Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 25
í sumar var opnaður i New York veitingastaður, sem aö þvi bezt er vitað er eini veitingastað- urinn, sem hundum oinum er ætl- aður. Þykir hundaeigendum þar i borg þetta stort skref i framfara- átt, þvi hvers vegna skyldu hund- ar ekki fá að eiga kost á að hittast á veitingahúsi þar sem húsbúnað- ur og matur er við þeirra hæfi og spjalla þar við aðra hunda yfir ljúffengum réttum? Þessi nýi veitingastaður heitir „Animal Gourmet”, sem liklega verður að þýða með „Matdýrið” (sbr. matmaður) fremur en „Sælkeradýrið”. A matseðlinum eru tveir forréttir, 11 aðalréttir og eftirréttur. ödýrasti rétturinn er rækjukokkteill, sem kostar um 50 krónur (Isl.),en dýrasti rétturinn er afmælistertan, sem kostar um 400krónur. Annað á matseðlinum er lifrarkæfa, kjúklingar mat- reiddir á tvo vegu, steikt kjúkl- ingalifur, nautakjöt matreitt á fjóra vegu, steikt nautalifur, steikt nautanýru, fiskflök og sænskar kjötbollur. Ef hundar vilja ekki afmælistertu i eftirrétt geta þeir fengið sérstakan rjóma- is, sem veitingamaðurinn fram- reiðir eftir ósk hvers viðskipta- vinar. Borðin, sem snætt er við, eru aðeins 8 sentimetra há en stólar eru óþarfir. Einnig þykir ekki taka þvi að leggja hnifa og gaffla á borðin, þar sem hundar eru heldur klaufskir i meðferð .þeirra. Eins og sagt var frá hér i blað- inu fyrir nokkru er sálfræðiþjón- usta fyrir hunda að verða nokkuð algeng vestanhafs, þvi geðræn vandamál eru að aukast mjög meðal hunda. Hraðinn i stórborg- arlifinu veldur streitu hjá hund- um ekki siður en mannfólki og ekki bætir það sálarástand og sjálfsvirðingu hunda að þurfa að sitja við fótskör meistara sinna á veitingahúsum og láta sér nægja einn og einn bita undir borðið. Vonast „sannir” hundavinir nú til að fleiri veitingastöðum verði komiö upp að fyrirmynd ..Animal Gourment” i New York og þannig stuðlað að þvi að endurreisa nið- urbælda sjálfsvirðingu hunda um leið og þeir gera sér dagamun. WILK : m >, yXyýy.ýyy.ý: Ekki er okkur kunnugt um hvort salerni og snyrtiaðstaða eru á veitingastaðnum, en gera verð- ur ráð fyrir að svo sé, þvi sam- kvæmt áliti sérfræðinga myndi þessi veitingastaður liklega fá þrjár stjörnur i gæðamati. Ef við bregðum okkur austur yfir Atlantshaf, þá höfum við ekki haft spurnir af að veitingastöðum á við þennan hafi verið komið þar upp. Aftur á móti var fyrsta hundasalernið opnað i London fyrir nokkru með mikilli viðhöfn. Var fenginn stór og tignarlegur hundur til að vigja salernið, sem er staur i likingu við brunahana og stendur hann i sandkassa. Biðu viðstaddir með öndina i hálsinum — en án árangurs. Hundurinn horfði i kringum sig, alveg undr- andi á mannfólkinu að ætlast til þess að hann færi að væta þennan staur. Vissi fólkið ekki að enginn hundur með sjálfsvirðingu lætur sér detta i hug að væta staur, sem enginn annar hundur hefur vætt á undan honum? Við hundasalernið er skilti þar sem á stendur: „Þjálfið hunda ykkar i hreinlæti”. En hver hundaeigandi veit að hundar láta ekki segja sér fyrir verkum i þessum efnum og bildekk, ljósa- staurar, húshorn og trjábolir, að ógleymdum brezku póstkössun- um, halda áfram að verða uppá- haldsstaðir hunda. Veitingastaðurinn, sálfræði- þjónustan og salernið eru það nýjasta i hundaiðnaðinum, sem orðinn er all umfangsmikill. t matvöruverzlunum erlendis er hægt að fá ótal tegundir af hunda- mat og i vöruhúsum er hægt að fá flest, sem hunda og eigendur Við vígslu hundasalernisins i i.ondon mættu konur með mót- mælaspjöld og fóru fram á að, borgaryfirvöldum bæri fremur að greiða niður mjólk til skólabarna en eyða peningum i hundasalerni. þeirra dreymir um, svo sem hundaleikföng, hundasælgæti, hundarúm, hundasápu með ilm- efnum og hundaföt. Gistihús eru viða rekin fyrir hunda og geta þeir dvalizt þar ef eigendur þeirra þurfa að bregða sér i burtu. Á snyrtistofum geta hund- ar fengið feld sinn klipptan, snyrtan og ilmborinn og árangur- inn sést bezt á hundasýningum sem haldnar eru ariega. Ja, hvað skyldu islenzkir hund- ar segja við þessu hvort sem þeir eru islenzkir rikisborgarar eða dveljast hért óleyfi? Ætli þeir öf- undi ekki erlenda hunda, sem að- gang hafa að öllum þessu lifsgæð- um? Vafalaust — en þeir geta huggað sig við að þessi lúxus get- ur varla verið langt undan þvi fyrsta skrefið i hundamenning- unni hefur þegar verið stigið með fegurðar-og hæfileikasýningunni, sem haldin var i Hveragerði i sumar. Valið getur verið erfitt. 5. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.