Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 20
Þaö varö þrúgandi þögn, þegar Charles var farinn. En eftir tiu minútur heyrði ég einhvern koma hlaupandi eftir ganginum. Ein- hver baröi harkalega aö dyrum. Þegar ég opnaöi, sá ég, aö þaö var Jackson, náfölur og miöur sin. — Hvaö er aö, Jackson? — Þaö er frú Trendennis, frú. Hún er mjog mikiö veik. Herra Charles baö mig aö segja yöur þaö. Þau eru I bókaherberginu. Ég hljóp fram hjá honum, eftir öllum ganginum og niður stigann. Þegar ég kom niöur i anddyriö, kom Charles út úr bókaherberg- inu. Ég sá aö honum var brugöiö. — Hvaö hefur komiö fyrir? Hvernig liður móður þinni? Hann greip utan um handlegginn á mér og leiddi mig frá dyrunum, áður en hann svaraöi. Frú Tredennis haföi fengið ákaft kvalakast. Hann haföi hringt i Gilbert Iækni, sem var á leiöinni. Fru Bennel, hjúkrunarkona Victors gamla Trendennis, var hjá henni. Mér datt I hug kastiö, sem hún haföi fengiö, þegar við vorum aö tala saman. Þaö var ekki iengur ástæöa til aö þegja yfir þvi. Char- les híustaöi á mig, alvarlegur i bragöi. — Ég hefi aö vísu séö, aö hún er ekki heilsuhraust, en hún hefur ekki viljaö tala um þaö, sagði hann. — Ég haföi ekki hugmynd um, aö þetta væri svona alvar- legt. Hann sagöi ekkert um þaö, sem þeim haföi fariö á milli, áöur en hún fékk kvalirnar, enda var þaö ekki nauösynlegt. Ef hún væri nú raunverulega svo mikiö veik, sem hún vildi láta....Ég skammaöist min fyrir aö hugsa svona, en ég gat ekki annaö. Þaö gat vel veriö, aö hún notaöi sjúkdóm sinn sem vopn gegn mér hún myndi ekki hika viö þaö. - Nei! Ég hlýt aö hafa sagt þetta upp- hátt, þvl aö Charles horföi spyrj- andi á mig. En rétt i þvi kom Jackson til okkar, sorgbitinn á svip. Grunur minn hvarf. Þaö var ekkert vafa mál, aö gamli þjónninn haföi alvarlegar á- hyggjur. Hann myndi aldrei láta blekkjast. — Leyföu mér aö fara inn til hennar, herra Charles, — þaö get- ur veriö aö ég geti eitthvaö gert fyrir hana. Charles hristi höfuöið. — Þaö er bezt aö leyfa henni aö vera I friöi, hún þarf algera ró. Jackson fór og ég sá, hve hann Tengdamóðir mln vissi, hve heitt ég elskaði son hennar. Þess vegna hvikaði hún ekki frá þvi að reyna að fá mig til að fórna öllu fyrir ást mina. En er hægt að krefjast þess af nokkurri konu, að hún geti ii á ser, það sem henni er meira virði en lifið sjálft.? var oröinn lotinn. Mér datt i hug, aö það væri ekki rétt, aö leyfa honum ekki aö fara inn til hennar, hann myndi ekki raska ró hennar. Charles var á sama máli og ég hljóp á eftir Jackson. Ég sá, hve þakklátur hann var, það var eins og hann ljómaði upp. í næstu andrá var hann horfinn inn um dyrnar á bókaherberginu. Þung hurðin féll að stöfum að baki hon- um. — Þaö er liklega bezt, að ég fari þangað lika, sagði Charles,— Gilbert læknir getur komið á hverri stundu. Vilt þú ekki biöa hér? — A ég ekki að koma með þér? Henni finnst kannski skrýtiö, ef ég læt ekki sjá mig.... — Nei, ekki núna. — En.... — Nei Madeleine. Mér varö iskait. Hann var greinilega ekki i neinum vafa um ástæöuna fyrir þessu áfalli móöur sinnar. Ég stoð þarna, hjálpar- vana og einmana og horföi á eftir honum inn I herbergið. Nokkrum minútum siðar kom Gilbert læknir. Ég vissi ekki, hvaö ég átti að gera, af mér, svo ég fór upp til min. Það var grafarþögn i stóra hús- inu. Svo heyrði ég hljóölátar raddir i stiganum og mér var ljóst, aö verið var að bera sjúku konuna inn i herbergiö sitt. Svo var aftur þögn, liklega i klukku- tima, en þá kom Charles. Hann virtist mjög þreyttur. — Hvernig liöur henni? Hann hristi höfuðið, vonleysis- legur á svipinn. — Hún er fárveik... — Fárveik? hvlslaöi ég. — Já, hún er