Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 40

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 40
Eftir Phyllis A. Whitney Hrævareldur 6. hluti — Ég var svo hrædd um, að þú kæmir ekki aftur frá skiðaskálanum. Ég vildi ekki, að þú yrðir úti í snjónum, það er alveg satt, en ég þarfnaðist þin svo mikið.... Og ég fann litla, kalda likamann hjúfra sig upp að mér.. Þegar éf’ Þegar ég kom inn i herbergiö mitt, flýtti ég mér að fara úr slopp Julians. Hann ilmaði af greninálum, viðareldi, og góðu rakvatni. Svo fór ég i minn eigin slopp og flýtti mér að skila sloppnum. Ég hengdi hann á snerilinn á hurðinni að herbergi Julians. Ég var nú orðinn hress, og ég mundi eftir handritinu, sem Clay hafði lánað mér, svo ég hugsaði, að það væri bezt að fara niður og taka það, áður en það glataðist. Ég fann umslagið i úlpuvasa minum og vonaði, að ég kæmist upp aftur, áður en einhver yrði var við mig. En svo heyrði ég rödd Shan og varð alveg stjörf. — Hún verður að fara héðan, Julian. Ég vil alls ekki, að hún búi hér. Þú getur sjálfur séð, að hún er lygari og það er ekki hollt fyrir Adriu. Hún æsir barnið upp. Ég gat varla komið Adriu i ró i kvöld, vegna þess að hún var með áhyggjur af þvi, að Linda kæmist ekki hingað, vegna óveðursins. Julian talaði rólega. — Það getur bara verið til góðs fyrir Adriu, að hafa eitthvað nýtt til að hugsa um, eitthvað annað en hana sjálfa. Ef hún laðast að Lindu, þá er það nú eitt skref i áttina til að losna við fortiðina. — Það verða aldrei nein spor i áttina til þess, Julian. Fortiðin er hérna, allt i kringum okkur. Greystones losnar aldrei við for- tiðina. Þeir sem deyja skyndilega fá ekki hvild. — Hættu þessu, Shan! Julian bókstaflega hrópaði þetta upp yfir sig, og ég heyrði angistina i rödd hans engu siður en reiðina. Hann hefur liklega tekið skref i áttina til systur sinnar, þvi að hún kom hlaupandi út úr stofunni og þaut upp stigann. Ég stóð graf- kyrr um stund, en svo læddist ég varlega fram hjá dyrunum að bókaherberginu og leit inn. Julian sat við skrifborðið, fól andlitið i höndum sér og hreyfði sig ekki. Allt bar vott um örvæntingu og uppgjöf. Þetta var þá Julian McCabe, sem óttaðist ekkert. Julian McCabe, sem var ókrýndur konungur fjallahlið- anna. Mig langaði helzt til að fara til hans, krjúpa við hlið hans og láta vel að honum, vefja hann örmum og hjálpa honum i þessari hræðilegu örvæntingu, hver sem hún var. En ég hreyfði mig ekki. Þessi augnabliks hvöt var auðvitað sviksemi við það, sem mér bar að gera. Ég lagði þvi á flótta, hljóp hljóðlega upp stigann, þar sem vindurinn hvein i hverjum krók og ég var fegin, þegar ég var komin inn i herbergið mitt. Ég flýtti mér að hátta, slökkti á kertinu og hreiðraði um mig undir kaldri ábreiðunni. Ég skalf, þangað til rúmið var farið að hlýna af likamshita minum. Ég sofnaöi, fyrr en ég hafði búizt við. Barátta min við náttúruöflin hafði tekið svo mikið á krafta mina, að það útilokaði frekari hugleiðingar. Ég vakanði við það, að mér fannst einhver vera i herberginu. Dyrnar, sem ég hafði þó lokað, áður en ég fór i rúmið, voru nú opnar. Mér var ekki ljóst, hvernig ég gat greint á milli myrkursins I herberginu og myrkursins á ganginum fyrir utan. En ég fann samt, að dyrnar voru opnar og einhver stóð og horfði á mig. Mér datt Emory i hug. Gat það veriö, að hann hefði læðzt að húsinu aftur og væri nú kominn til að framkvæma áætlun sina. Eða var það Shan, sem ætlaði að koma mér burt upp á eigin eindæmi. Hjartað barðist ótt i brjósti mér, og munnurinn varð skrælþurr, en einhvern veginn tókst mér samt að stynja upp: — Hver er þar? Þá varð skyndileg hreyfing. Ég heyrði einhvern þjóta gegnum herbergið, að rúminu. — Ó. Linda! Adria talaði i lágum rómi. — Ó, hve ég er glöð yfir þvi, að þú ert vakandi. Má ég koma upp i til þin? Mér er svo kalt og ég er svo hrædd! Ég lyfti ábreiðunni upp og fann, mér til mikillar gleði, að þessi litla, kalda vera, hjúfraði sig upp að mér. — Þú mátt sofa hérna hjá mér, það sem eftir er af nóttinni, ef þú vilt. — Ég var svo hrædd um, að þú kæmist ekki frá skiðaskálanum. Ég vildi auðvitað ekki, að þú yrðir úti i snjónum, það segi ég alveg satt, — ég þarfnaðist þin svo mikið. — Ég er hérna húna, sagði ég hughreystandi. — Hvað varstu svona hfædd viö, elskan? — Drauminn. Ó, en hann kom ekki. Ef hann heföi gert það, þá hefði ég æpt og vakið alla i húsinu. Ég vil aldrei gera það. Það...