Vikan

Útgáva

Vikan - 02.08.1973, Síða 15

Vikan - 02.08.1973, Síða 15
Hundar þjást lika af sálsýki I Bandarikjunum hefur enn ein sérfræðingastéttin innan læknastéttarinnar skotið upp kollinum. Dr. John Kernell i San Francisco leggur stund á hundasállækningar og hann þarf ekki að kvarta undan Verkefnaskorti. Á legubekknum i lækninga- stofu hans liggja ferfætlingar, og sperra eyrun á meðan sálir þeirra eru læknaðar. Dr. Kernell hefur þegar hjálpað fjöldamörgum hundum og eig- endum þeirra. Dag nokkurn kom til hans ung nýgift kona. Hún hafði átt hund áður en hún giftist og hann fluttist með henni á nýja heimilið. Sam- komulagið milli hundsins og eiginmannsins horfði til vand- ræða, en sem betur för réði Dr. Kernell bót á þvi. Hann sagði manninum, að þegar hann kæmi heim ætti hann fyrst að kyssa hundinn og frúna á éftir. Siðan þá hefur heimilisfriðurinn verið i bezta lagi. Dr. Kernell staðhæfir, að taugaveiklun verði stöðugt al- gengari og alvarlegri hjá hundum rétt eins og hjá mönn- um og þvi sé mál til komið, að eitthvað raunhæft sé gert til úrbóta. Hann hefur sótt um prófessorsembætti i hundasál- lækningum við Kaliforniuhá- skóla og kveðst gera sér góðar vonir um, að embættið verði stofnað og honum verði veitt staðan. CHAPLINSDÓTTIR í sumar er Geraldine Chaplin að leika önnu af Austurriki i nýrri kvikmynd um skytturnar. Geraldine er orðin 29 ára en litur varla út fyrir að vera meira en 16. Hún er gift á Spáni og maðurinn hennar heitir. Carlos Saura. Þau voru nýlega viðstödd frumsýningu á kvikmynd, sem þauunnuað isameiningu Geraldine sagðist kviða heil ósköp fyrir blaðamanna- fundinum á eftir, þvi að hún vissi aldrei hvað hún ætti að segja við slik tækifæri. Þau hjónin eiga eina ósk og hún er að þau geti farið saman út að borða án þess að eftir þeim verði tekið. Judyardóttir Þetta er mynd af henni Lizu Minelli siðan hún var litil. Hún er hugsandi á svipinn. Kannski hún sé að reikna út hvað sé langt þangað til hún fær Óskarsverðlaunin. SfeAN SfeAST

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.