Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 17
greinilega i ljós i hinu mis- heppnaöa uppþotilý&veldissinna i Oporto, og viö annaö tækifaeri haföi Carlos oröiö fyrir grjótkasti af hendi manns, sem seinna var lokaöur inni sem brjálaöur. (Til- raun var gerö til aö sprengja upp hús eins læknisins, sem haföi úr- skuröaöhann brjálaöan). Hótanir um „beinar aðgerðir” höföu borizt frá útlægum lýöveldissinn- um, enda þótt lýðveldissinnarnir heima fyrir svöruðu þessu meö þvi aö lýsa yfir, aö Portúgal hefði ekki afnumiö dauðarefsingu til þess að koma henni á aftur og beita henni viö konunginn. óvin- sældirnar náöu einnig til Amélie drottningar — sumpart vegna fylgis hennar viö klerkaveldið. Henni bárust nafnlaus hótana- bréf, sem hana grunaði, að væri frá óánægöu fólki við hirö hennar. „Hvaö þetta lif getur veriö and- styggilegt” skrifaði hún vinkonu sinni. „Hvflík fúlmennska um- kringir mann á allar hliöar! Jafn- vel fólkiö, sem smjaðrar fyrir manni, augliti til auglits, niöir mann og reynir að vinna manni tjón. Franco hefur sjálfsagt á réttu að standa, en aöferöir hans eru bara svo klaufalegar.” Sjálfur konungurinn virtist ekki hafa hugmynd um hina alvarlegu stefnu, sem málin voru aö taka. Þaö var almennt talið, aö hann undirritaði kúgunartilskipanir Francos án þess að lesa þær. Og hann hélt áfram að vera einn sins liös og óvarinn á göngu um stræti Lissabonborgar. — þar sem allir þekktu gilt vaxtarlag hans, and- litiö meö undirhökurnar og her- mannlega, vaxborna, uppsnúna yfirskeggið, — og án þess aö vita af fjandsamlegum augnagotum þeirra sem framhjá fóru og voru hættir aö heilsa með innileik og viröingu. Þvi að einu sinni haföi hinn mannblendni og vingjarnlegi Carlos konungur verið afar vin- sæll hjá múgnum —Enginn getur staöizt kónginn, hafði einn Lissa- bonbúi sagt um hann, ef sá hinn sami hefur fyrir einhverja til- viljun komizt i persónulega snertingu við hann. Hver fordóm- ur, stafandi af bakmælgi, sem enginn veit hvaöan er sprottin, hverfur frá þeirri stundu er hann ávarpar mann. Franco, sem var snotur og ung- legur, en smávaxinn og litt glæsi- legur, haföi hins vegar aldrei verið vinsæll. Og nú snerist hann ólikt hinum kærulausa konungi viö óvildinni, sem rikti meö þjóö- inni. Honum haliBieinnig veriö hótaö ofbeldi og hann tók þessar hótanir alvarlega. Hann var sagöur breyta um næturstaö dag- lega til þess að foröast væntan- lega moröingja. Nú, i ársbyrjun 1908 var hann oröinn næstum ein- setumaöur — sat lengst af viö skrifboröiö sitt og forðaöist vand- lega allar móttökur og framkomu á almannafæri. Samt kom hann i mikla veizlu hinn 27. janúar i höll- inni Campo Santa Clara, sem var Lissabonbústaður Paulucci di Calboli greifa. Þegar hann kom þangað — og svo seint, aö hætt var aö búast við honum — tók Jean Finot, franskur rithöfundur, sem þarna var, eftir þvi, ab hann var rétt eins og meö hitasott og virtist úrvinda af þreytu. Um kvöldiö átti Finot langt viö- tal viö Franco um ástandiö i Portúgal. Einræöisherrann sagöi: — Landiö okkar hefur liðiö og líöur enn undir spillingu stjórnarfarsins. Ég þarf aö end- urbæta rikisvélina og fá ný lög samþykkt — og eftir nokkur ár, þegar þjóöin sér, hvað mér hefur oröið ágengt afsakar hún ofbeld- isverk min og stjórnarskrárbrot. Um hina viðtæku andstööu sagöi hann: Ég skal játa, aö til eru nokkur hundruö eða kannski þúsund öskurapa i landinu. En með dugnaði má sigrast á ó- ánægju þeirra. Það þarf að mis- þyrma jörðinni, áöur en hægt er aö sá i hana.... Það er nauðsyn- legt aö hrista dálitið upp I Portú- gal og þaö getur yngt upp aftur þennan Ukama, sem er orðinn gamall um aldur fram. Finot var hrifinn af þessari hreinskilni Francos, en eindregið