Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 48
MIDAPRENTIIN LátiÖ prenta alls konar aögöngumiöa, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR Hf Síðumúla 12 — Sími 35320 HESTAR VEIDDIR TIL HUNDAFÆÐU Framhald af bls. 9. ur illa að róast. Þeir æða um í skelfingu og leita sér að út- göngudyrum. Einn þeirra tek- ur æðisgengið tilhlaup og reyn- ir að stökkva yfir girðinguna. En stökkið er of lágt. Þú heyr- ir lifandi veru kremjast sund- ur, þegar höfuð hans skellur á einum stólpanum, heyrir kjöt og bein merjast og brotna. Hann fellur niður, hnígur út af og liggur kyrr. Veiðimennirnir líta hver á annan, glotta og taka fram tó- bak sitt og vindlingabréf. Þessi veiðiferð hafði heppnazt vel. Lítið þið bara á hvað er í rétt- inni. Uppgrip af hundafæðu. Mest af þeim er selt niður- suðuverksmiðjum fyrir sára- lítið verð. Aðeins fáir þessara hesta eru nægilega óstýrilátir til þess að hægt sé að nota þá við kúrekasýnmgar; þeir eru ekki illkvittnir að upplagi. Takist á annað borð að hæna bá ?ð sér, verða þeir góðir áburðarklárar, námfúsir, vilj- ugir og fótvissir. En þessir villihestar hafa enoa löngun til að verða skikk- anleg húsdýr. Sumir vilja ekki éta og svelta í hel. Og kunn- ugt er um aðra, sem hafa drekkt sér í ekki meira en 18 þum- lunga diúpu vatni. Að minnsta kosti einn steypti sér viliandi út í fúla salttjörn og ögraði of- sækjendum sínum storkandi á meðan hann var að stökkva. Blesi (Starface), hinn frægi dökkbrúni graðhestur frá Cim- maron, pekk fyrir ætternis- stapa með því að stökkva fram af 90 feta háum kletti ofan í ána fyrir neðan. _________________________☆ VIÐ OG BÖRNIN OKKAR Framhald af bls. 10. eru samt líklegri til þess að þiást af alls konar kvíða á æsku- og fullorðinsárum en börn þau, sem hafa alltaf bú- ið við sterk persónuleikatengsl. Sáðkorn óvissu og öryggis- leysiskenndar, sem sáð er í per- sónuleika barnsins á unga aidri. spíra kannski mjög hægt á bernskuárum þess, en taka svo til að- vaxa og verða að harð- geru illgresi ýmiss konar tauga- veiklunar á fullorðinsárunum. Nú eru næstum þrefalt fleiri menn í fangelsum hér í Bret- landi en voru þar árið 1940. Og næstum helmingur allra sak- næmra afbrota er framin af þeim, sem ekki hafa náð 21 árs aldri. Vissulega er kominn tími til þess, að við förum öll að velta þessu vandamáli vel fyrir okkur, því að það virðist sorg- legt, að þjóð, sem er heilbrigð- ari líkamlega en nokkru sinni fyrr, skuli ala upp slíkan fjölda andlega fatlaðra ógæfumanna. Þegar við reynum að vísa á leiðir til aukinnar sálgæzlu og andlegrar heilbrigði, ættum við kannski að byrja fyrst á börn- unum og hvetja mæðurnar til þess að notfæra sér út í æsar þetta sterka afl, sem menn gera sér ekki grein fyrir nema að takmörkuðu leyti. Það væri kannski hægt að fá hin ýmsu bæjaryfirvöld til þess að end- urskoða viðhorf sitt til stofn- unar nýrra leikskóla og dag- heimila og reglurnar, sem far- ið er eftir, þegar ungum börn- um er veitt þar viðtaka. Og þeir, sem setja okkur lög, géltu að finna einhverja aðferð, sem kemur í veg fyrir, að mæðrum, sem starfa eingöngu á heimil- um sínum, sé ekki hegnt allt of óþyrmilega fyrir það fjár- hagslega, að þær skuli inna þar af höndum mjög þýðingar- mikil störf, sem hindrar þær í að vinna fyrir peningatekjum til viðbótar tekjum eiginmanns- ins. Þetta mun auðvitað allt taka sinn tíma og líklega langan tíma. En við mundum öll upp- skera ríkuleg laun, þegar heil- brigð og sterk persónuleika- tengsl mæðra og barna, tengsl, sem einkennast af fullu jafn- vægi og eru ánægjuleg fyrir báða aðilja, byrja að minnka eftirspurnina eftir róandi lyfj- um og draga jafnvel úr fjölda hinna taugaveikluðu „stjúp- barna“ menningar okkar, en þau getur að líta allt í kring- um okkur. Hér gætir ef til vill helzt til mikillar bjartsýni, en vandamál þetta á það þó sann- arlega skilið, að það sé gaum- gæfilega íhugað. Dr. Eric Jameson. — Ég kom með gjöf til þín, elskan, það er fyrsti brúð- kaupsdagurinn okkar! 48 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.