Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 34
Sigurlaug segir aö sér hafi leiöst svolitiö, aðallega fyrst. Hún saknaöi vinanna. En eftir þvi sem á leið og hún eignaðist vini fór að veröa skemmtilegra, og hún trúir okkur fyrir þvi aö krakkarnir þar hafi að mörgu leyti verið skemmtilegri en hér — þeir hafi rifizt minna. Og þegar að þvi kom að hún átti að fara til fslands var hún'mjög á þvi að skreppa heim, en vildi helzt fara aftur til San José. Eina viku í fyrrasumar dvöld- ust Sigurlaug og Dagur i sumar- búðum hátt uppi i fjöllum ásamt skólafélögum sinum. Vala systir þeirra fór með, en hún var eins konar umsjónarkona i hópnum. Var farið i gönguferðir og fjöll klifin og átti það vel við Sigur- laugu og Dag, þvi þau hafa frá unga aldri farið mikið á fjöll með föður sinum og skoðað blóm og steina. Dagur segir okkur að yfirleitt hafi honum fundizt þetta allt „ágætt” og skólinn „allt i lagi”. Hann var svo heppinn, að góður vinskapur tókst með honum og spænskukennara hans, og til að Dagurkæmist reglulega vel niður I spænskunni, kom kennarinn honum um mánaðartima til vina sinna i litlu fjallaþorpi. Þar var hann i skóla með þorpsbörnunum fyrstu vikuna, en eftir það átti hann fri, lék sér og fór, um ná- grennið á reiðhjóli. 1 þorpinu var stundaður landbúnaður og einnig var þar læknamiðstöð og kom þangað mikið af fólki úr nærliggj- andi sveitum. Dagur komst þarna meðal annars i skirnarveizlu og þótti honum saga til næsta bæjar að kalkún, sem borða átti I veizl- unni, var fylltur (af áfengi), áður en honum var slátrað. Fyrir Jón Kára hafa umskipt- in liklega verið meiri en fyrir yngri systkini hans, þvi skolarnir voru svo gerólikir islenzkum gagnfræðaskólum. Hann segir að sér hafi leiðst til að byrja með, en eftir þvi sem timinn leið kunni hann æ betur við sig og nú myndi hann ekki hugsa sig tvisvar um, ef honum byðist að fara til San José til dvalar. Hann myndi fara strax á morgun. — í San José kom hann sér upp mótorhjóli og fór á þvi um allt, mömmu sinni til tak- markaðrar ánægju. Ekki má gleyma að minnast á hundinn Vask, sem börnin fengu sem Htinn hvolp i Managua, en var orðinn stærðar hundur er árið var liðiö. Hann var þeim til ómet- anlegrar ánægju og fór með fjöl- skyldunni i ferðalög. 1 marz, eftir að fjölskyldan halöi komið sér fyrir i San José, voru aðstæður i Nicaragua loks orönar þannig að Jón gat byrjað á útivinnu sinni og gekk hann þar fram og aftur um fjalllendi ásamt fylgdarliði sinu, gerði hvers kyns mælingar og athuganir og merkti inn á kort. Var þetta heldur erfið- ara verk en hann hafði búizt við þvi hús, sem vaf i bjggmgu við rætur Momotombofjallsins og átti að verða aðsetur þeirra, sem við jarðhitarannsóknirnar unnu, var ekki tilbúið og uröu þeir þvi að hafa aðalaðsetur i Managua, sem er 80 km i burtu. 30 VIKAN 5. TBL. Við spyrjum Jón hvort jarð- skjálftarnir hafi ekki haft einhver áhrif á fyrri virkjunaráætlanir? — Upphaflega áætlunin var að gera almennar jarðfræðiathug- anir á þvi svæði sem valið yrði og bora þar sjö eitt þúsund metra djúpar rannsóknarholur. En eftir jaröskjálftana voru allar fram- kvæmdir i landinu i mikilli óvissu og var þessi áætlun þá skorin nið- ur og allar boranirnar felldar úr . Þrátt fyrir það lukum við vinnu okkar að mestu en fannst heldur slæmt til þess að hugsa að allt þetta hefði ef til vill verið unnið fyrir gýg. En nú hefur orku- vandamálið I heiminum breytt viðhorfinu og hefur verið ákveðið aö láta upphaflegu áætlunina standa og bora holurnar. Erum viösem að þessu unnum fegnir að framhald skuli verða á þessu máli. Þegar Jón hafði lokið jarðhita- leit sinni i Nicaragua var ekki eft- ir neinu að biða með að halda heim i frostið á Fróni, þar sem deildarstjórastarfiö á jarðhita- deild Orkustofnunar beið. Fjöl- skyldan freistaðist þó til þess að ylja sér i vikutima á baðströnd við Kyrrahafið, áður en hún hélt til Managua, til að eyða þar jólum með Sveini Einarssyni verkfræö- ingi og fjölskyldu hans, sem á ný hafa setzt að á sinu fyrra heimili i Managua. — Það var undarlegt að koma til Managua. réttu ári eftir að viö höfðum flúið borgina, þá rjúkandi rúst, segir Guðrún. Nú voru borg- arhverfin, sem stóðu nokkurn veginn heilleg og ný hverfi, sem verið er að byggja, lýst með fall- egum jólaljósum og allir voru i jólaskapi. A aðfangadag ókum við niður i miðborgina — sem var — og minningarnar frá aðfanga- degi 1972 komu upp i huga mér. Miðborgin var dimm og þar hafði litið breytzt annað en nú heyrðust ekki ópin i þjáðu og deyjandi fólk- inu. Nú var allt hljótt og i þessum húsarústum mun liklega verða þögn um aldur og ævi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.