andvlgur aðferöum hans. Hann spuröi: — Haldið þér ekki, aö þessar aðgerðir yöar séu úreltar, og a& þjóö, sem er or&in vön frelsi, vilji halda i þaö, hvað sem tautar, jafnvel þótt henni sésagt, aö hitt sé henni fyrir beztu? Þaö eru til þeir timar, aö rifflar hleypi af sér sjálfir og sprengjur séu framleiddar, jafnvel I skólunum. — Morötilraunir sanna ekkert, svaraði Franco. Segjum, að ég yröi myrtur. Hvaða sönnun væri það gegn hugmyndum minum? Paulucci greifi, sendiherrar Frakklands og Bandarikjanna, komu nú inn i viðræðurnar, ásamt fleirum, og Franco talaöi um þá von sina að fá þingmeirihluta i kosningunum i april, og aö þá gæti hann komið fram ýmsum á- riðandi endurbótum. — En kæri forsætisráöherra, sagði Finot, — fáiö þér meirihluta fyrir hækkun- inni á lifeyri konungsins? Við þetta fyrtist Franco og svaraði snöggt: — Hvernig getur nokkur ma&ur álasað mér fyrir svo sanngjarna og nauösynlega ráöstöfun? Var það ekki hneyksli aö sjá konunginn komast i skuldabasl og þurfa að semja við alla stjórnarflokkana? Þaö er skammarlegt fyrir þjóö meö nokkra sjálfsvirðingu aö horfa upp á konung sinn neyðast til aö loka augunum fyrir hvers kyns misferli, til þess eins að hafa nóg a& lifa af! Næsta dag talaði Finot viö nokkra stjórnmálaandstæðinga Francos, og allir voru á einu máli um, aö persóna einræðisherrans væri ofar allri gagnrýni, og þó aö hann aftraöi öðrum frá þvi aö ræna rikissjóðinn, þá heföi hann aldrei haft af honum eyrisviröi sjálfur. Carlos konungur var um þessar mundir aö heiman. Asamt drottn- ingunni og tveim sonum þeirra, tvituga krónprinsinum Luis (her- toga af Braganza) og Manoel, nf- tján ára, (hertoga af Beja) og hiröfólki, haföi hann fariö fyrir nokkrum dögum til a&seturs sins i Vila Vicosa, um 190 km frá Lissa- bon viö landamæri Spánar. I þessari heljarstóru höll I sau- tjándu aldar Itölskum stil liföi hann lifi sveita-aðalsmanns og fór á dýravei&ar. Amélie drottning haföi syni sina sér til afþreyingar, þegar þeir voru ekki á veiðum meö fööur sinum, og var fegin aö vera sem lengst frá þungbúna andrúmsloftinu i Lissabon. Þau voru enn i Vila Vicosa, þegar uppvist varð um uppreisn lýöveldissinna. 29. janúar (enda þótt Manoel prins, sem var skráður i flotann, kýnni að hafa verið farinn til Lissabon áöur til þess að taka til við nám sitt). Konungur hugðist snúa heim á- samt drottningunni og rikisarfan- um laugardaginn 1. febr. Það var óheppilegt, aö heimkoma hans skyldi bera upp á sama dag og harkalegasta ráðstöfun, sem Franco hafði enn gert. Sú ráöstöfun snerist um almennt ör- yggi og kvaö svo á, að hver pólitiskur sakamaður skyldi ver&a fluttur til Afriku fyrirvara- laust. Svo virðist sem Carlos sjálfur hafi gert sér ljósa hörku þessarar tilskipunar — og hugs- anlegar afleiöingar hennar, þvi að sagt er, að þegar hann undir- ritaöi hana (áður en hann fór i sveitina), hafi hann látið þau orð falla, að þetta væri sama sem að undirrita sinn eigin dauðadóm. (Önriur saga segir, aö þessi orð hafi sagt stjórnmálamaður einn, sem vissi um tilskipunina, og þegar Amélie drottning heyrði þetta var hún sögð hafa sagt við Franco, aö ef hann ótta&ist um lif konungs, skyldi hún finna ein- hverja átyllu til þess að hann yröi kyrr i Vila Vicosa, en þá hafi Franco átt að fullvissa hana um, aö konungi væri engin hætta búin I Lissabon. En reyndar vaf það ekki til- skipunin, sem varð dauðadómur konungsins. Moröiö á honum haföi verið ákveðiö einum eða tveimur sólarhringum áöur en til- skipunin var gefin út. Litill hópur öfgamanna — lýöveldissinna og ef til vill nokkrir úr Carbonari leynisamtökunum — ákváðu aö myr&a hann i hefndarskyni fyrir misheppnuöu byltingartilraunina 29. janúar og ákváöu laugardag- inn 