með krabbamein i lifrinni. Þaö er engin von um bata og hún veit þaö sjálf. Hún haföi fariö til margra sérfræöinga, áöur en viö komum heim, og þeim bar öllum saman. — En hvers vegna he|ur hún þá ekki sagt okkur frá þvi? — Hún vildi ekki valda okkur áhyggjum. Hún var leið yfir þvi, að ég skyldi komast að þessu. En hve henni hlýtur að hafa liöiö iila allan þennan tima! Dauöadæmd og einmana. Ég fann allt I einu til innilegrar samúöar meö henni. — Að lokum býst hún við að veröa rúmliggjandi, hélt Charles áfram. — Gilbert læknir ráölagöi . mér aö reyna aö láta ekki breyta neinu af daglegum venjum henn- ar, leyfa henni aösinnaþeim störf- um, sem hún er vön eins lengi og hægt er. — Hve lengi...? Bg lauk ekki við spurninguna. — Sjö — átta mánuöi. Læknir- inn heldur, að hún lifi aldrei eitt ár i viöbót. Ég vafði örmum um háls hans, ég fann innilega til með honum. Mér fannst hana hafa H/t Allt_ haföi skeö svo skjótlega og hann haföi ekki verið undir þetta búinn. Tfnnn bné niður i hægindastól, og ég settist viö fætur hans. — Charles, sagöi ég, — þú hefur ekki sagt mér hvaö það var, sem kom af staö þessu kasti. Var það eitthvaö sem þú sagðir henni um mig? Hann yppti öxlum. — Ég býst viö þvi, sagöi hann. — Þú veizt, hve ákaft hún hefur þráö aö eignast barnabarn. — Já, hugsaöi ég, ég vissi það sannarlega. Og nú fór ég ekki i grafgötur lengur. Hann reyndi að brosa og strauk bliölega hár mitt. — Þetta hefur verið hálfgeröur óhamingjudagur, ástin min, sagöi hann bliölega Hann fór aö ræöa framtiöar- áætlanir sinar, ems og til aö dreifa huganum. Næsta dag þurfti hann að fara til Exeter i viöskiptaerindum og hann var búinn að ákveða fleiri slikar ferð- ir. — Verður þú i burtu allan dag- inn? — Liklega. En hvers vegna spyröu. — En Charles......ef hún fer á fætur og ég verð ein heima, hvaö getur þá skeð? — Skeð? Hvaö áttu við? Ég sneri mér undan, kafrjóð. Ég reyndi að segja honum frá ótta minum — segja honum, ab ég væri hrædd um að segja eitthvað, sem gæti komið henni úr jafn- vægi. Þetta var allt orðið miklu erfiöara nú. Hann skildi ekki, hvað ég var að fara og það varð djúp þögn. Svo sagði hann: — Þú ert þó ekki hrædd við móður mina? — Ég veit ekki, en... — I hamingjunnar bænum, Madeleine! Þaö var eins og eitthvað hefði sprungið i honum. Hann þaut á fætur, svo hratt, aö hann var næstun húinnað fella mig i gólfið. — Hvaða brjálæði er þetta? hrópaði hann upp yfir sig. — Það er ekkert óeðlilegt við það, aö hún hefur orðiö vonsvikin. Það liggur i augum uppi. En hvaö getur hún gert þér? Svona gömul og hel- sjúk, eins og hún er. Hann tók mig i faöm sér og reisti mig upp. — En hvaö sem þú gerir, ástin min, þá skaltu reyna að vera ró- leg og láta þér ekki vaxa þetta i augum, sagöi hann biðjandi. — Þaö er nógu slæmt eins og það er. Ég staröi niður á tærnar á mér, ég gat ekkert sagt. Næsta morgun afsakaði ég mig meö höfuöverk, svo ég þyrfti ekki aö fara niður til morgunverðar. Eins og ég bjóst við, var frú Trendennis komin á fætur aftur. Ég fór ekki út úr herberginu minu, fyrr en Charles lagði af staö. Þaö var þungbúið þennan dag og svalt i lofti. Vindurinn stóö af hafi og bar með sér lykt af salti og þangi. Það var komið fram i mai, en vorhlýindin létu standa á sér. Charles hallaði sér út um bil- gluggann og kyssti mig að skiln- aöi. — Vertu nú hress, elskan, sagöi hann. — Ég kem heim svo fljótt sem mér er unnt. — Þaö verður allt i lagi meö mig. Ég ók mér. eins og þaö væri Framhald á bls. 41 16 VIKAN 5. TBL'. jpp !1 i 1 mm Plt söSSji#, ■ V* ■ i V . . ' íjgf §§ r- 1 ■ f1 i 1 | : j j| 1 | m 1 Éi ( -i'- i 1 A Ví-w % ■: *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.