Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 13
klúbbinn. Inntökugjaldiö var nú 500 dalir og félagsgjaldiö 30 dalir á mánuöi og mér fannst ég bein- linis ekki hafa efni á þvi. Þetta var vitanlega ekki mikiö miskliöarefni, en það var samt eins og droparnir, sem drjúpa og dr úpa i sifellu. Klukkan var fimm minútur yfir niu þegar ég gekk inn i bankann. Ailen stóð viö dyrnar og var aö tala við ungfrú Douglas, og þegar ég gekk framhjá þeim og bauð góöan daginn, leit hann á úrið sitt, hleypti brúnum og leit á mig. Ég var fimm minútum of seinn. Stundum var ég á daginn vanur aö fá vingjarnlegt tiltal af banka- stjóranum um stundvisi. Ekki þó beina aöfinnslu. Ég held mér heföi ekkert þótt þaö verra þó hann hefbi fundiö að við mig meö beinum orðum. Það sem hann sagöi viö mig var eitthvað á þessa leið: — Þú skilur, Dick, mér var rétt aö detta það i hug. Ég er nú búinn aö vera i bankánum i tuttugu og tvö ár, og ég held ekki, aö þaö hafi komið fyrir einn einasta morgun — taktu eftir þvi, ekki einn einasta — aö ég hafi ekki veriö kominn á slaginu niu. Stundvisi er undirstaöa heil- brigðra bankaviöskipta, já kall minn. Viö embættismennirnir veröum ab gefa þeim yngri gott fordæmi, skiluröu . . .. Ég þurfti ekki annab en svona tal til þess aö fá kllgju. Þegar ég haföi lokið viðtalinu viö frú Burris — sem snerist um þaö, að bankinn tæki aö sér stjórn á fjármálum hennar — sat ég i skrifstofunni minni meö lappirnar uppi á' boröinu og hlustaði á þetta dropatal gremju- efna, sem ég haföi orðiö fyrir. Allen kom inn til min og sá lappirnar uppi á borðinu, og ég fékk eina vingjarnlegu ræöuna i viöbót úm virðuleik banka- starfseminnar. Og þaö frá manni, sem haföi mestallan timann sem viö vorum saman i klúbbnum, veriö aö reyna að kikja undir flegnu blússuna á henni Celiu. Klukkan var eitthvaö um ellefu þegar ég ákvað aö gera þaö. Ég átti eitthvað 850 dali i hólfi i bankanum. Þetta var aukageta, sem ég haföi unnið mér inn viö skattaframtöl eftir vinnutima, og ég haföi safnað þessu smám- saman siöustu tvö árin. Þegar ég haföi staðráöið að fara, fór ég niöur • I kjallara og náöi I peningana úr hólfinu. Ég vildi nú ekki skilja Celiu eftir blásnauöa, og tók þessvegna ekkert út úr bankareikningnum okkar, en lét mér nægja þessa 850 dali. Ég sagði ekki neitt viö neinn þegar ég fór. Gekk bara út úr bankanum og upp I bilinn minn og ók af stað. Ég hefði ekki getað sagt neinum, hvert ég ætlaöi, þvi aö þaö natöi ég enga hugmynd um sjálfur. Ég stefndi suður á bóginn, ók bara áfram og hlustaði á út- varpið, og enn vissi ég ekki, hvert ferðinni var heitiö. Tvisvar eöa þrisvar datt mér i hug, að þetta væri nú bölvuð vitleysa hjá mér og ætlaði aö fara að snúa viö. Þá datt mér alltaf i hug eitthvert gremjuefni, eins og til dæmis þaö, aö Celia gat aldrei stillt sig um aö daöra vib hvaöa karlmann, sem hún hitti — jafnvel Jónatan Allen. Þetta var nú ekki annað en kven- leg þrá eftir aödáun og eftirtekt, og ég þóttist viss um, að henni væri engin alvara meb þvi, en það nægði samt til þess aö ég ók áfram. Ég ók um þab bil tvö hundruð mllur þennan fyrsta dag og gisti siöan Iferöamannahóteli. Ég fékk mér að boröa um kvöldið, náöi I eintak af tlmariti um skemmti- báta, fór svo upp I herbergib mitt og lét mig dreyma um fallegan skemmtibát, eins og mynd var af i tlmaritinu. Fiskveiðar höföu alltaf veriö uppáhálds tlm- stundaiöja mln, en ég haföi sjaldan fengiö tækifæri til sliks undanfariö. Næsta morgun svaf ég fram- eftir, en ók slöan um það bil þrjú hundruð milur og enn I suður og enn án áætlunar. Um kvöldiö var ég aö blaða I sama tlmaritinu i nýju ferðamannahóteli, og þá vissi ég allt I einu, hvert ég var aö fara. Áöur en viö Celia giftumst var ég I næstum hverju frli minu i veiðikofa viö Flóann i litlum bæ, . sem hét St. TheresaJ Þetta var almennilegur veiöimannakofi. Ekkert króm eða annað slikt skraut, en hreinlegt og með nægilegum þægindum og gest- irnir voru alvöru-veiöimenn. Þarna réö rikjum fyrrverandi sjómaður aö nafni Lúter Ericson og viö höföum verið orönir góöir kunningjar. Hvaö eftir annað, meban ég var þar, fór annaðhvort Lúter eöa Nancy dóttir hans meö Framhald af bls. 31 Smásaga eftir Edwin E. Brayer 14. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.