1. febrúar til aö fremja morð- iö, þegar þeir höföu lesiö i blöð- um, aö þann dag kæmi hann til Lissabon. Foringi þeirra var Manuel Buica, þritugur fyrrverandi lið- þjálfi úr sjöundu riddaraliðs- sveitinni, en haföi einnig veriö barnaskólakennari i Vinhaes og siðar einkakennari i Lissabon. Hann haföi kennt börnum ýmissa hirökvenna drottningarinnar og var kunnugur konungi. Þessi svartskeggjaöi fyrrverandi riddaraliðsmaöur var afburða riffilskytta og haföi áður þegið riffil i verðlaun i samkeppni úr hendi konungs. Buica var ekkill og átti sjö ára dóttur og ungan son (sem kona hans haföi dáiö aö). Hingað til haföi hann aldrei lýst sig byltingarmann. Nágrannar og kaupmenn þekktu hann sem ró- legan, viðkunnanlegan mann, og enn er það hulið, hvers vegna hann fór allt i einu aö ráöast i konungsmorð. Af félögum hans er a&eins einn þekktur: Alfredo Costa, sem vann I járnvörubúö i Lissabon og gaf út öýTtingarblað. Hinn 30. og 31. janúar' réö hópur- inn ráðum sinum — vopnaöir hriöskotabyssum (44 mm meö 5 skotum), og skammbyssum áttu þeir að ráöast aö konungsfylgd- inni (þar á meðal Franco, sem ætlaö var, að yröli einum vagnin- um), þegar fylgdin færi um bor'g- ina áleiðis til konungshallarinnar — Necessidades-hal'larinnar. Fyrir einhverja kaldhæðni örlag- anna var riffillinn, sem Buica skyldi nota, hinn sami, sem kon- ungurinn hafði gefiö honum i verölaun. Aö morgni 1. febrúar birtist til- skipun Francos I lögbirtingablaði landsins, Diario do governo, og vakti nýja gremjuöldu gegn Franco og Carlos konungi, og meöan reiöir Lissabonbúar ræddu hana á strætum úti og i vinkránum, var konungsfjöl- skyldan að búast til feröar i Vila Vicosa og nú skyldi haldiö til höf- uðborgarinnar, en þangaö átti að koma kl. 4.15. Fjölskyldan lagði af staö, ásamt fylgdarliöi sinu um hádegisverðarbilið, en á iei&inni kom það slys fyrir, aö lestin rann af sporinu. Sem betur fór var þetta litilfjörlegt, og þaö sem fyrst var haldiö vera banatilræði viö konung, sannaöist siöar aö vera aöeins galli á brautarteinun- um. En hvaö sem þvi leið, þá taföi þetta lestina um heila klukku- stund, og þegar ferjubáturinn, Dom Luiz, sem flutti farþega na yfir Tejo, frá endastöðinni i Barr- eiro, lenti við bryggjuna fyrir neöan svokallaö „Torg Svarta Hestsins”, var klukkan or&in tutt- ugu minútur yfir fimm og fdrið aö skyggja. Móttökuhópurinn/ sem i voru bróðir konungs, Affonso prins (hertogi af Oporto), Manoel prins, Senhor Franco, ráöherrar, embættismenn rikis og borgar og margir úr diplómatasveitinni, var búinn að biða drjúga stund. Affonso prins haföi veriö á- hyggjufullur og spurzt fyrir um þessa seinkun á lestinni, en þegar Dom Luiz sást nálgast bryggjuna og drottningin stóð þar I stafni og veifaði til Affonso prins, gleymd- ist fljótt allur kviði, og herrarnir i siöfrökkunum og meö pipuhatt- ana færðu sig nær. t hálfrökkrinu þennan fagra vormorgun gekk hin konunglega þrenning upp marmaratröppurn- ar upp að Praca og nú var heilsaö bæöi skyldmennum og embættis- mönnum. Drottningin faömaöi yngra son sinn og þá rétti einhver aö henni stóran vönd af fjólum og kamelium, en1 konungur dró sig fljótlega út úr embættismanna- þvögunni til þess að tala viö Sen- hor Franco. í>eir tölu&u saman I nokkrar minutur — og sagt er, aö þá hafi konungur spurt Franco, hvort óhætr mundi veröa honum og f jölskyldunni aö aka um stræt- in ILissabpn,ogFrancoersagöur hafa fullvissað hann um, aö öllu væri óhætt — og si&an sneri Carl- os sér vife til þess að tala viö einn eða tvo aöra menn, en meðal þeirra voru de Soveral greifi, sendiherra Portúgals I London, en haíin haföi veriö meö konungs- Frh. á næstu si&u 5.TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.