Vikan

Issue

Vikan - 02.08.1973, Page 12

Vikan - 02.08.1973, Page 12
Fallegt andlit hans varð allt að einu brosi, þegar hann sá okkur koma og þegar Lára settist í sandinn hjá honum og fór að hjálpa honum að bæta netið, laumaðist ég i burtu. Nú finnst mér ég vera orðin ég sjálf aftur eftir aö missa manninn minn í fyrrasumar. Ég ákvaö þá strax aö veröa ekki byröi á fjöl- skyldu minni og meö það i huga ákvaö ég aö fara i skemmtiferð til Portúgal. Eg hef alltaf áiitiö sjálfsmeöaumkun mannskemm- andi og vildi þess vegna ekki fara aö vorkenna sjálfri mér. „En þú getur ekki fariö ein, mamma,” sögöu giftir synir min- ir. „Komdu meö okkur. Krakk- arnir veröa yfir sig hrifnir.” Mig langaöi mest af öllu til þess aö þiggja boöiö. en ég vissi aö nú var aö duga eöa drepast svo ég pantaö i far til Portúgal. „Ég kynntist fólki,” sagði ég viö áhyggjufulla syni mina. „Þiö vitiö, aö ég á auövelt meö aö um- gangast fólk.’' Og það stóö ekki á þvi, að ég kynntist fólki . . . Ekkja á aldur viö mig, tók mig upp á arma sina á Gatwickflug- velli. Hún hét Edna Beresford og var lika á leið til Portúgal ásamt Láru dóttur sinni. Sjálfstraustið skein af Ednu. Hárgreiöslan fór vel og buxna- dressiö klæddi hana óaöfinnan- lega. Lára dóttir hennar var smá- vaxin og gat verið hvort sem var átján ára eöa þritug. Hún var einkar venjuleg, en andlitsdrætt- irnir báru þó eitthvaö meö sér, ef vel var aö gætt. Hún brosti i si- fellu og ég gat mér þess til aö hún gerði þaö til þess aö fela óviö- ráðanlega feimni. Samband þeirra mæögnanna virtist i hæsta máta skringilegt og þegar Lára brá sér frá, sneri móöir hennar sér aö mér. „Lára er svo feimin”, §agöi hún. „Hún fer aldrei neitt án min. hún viröist ekki kæra sig um aö eiga eigin vini. Hún samþykkir allt, sem ég legg til aö viö gerum. Stundum hvarflar aö mér, aö ég veröi aö annast hana alla ævi.” Hún virtist alls ekki óánægð meö þetta og andvarpaöi upp- geröarlega um leiö og hún hélt áfram: „Hún er búin að ljúka há- skólanámi, en svo kennir hún i barnaskóla .i fátækrahverfi. Krakkarnir eru hænd að henni og hún gerir allt fyrir þau. Allt frá þvi aö sriýta þeim og til þess aö gefa þeim afmælisgjafir.” Ég kunni þvi illa aö hlusta á hana tala meira um persónuleika og einkamál veslings Láru og fór þess vegna aö segja henni frá skyndilegu fráfalli mannsins mins. • Hún dáöist aö kjarki minum aö fara ein mins liðs til Portúgal og spuröi hvort ég ætti engin börn, sem ég' heföi getaö eytt sumar- leyfinu hjá. Nei. Edna Beresford var ekki sú manngerð, sem ég kaus aö eiga ab vinum, en þó var ég þakk- lát aö vita af henni nærri mér i ferbinni. Samt geröi ég mér grein fyrir þvi aö meö henni yrði ég langt frá þvi aö vera frjáls feröa minna. Hún talaði viö yfirþjóninn á hótelinu og viö fengum sama boröib i iburöarmiklum matsaln- um. Hún sá um aö útvega okkur þrjá stóla hjá sundlauginni og á þaki hótelsins og sneri þeim eftir sólinni, Hún var ákveðin i þvi aö veröa dökkbrún, þegar heim kæmi. Þegar hún var búin aö maka sig út I sólaroliu, var eins og hún segöi viö sólina: Þá er rööin kom- in aö þér. Ég þoli illa sól og setti Frh. á bls. 14 )

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.