Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 15
Stóri Fótur, höf&ingi af þjóðflokki Súa, eins og hann var á duggarabandsárunum ng sem liðið, gaddfreðið lik I snjónum eftir slátrunina við Wounded Knee. Joseph, höfðingi Indiánaættbálks þess er Gatnefir ( Nez perc é) eru nefndir og bjuggu á mörkum rikjanna Oregon og Idaho. Hann var cf til vill alsnjallasti herforinginn, sem fram kom meðai Indiána í Norður-Ameriku. i Þjóðieikhúsinu er hann leikinn af Árna Tryggvasyni. þeirra, og um siðustu aldamót munu þeir ekki hafa verið fleiri en tvö hundruð þúsund i öllum Bandarikjunum. í augum heimsins voru þeir ekki framar til, nema i Indiána- kvikmyndunum frá Hollywood, sem voru i ýktum hetjustil og þjóðsögnin frá Cooper um „göfuga” og ,,illa” villimanninn gengu ljósum logum. Þar kom að visu fram viss samúð með Indiánunum, en þess var jafn- framt vandlega gætt að sýna bandarisku riddaraliðana, sem gegn þeim börðust, sem hjarta- hreinar hetjur, sem hlutu að hafa heilagan rétt sin megin, þegar öllu var á botninn hvolft. Og næstum allar Indiána- myndirnar enduðu með ósigri Indiánanna. Andmælaalda sú, sem á siðasta áratug reis i Banda- rikjunum gegn rikjandi þjóð- félagskerfi og náði mestu fylgi hjá skólanemum, mennta- mönnum og blökkumönnum, náði einnig til þeirra, sem þar i landi höfðu verið taldir von- lausastir af öllum vonlausum, hinna upprunalegu eigenda landsins, Indiánanna. Þeir hafa undanfarið látið æ meira að sér kveða, og meðal þeirra, sem ákveðnast hafa tekið svari þeirra, má nefna leikkonuna Jane Fonda. Ein ástæðan til þess, að bandariskir Indiánar eru nú að risa upp á ný, er að þeir eru komnir yfir verstu hrakfarirnar frá siðustu öld. Þeim hefur fjölgað, eru nú um sex hundruð þúsund talsins i öllu landinu, sem sagt nógu stór minnihluti til að láta sitthvað að sér kveða, ef þeir leggja saman. En þótt hagur þeirra hafi eitt- hvað batnað frá þvi sem var þegar verst horfði, eru lifskjör þeirra engu að siður langt fyrir neðan bandariskt meðallag. öll viðurstyggðin kringum Vietnam hefur lika leitt til þess, að velþenkjandi fólk i Banda- rikjunum er nú farið að iðka gagnrýni á sjálfu sér, þjóð sinni og sögu. Og þá er ekki nema von að fyrir augum þess yrðu útrýmingarstriðin gegn Indiánunum. Leikritið Indiánar eftir Arthur Kopit er ávöxtur þeirrar sögrlegu sjálfsgagnrýni. Kvikmyndir eins og Little Big Custer hershöfðingi, sem féll með öllu liði sinu viö Little Bighorn fyrir stri&smönnum Súa og Siena undir forustu Sitjandi tudda og Tryllta hests. Man og Soldier Blue, sem báðar hafa verið sýndar hérlendis, eru það lika, en i þeim kveður heldur betur við annan tón en i Indiána- kvikmyndunum gömlu. 1 leikriti Framhald á bls. 36. 1 14. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.