Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 18
Þetta er hljómsveitin Blackfoot Sue frá Birmingham. Hún er litiö þekkt hérlendis, en hefur unnið sér talsvert orö erlendis. Hljómsveitina skipa fjórir menn og þar af eru tviburar. Þeir eru nafngreindir á myndinni, sem hér fyigir. Þegar tviburarnir Dave og Tom Farmer voru þrettán ára gamlir og bjuggu þá, sem nú, i Birmingham, byrjuðu þeir á þvi aö spila um sumartimann, en voru i skóla á veturna. Þeir tóku meö sér tvo skólafélga sina, þá Alan Jones og Eddie Golga og stofnuöu hljómsveitina Blackfoot Sue. Það var áriö 1962. Árið 1964 hættu þeir svo i skóla, þvi skóla- 'stjórinn þeirra var ekkert alltof hrifinn af þvi aö hafa siðhæröa iubba i skólanum og skipaöi þeim að fara til rakara. Þeir voru hins vegar ekkert á þeim buxunum og hættu bara i skólanum. Fimmtán ára gamlir voru þeir farnir aö spila á klúbbum og voru lögin, sem vinsælust voru hjá þeim, fyrstu Bitlalögin og Rolling Stones lögin. Blackfoot Sue hóf ekki opinbera starfsemi fyrr en 1964 og verður þaö aö teljast stofnár hljómsveitarinnar. í átta ár reyndu þeir allt hvað þeir gátu, en allt kom fyrir ekki. Þeir urðu aldrei annaö en venjuleg klúbba- hljómsveit. En i janúarmánuöi 1972 slógu þeir loks i gegn. Lagiö varStandingin the Road og komst þaö ofarlega á vinsældarlista viöa I Evrópu. Þeir fóru þegar i stúdió og geröu L.P plötu. Þeir hafa ekki átt aöra plötu á vinsældalistanuir: siðan þá, en það er lengi von á einum. ' edvard sverrisson 3m músik með meiru (orfufimon Henni var gert tilboð, sem hún gat ekki neitað. Hún átti að fá að spila meö Cat Stevens á Troubadour i London. Þaö varö úr og siðan hefur vegurinn fram á viö verið gulli stráöur. Nýjasta iag Cariy Simon heitir You are so vain. Það hefur verið lengur á bandariska vinsælda- listanum en nokkuð annað lag fyrr og sfðar. Fyrsta lagið, sem Carly söng inn á litla plötu hét That é the way I always heard it t o b e . Sú plata kom út vorið 1971 og hlaut þegar miklar vinsældir. Það var um svipaö leyti, sem hún kom fram á Troubadour i London, með Cat Stevens. Og vinsældirnar hafa aukizt stööugt siöan. Carly hefur gefið út fjórar L.P. plötur, en engin þeirra þriggja fyrstu hefur notiö vinsælda á við þá siöustu, No Secrets. Er hún nú i efstu sætum sölulista viöa um heim. Carly, sem er bandarisk, gerir allar sinar upptökur i Englandi. Hún er ekki ein bandariska listamanna sem þaö kjósa, þeirra eru fjölmörg dæmi. Ekki hefur Carly alltaf samið textana sina sjálf. Sá sem hefur verið hennar maður i þeim efnum heitir Jacob Brackman. Þau hittust árið 1967 og hefur Carly kallað hann „vendipunkt” i lifi sinu. Hann Framhald á bls. 38. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.