Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 31

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 31
UNDANKOMA Framhald af bls. 13. mér á veiðar og þau kunnu sannarlega tökin á þvi. Nancy, sem hefur 'þá verið eitthvaö fimmtán ára kunni betur á sjóinn en flestir karlmenn. A kvöldin sátum viö svo saman i borð- stofunni og sögðum hvert öðru sögur og Nancy bjó til fyrirtaks mat úr veiðinni. Ég mundi eftir, að þá fannst mér æskilegasta lif, sem hugsazt gæti væri að eiga svona veiðikofa eins og þann, sem Lúter rak. Það voru liðin fjögur ár siöan ég var seinast i St. Theresa. Ég fór þangaö með Celiu, fyrsta áriö,. sem við vorum gift, en hún var siður en svo neitt hrifin af þvi. Liklega verða konur ekki neitt hrifnar af svona stað. Þar er ekki annaö að gera en fara á veiðar og svo að öðru leyti aö taka lifið meö ró. Eftir þetta fórum við Celia alltaf á einhverja staöi, þar sem meira var um aö vera og eitthvert næturlif. Klukkan var eitthvað um fjögur næsta dag þegar ég ók inn i húsa- garöinn viö veiöikofa Lúters. Ég kom auga á Nancy i trjálundi handan við húsagarðinn. Hún var að mála einn bátinn, Iklædd sam- festingi, en hún var auðþekkt, afþvi að háriö á henni var eirrautt og glampandi. Hún heyröi ekki til min þegar ég kom. Ég gekk þangaö sem hún var aö vinna, læddistaftan að henni og tók fyrir augun i henni. — Gettu hver þetta er! sagði ég. Ég'hlýt aö hafa hrætt hana, þvi að hún snarsneri sér við og nú stóð hún I fanginu á mér. Þetta var dálitið vandræöalegt, þvi að nú var Nancy oröin fullorðin. Nú var hún ekki lengur stelpa, sem leit út eins og strákur, eins og ég hafði kynnzt henni siöast, heldur var hún orðin falleg ung stúlka. — Dick Mitchell! sagöi hún og það leyndi sér ekki, aö henni þótti vænt um að sjá mig. — Við héldum, að þú værir alveg búinn aö yfirgefa okkur. Hvar hefurðu veriö allan þennan tima? Ég sleppti öxlunum á henni og stamaði dálitið. Ég hafði ætlað mér aö gamna mér viö krakka, og nú vissi ég varla hvaö ég átti aö segja viö uppkomna stúlku. — Já, ég hef haft talsvert mikiö að gera siöustu árin, sagði ég loksins. Ég hef bara alls ekki komizt hingaö. Svo stóöum viö svona stundarkorn og horfðum bara hvort á annað, og ég komst aftur I vandræði. — Þú ert orðin stór, Nancy. Ég heföi varla þekkt þig ef ekki heföi veriö rauöa hárið. Ég var áöur vanur aö striöa henni á rauöa hárinu og freknunum, en nú voru þær horfnar, svo að ég hafði ekkert til aö striöa henni á. — Láttu ekki eins og bjáni. Ég er orðin tuttugu og eins árs, sagði hún i rellutón. — Ég er búin að vera svo lengi fulloröin að ég fer bráðum að ljúga til aldurs mins. Ertu búinn að hitta hann pabba? Ég hristi höfuðiö og hún hélt áfram: — Hann verður svo feginn að sjá þig. Hann minnist oft á þig, og við vorum bæöi að velta þvi fyrir okkur, hvað af þér hefði getað orðið. Er ekki konan þin með þér? — Nei, ég er einn mins liðs, sagði ég. — Hvernig fiskast hérna? — Silungurinn er farinn að koma á Austurgrynningarnar, og er sæmilega stór i ár. Það er heldur litiö um makrilinn, en þó höfum við fengið fáeina. Við gengum nú til aðalhússins og þar hitti ég Lúter. Aldurinn hafði lika breytt honum, en bara ekki farið jafnvel með hann og Nancy. Hann