Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 14
VILLTA VESTRIÐ ENDUR- SKOÐAÐ Allir kannast við Indiánakvikmyndirnar frá Hollywood, þar sem sviphreinar og drengilegar hetjur hvita kynþáttarins sigrast á fólskum Indíánum, sem gjarnir eru á að brenna fólk við staur eða stela af því höfuðleðrinu. Nú fer fram rækileg endurskoðun á þessari mynd Villta vestursins. Leikritið Indiánar, sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, er þáttur i þvi endurmati. Þetta var að visu tilviljun, en táknrænt fyrir timana engu að siður, að fáum dögum áður en leikritið Indiánar var frumsýnt hér i Þjóðleikhúsinu gerðist það vestur i Suður-Dakóta að hópur Indiána tók á sitt vald þorpið Wounded Knee (Særða hné), til að leggja áherzlu á réttinda- kröfur Indiána i Bandarikjunum yfirleitt. Og það var siður en svo út i hött að einmitt þetta þorp varð fyrir valinu sem vett- vangur virkra mótmæla- aðgerða. Á þessum sama stað skeði það fyrir rúmum áttatiu árum, nánar tiltekið tuttugasta og niunda desember 1890, að bandariskt riddaralið undir forustu Forsyths ofursta um- kringdi búðir Indiána af ætt- bálkinum eða þjóðflokknum Dakóta, sem þekktari munu undir nafninu Súar (Sioux). Hermennirnir létu Indiánana, jafnt karla, konur og börn, skipa sér i raðir, og siðan var leitað að vopnum i hreysum þeirra. Aðeins fáar byssur fundust, flestar gamlar og úreltar. Engu að siður létu Súarnir þær nauðugir af hendi, veiðiskapur var helzti framfærsluvegur þeirra og byssurnar þeim þvi lifsnauðsynlegar. Einn ungur striðsmaður neitaði að láta byssu sina af. hendi, og þe^ar hermenn reyndu að taka hana af honum, riðu af eitt eða tvö skot. Hófu her- mennirnir þá án frekari fyrirvara skothrið á fólkið úr dauðafæri. Striðsmenn Súa, sem flestir höfðu ekki annað að vopni en hnifa og kylfur, réðust á her- mennina i návigi til að opna konum og börnum leið til undankomu. Margir þeirra höfðu mann fyrir sig eða tvo, áður en þeir féllu, en sumir fleiri. Þegar hermennirnir höfðu gengið af öllum þeim Indiánum dauðum, sem þeir fundu i búðunum, stigu þeir á bak hestum sinum og þeystu á eftir konum þeim og börnum, sem tekist hafði að komast undan á flótta meðan eiginmenn þeirra og feður börðust við her- mennina. Allt þetta fólk var drepið miskunnarlaust. Alls létu um þrjú hundruð Indiánar lifið við Wounded Knee, en þrjátiu íiuffalo Bill Cody I sýningarferö sinni í Evrópq 1903. i sýningu Þjóöleikhússins á Indiánunum er hann leikinn af Gunnari Eyjólfssyni. Sitjandi tuddi, sem liklega hcfur oröiö frægastur allra höföingja Indiána i Noröur- Ameriku. Rúrik Ilaraldsson leikur hann þessa dagana i Þjóölcikhúsinu. hermenn féllu og álika margir særðust. Opinberlega var þessi slátrun á nærri þvi varnarlausu fólki kölluð af stolti orrustan við Wounded Kneee”, Segja má að með morðunum við Wounded Knee hafi striðum hvitra Bandarikjamanna og Indiána verið lokið með algerum ósigri hinna fáliðuðu og illa vopnuðu frumbyggja landsins. Upp frá þvi litu flestir á Indiána Norður-Ameriku sem deyjandi kynþátt. Auk vopna hvitu mannanna höfðu sjúkdómar og hungur höggvið stór skörð i raðir 14 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.