Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 15
Atlasskór frá 15. öld. Rokokoskór frá 18. öld. Tréskór frá 15. old Inniskór hirftmeyjar frá árinu 1750. Arabiskur tréskór frá 12. öld. Þýzkur kúasmalaskór frá 15. öld. Tituprjónshælskór frá byrjun sjöunda tugs þessarar aldar. Þykksólaður háhælaður kvenskór ársins 1974. a tvö þúsund og konurnar, en undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á viðhorfi þeirra til hennar og tizkuhönnuðir eru fljótir að taka viö sér og hlúa að karlmannatizkunni. Skótizka nútimans, þykksóluðu skórnir, er ekki eins saklaus og hún litur út fyrir að vera. Þykkir sólar eru flestir stifir og óþjálir og hamla þess vegna þvi nær öllum eðlilegum hreyfingum fótanna. Hæll, sem er meira en fimm sentimetrum hærri en táin, leggur allt of mikinn þunga á tábergið. Þaö getur valdið vöövasamdrætti i kálfunum. Gerviefni eru oft notuð i skóna og þau hleypa engu lofti að fætinum og valda þvi óhjá- kvæmilega fótraka. Þetta er þeim mun verra, sem fóturinn er gæddur hvað mestu þolgæöi allra likamshluta og kvartar ekki með sársauka fyrr en i fulla hnefana. Það er engin ný bóla, að menn misþyrmi fótum sinum. Forn-griskar konur gengu á stórháskalegum treskóm, sem þar að auki kostuðu þær oft þeirra siðasta skilding, vegna þess hve dýrir þeir voru. A miööldum kom ranaskótizkan algerlega i veg fyrir, að loft kæmist að fótunum. Á eftir ranaskónum komust tréskór aftur i tizku. Mesta fótamisþyrming þessarar aldar eru tvimælalaust skórnir með tituprjónshælunum, sem einhver hugvitssamur tizkuhönnuður fann upp á að framleiða á sjöunda tug aldarinnar. Enn þann dag i dag eru konur að leita sér læknishjálpar vegna meina, sem rætur sinar eiga að rekja til þessa skófatnaðar. Hvað er þá til ráða? Getum viö ekki gert neitt til þess að verjast árásum tizkunnar, sem viö viljum ógjarnan láta svipta okkur? Vissu- lega eru ýmis ráð tiltæk. Til dæmis er rétt að velja sér svo rúma skó. að nægilega rúmt sé um tærnar til að við getum hreyft þær að vild. Hællinn á i hæsta lagi að vera fimm sentimetrum hærri en táin: sólinn á að vera sveigjanlegur og mjúkur, svo aö hann lati að þörfum og kröfum fótarins. Svo er ráðlegt að skipta um skó eins oft á dag og framast er unnt til þess aö dreifa álaginu á fæturna. Svo á að ganga berfættur hvenær sem tækifæri gefst. Ef viö notfærum okkur allt þetta, getum við kannski komiö i veg fyrir, að fætur okkar verði illa úti vegna tizkunnar, sem svo auðvelt á með að leggja okkur að velli. Um leið verndum við tizkuna, þvi aö erlendis hafa komið fram tillögur, sem miða að lagasetningum, sem banni skóframleiðendum að búa til óæskilegan skófatnað. Og við viljum ekki láta hefta tizkuna með slikum lagasetningum. Eöa hvað? ara 5. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.