var talsvert ellilegri en fyrir fjórum árum og mér datt I hug, að kannski væri hann ekki sem beztur til heilsunnar . . .Og þaö álit mitt staðfesti hann, þegar ég spuröi um liöan hans. — Ekki uppá þaö bezta, sonur sæll. Datt illa fyrir tveimur árum og braut lið i hryggnum á mér. Varð aö vera i spelkum i hálft ár. Bakiö er enn ekki sem bezt. Sannast að segja, er litið gagn oröið i mér, svo aö öll vinnan lendir á henni Nancy. — Nei, hann pabbi lofar mér bara aö taka til hendi afþvi aö ég hef gaman af þvi, sagði Nancy. — Hahn er enn helzti veiöihús- eigandinn hérna viö flóann. Næstu tveir dagar voru eins yndislegir og mig hefði dreymt um á óskaeyjunni minni. Daginn eftir að ég kom, heimtaöi Nancy, að faðir sinn færi með mér á veiöar — sjálf gæti hún séö um húsið á meðan. Viö fórum út á Austurgrynningarnaí og dilótti silungurinn stóðst fullkomlega alla syádómana hennar Nancy. Við fengum eina fjörutiu, og ég fékk einn, sem var næstum fjögur pund. Meöan við vorum aö veiða, var Lúter alltaf að taia um þetta áfall sitt og virtist i þungu skapi. — Ég er hræddur um, að ég verði að fara að hætta við kofann, Dick. Ég er bara enginn maöur til að reka hann lengur. Nancy verður aö gera öll verkin núoröiö og það er ofmikið lagt á eina stúlku. Heyrðu mig, sagði hann allt i einu, — hversvegna kaupiröu ekki bara kofaskrattann af mér? Þú skalt fá hann hræ- ódýrt, ef ég bara fæ að vera i éinum litla kofanum. Ég hló. — Ég skal gera þér fast tilboð upp á átta hundruö dali. Það er aleigan. Nei, vist kysi ég ekkert fremur, en ég hef bara ekki efni á þvi. Nú beit á hjá honum og sam- talinu var lokiö i bili. Næsta dag stakk Lúter upp á þvi, aö Nancy færi meö mér á veiðarnar. — Hún hefur varla fdrið á flot i ár, sagði hann. — Ég skal sjá um kofann á meðan. Við veiddum vel þennan dag. Veðriö var ágætt, fiskurinn var ör og Nancy var ánægjulegur félagsskapur. En stundum, þegar við snertumst i litla bátnum, vakti hún mér óró. Sannast aö segja vakti þessi snerting öran hjartslátt hjá mér, og mér veitti erfitt að muna, að hún var dóttir góðs kunningja mins. Að hún var tiu árum yngri en ég og ég auk þess kvæntur maður. Hún var i gulum stuttbuxum og bol og ég þurfti ekki annað en lita á sól- brenndan likama hennar i þessum búningi til að sjá, að hún var enginn krakki lengur. Hún var kona — aölaöandi kona — og einhvernveginn varð mér órótt. Þetta leiddi hugann að Celiu og áhyggjunum, sem ég hlaut að valda henni. Ég ákvað að hringja til hennar þá um kvöldið og láta hana vita, hvar ég var niður- kominn. Ég gæti afskrifað þetta tiltæki mitt sem fridaga og farið aftur i bankann, ef þeir þá kærðu sig um mig, ef ekki, þá fá mér eitthvað annaö aö gera. Ég iðraðist enn ekki þessa uppátækis mins. Það hafði gefiö mér nýja mynd af lifinu, sem ég var næstum búinn að gleyma. Fram- vegis skyldi ég vera dálitiö ein- beittari við Celiu. Ég skyldi sniða fatakaupin hennar eftir tekjum minum. Við skyldum afþakka þessi boð, sem höfðu haldið okkur á ferð og flugi, og vera einstöku sinnum heima hjá okkur. Við skyldum lifa einfaldara lifi, sem var meir aö minu skapi. Og hvað bankann snerti, þá var ekkert vist, að ég færi þangaö aftur, jafnvel þó þeir vildu hafa mig