst þessu jaröneska Hfi. Bæöi Nikita og Diana eru mjög hreykin af syni sinum. — Mér finnst allt sem hann gerir vera hreinasta kraftaverk, segir Nikita og gælir viö son sinn, milli þess sem ljósmyndarinn smellir af. Að lokum er Daniil orðinn þreyttur og fer að gretta sig. — Sjáið nú hvernig hann er á svipinn, hann er stórkostlegur, segir hinn aldni faöir. Það er augljóst aö hamingjan 38 VIKAN 14. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.