það bara skeður. En stundum get ég fundið það fyrir- fram og þá gét ég kannski stöðvað drauminn. Það er eins og að ganga eftir löngum gangi. Allt er svo bjart til að byrja með, gluggar á báðar hliðar, en svo hverfa gluggarnir og það er eins og að ganga gegnum jarðgöng. Ég veit, að þar er allt i svarta- myrkri og einhver hryllingur biður min i myrkrinu, og ég sé ekki fyrir endann á þvi. En þegar ég kem þangað byrjar draum- urinn. Ó, hve vel ég þekkti þessa drauma. Ég þrýsti henni fast að mér og hugsaði. Hún hefir ekki talað við Shan, hún beið eftir mér. — Ég gat ekki farið til Shan, hvislaði hún, eins og hún hefði lesið hugsanir minar. — Hún gerir svo mikið veður út af öllu, jafnvel þótt ég skriði upp i til hennar. Hún myndi bara segja mér að vera ekki að tala um þessa vitleysu. Hún segir, að ég eigi að gleyma þessu. — En faðir þinn? spurði ég. — Hvað segir hann? — Hann verður bara áhyggju- fullur og æstur. Ég held hann sé stundum bókstaflega hræddur við mig, hann gerir ekkert annaö en að kalla á Shan og biðja hana að sinna mér. Hann var ekki svona áður. Aöur hefði hann aðeins tekið mig i faðm sér og allt varð gott. En hann er hættur að elska mig. Hann, hann er... hræddur við mig. Ég þrýsti fingri á varir hennar. — Nei, nei, þetta máttu aldrei segja, þú mátt ekki einu sinni hugsa þetta. Þú matt segja svona hluti við mig, ef þér finnst það betra og það léttir á þér. En þetta er ekki satt, og þú verður að trúa þvi. Þú getur lika sagt mér frá draumnum, ef þú vilt. Hún lá grafkyrr stundarkorn, andaði ótt og titt. Svo tók hún til máls, lágt og óskýrt, stundum svo lágt, að ég heyrði ekki til hennar. — Við endann á göngunum er herbergi mömmu... með svöl- unum fyrir utan. Hún situr i gætt- inni i hjólastólnum, tilbúin til að ýta sér sjálf niður hallann, niður á jörðina. Ég er þarna hjá henni. Hún er reið, afskaplega reið og ég veit ekki hvers vegna. Þegar ég kem inn til að spyrja um eitt- hvað þá er hún lika reið við mig. Hun segir mer að skipta mer ekki af sér, ég eigi ekki alltaf að koma vælandi til hennar og ég veit, að hún vill bara losna við mig. Lágværa röddin þagnaði alveg um stund, en ég lagði fyrir hana spurningu, varlega þó, til að trufla ekki hugsanagang hennar. — Hvað var það, sem þú spurðir hana um þennan dag, þegar hún varð svona reið? — Ég man það ekki einu sinni. Hún var reið, þegar ég kom. Það var ekkert markvert. En hún var svo afskaplega reið og hún var alls ekki sanngjörn, svo ég varð lika reið. Ég.... ég studdi höndunum á stólbakið... Ég beið og hún hélt áfram. — Ég sagði: Ef ég vildi gæti ég ýtt stólnum þinum fram af og nfður i gilið. Þá sagði hún: Já, gerðu það bara, já hrintu mér fram af. Svo sagði hún, að það þýddi ekki neitt, vegna þess að hemlarnir væru svo góðir á stólnum. „Farðu”, sagði hún, „láttu mig vera. Ég hefi aldrei þolaö börn”. Nú varð aftur þögn og ég vafði hana betur að mér. — Hún hefur liklega verið eitthvað þreytt og hefur alls ekki ætlaö að segja þetta. — Ég veit það. Siðan hefði ég ekki tekið svo mikið mark á þessu, vegna þess að hún elskaði mig, — stundum. En þá var ég svo reið. Ég ýtti á stólinn, eins fast og ég gat — og svo hljóp ég út úr herberginu. — En hemlarnir voru þá á, sagði ég. — Ef þeir hafa verið það, þá hefði stóllinn ekki runnið, ekki lent á gilbarminum? Ég lét við það sitja — Hvað skeði svo? Hvert fórst þú? Fórstu beint upp stigann og hittir Shan þar, þegar hún var að koma niöur? — Nei, nei, þaðheld ég ekki. En ég er ekki viss. Þetta er allt svo hræðilega ruglingslegt. Ég held, að ég hafi stanzað i dagstofunni, ég man eftir þvi, að ég stóð við gluggann og horfði á brunatrén. — Og þú heyrðir hljóöin I móður þinni? Adria hikaði, eins og hún væri að reyna að muna þetta i réttri röð og þaö var undrunarhljómur i rödd hennar, þegar hún svaraöi. — Nei, það held ég ekki. Ekki þá strax. Ég sá eitthvað á hreyfingu Framhald á bls. 42 36 VIKAN 5.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.