áfram. Kannski fyndi ég ein- hverja vinnu, sem léti mér betur. Og þetta kvöld fannst mér sem spurningin um starf, sem léti mér betur, svaraði sér sjálf. Lúter fór aftur að ympra á þvi, að ég keypti veiðihúsið af honum. — Mér er full alvara, Dick. Ég skal selja þér kofann útborgunar- laust. Svo borgarðu mér smám- saman af ágóðanum. Helzt vildi ég vera hérna og taka til hendi og hjálpa þér dálitiö fyrir afnotin af litla kofanum. Hér hef ég átt heima i tuttugu ár. Ég vil helzt vera hér áfram, en ég vil ekki selja hverjum sem er. Þaö veröur að vera einhver, sem ég get komiö mér saman viö. En ég get ekki rekið þetta lengur sjálfur og það er ekki rétt að þræla henni Nancy svona út. Ég á nóg til aö lifa á það sem eftir er, hvort sem er. Þarfirnar eru ekki svo miklar. Hvaö segirðu um það, Dick? Staöurinn gefur af sér eina þúsund dali á mánuði. Þú getur V£l lifað á þvi, sonur sæll. Mér fannst rétt eins og forlögin hefðu beint mér hingað og það einmitt á réttri stundu. Þarna var aö mér réttur draumur á silfur- diski. Hér gæti okkur Celiu liöið vel, og betur en við gátum haft nokkra von um i Larkspur. Senni- lega mundi Celiu lc;ðast dálitið til að byrja meö, en ég þóttist viss um, að hún mundi venjast þvi með tið og tlma. Og hér væri góður staður til að ala upp börn. Mig hafði alltaf langað til að eignast börn, en einhverra hluta vegna höfðum við enn ekki eignazt nein. Ég bað um sima- samband við Celiu jafnskjótt sem Lúter hafði lokið máli sinu. Siminn minn I Larkspur svaraði ekki. Ég bað stööina að halda áfram aö reyna að ná sam- bandi og fór að skjóta gaflokum ásamt Nancy og nokkrum gestanna. Ég spurði um simasambandið nokkrum sinnum um kvöldið, en aldrei var svaraö og loksins afbað ég simtaliö og fór I rúmið. Næsta morgun ók ég til Pensacola, sem er þarna skammt frá, til þess aö fá hraöhreinsun á fötunum minum. Ég keypti mér nokkrar gallabuxur á leiðinni til Thdresa og hafði verið i þeim siðan. Meöan ég var aö biða eftir hreinsuninni gekk ég a blaða- palli og fékk mér blað. Ég var að geta mér til um, hvort nokkuð mundi vera minnzt á hvarf mitt. Ég leit á forsiðuna og þá var eins og ég hefði stungið mér niöur i is- kalt vatn. LöGREGLAN LEITAR ENN A Ð BANKAMANNINUM HORFNA: SAKNAÐ ER 50.000 DALA 1 LANDSBANKANUM. Lögreglan leitar nú um allt landið að Richard Mitchell fulltrúa i landsbankanum I Larkspur, sem hvarf undir dularfullum kirng- umstæðum siöastliðinn mánudag. Skömmu eftir hvarf hans upp- götvaðist sjóðþurrð en nemur 50.000 dölum. Mitchell sást siðast..... Og þannig áfram I sama dúr. Ég las þaö tvisvar áður en ég gat trúað þvi. Þið hafiö sjálfsagt séð kvik- myndir þar sem saklaus maður er grunaður um glæp og strýkur siöan, vegna þess að hann getur ekki sannað sakleysi sitt. Ég get aldrei trúaö svona sögum. Þegar ég las um sjóðþurröina i bankanum datt mér ekki nema eitt i hug — ég varð að flýta mér þangað aftur og fá þetta á hreint. Ég fór i búð þar sem var sima- skápur og hringdi I Celiu. Ég ákvað, aö ef ég næöi enn ekki i hana, skyldi ég hringja i bankann eða lögregluna i Larkspur og láta vita, að ég væri á leiðinni. En Celia svaraði i simann. Framhald af bls. 34. 14. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.