Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 44
hættulegur Þar kom, aö isinn var svo þunnur, að ég gat barið á hann gat með axarskaftinu einu saman. Eg bjóst við dauða min- um og beið eftir þvi að isinn brysti og við drukknuðum i vatninu. Ég bað guð um hjálp og að veita sál minni viðtöku á himni sinum. Spölkorn frá landi komum við aö steini. Hann bjargaði okkur. Um leið og isinn brast neytti ég siöustu krafta til að ná steininum. Og það merkilega gerðist. Mér tókst að ná handfestu á steininum og dragast upp úr isköldu vatn- inu. Svo stökk ég eins langt og ég gat i áttina til lands og tokst ein- hvern veginn að bjarga mér þangaö. Ég gleymdi ekki að þakka guði minum þessa dásam- legu björgun. Ég var tæpast risin á fætur, þegar Langi-Karl svaml- aði upp úr vatninu lika. Vatnsbakkinn var illur yfir- ferðar. Glerhálir steinar, sem ó- gerlegt var að fóta sig á, urðu okkur hvað eftir annað að fóta- skorti. Ég datt og stóð upp og datt aftur þangað til ég fann blóðbragð i munninum. — Ég furðaði mig oft á þvi sjálf, af hverju ég fór ekki frá Langa-Karli. Eina svar mitt var, að ég væri vön volkinu frá barn- æsku. Ég vissi ekki, hvað sjálf- stæði var. Ég hafði aldrei þorað að bera á móti neinu. Ég gerði allt, sem mér var sagt, og það, sem ég hélt, að fólk ætlaðist til af mér. í mai 1926 lögðu Anna og Langi- Karl af stað i hættulega ferð yfir Österdalsfjall. Kalt var i veðri, þegar þau lögöu á fjalliö klukkan fjögur um nóttina, og þau sáu varla handa skil fyrir myrkri. — Við vorum komin á mitt fjallið. Þá var orðið ófært fyrir snjó. Til allrar hamingju rákumst við á tóman fjarhúskofa. Daginn eftir lögðum við af stað út i ófærð- ina. Ég óö snjóinn upp á mið læri og staulaðist þannig áfram skref fyrirskref. Þennan dag fórum við ekki nema rúma milu..Þá rák- umst við á annan fjarhúskofa og létum fyrirberast þar um nóttina. Nestiö var að ganga til þurrðar og ég bjóst við þvi, að þriðji dagur- inn yrði allra verstur. Það varð hann llka. Ég sökk næstum á kaf i snjóinn i hverju spori og varð að neyta allra krafta til þess að kom- ast upp aftur. 1 ljósaskiptunum komum við auga á enn einn fjárhúskofann. Huröin var fokin af honum. Þegar við áttum nokkra metra ófarna þangað, komst ég ekki lengra. Ég lét fallast i snjóinn og mér sortn- aði fyrir augunum. ,,Nú get ég ekki meira”, sagði ég við Langa- Karl. Hann leit á mig og sagöi: „Ég sel mig dýrt, ef ég á að láta lifiö.” Það undarlega var, að orð Langa-Karls lifguðu mig upp. Það var eins og hjartað i mér væri að springa, þegar ég staul- aðist slðasta spölinn að kofanum. Daginn eftir voru horfurnar betri. Við vorum komin að skógarmörkunum. Toppur á grenitré stóö upp úr snjónum og fullvissaði mig um, að enn einu sinni hefðu æðri máttarvöld stað- ið við hliö mina. Aður en við komum að efsta bænum, settist ég niður og vatt vatnið úr sokkunum. Mér hlýnaði við að hugsa um önnu gömlu Kvernengen, sem bjó þarna niðri I sveitinni. Ég vissi, aðég fengi að liggja inni hjá henni. Þessi ferð yfir fjallið setti lika lengisvip sinn á Langa-Karl.Hann sagði ekki margt, en var alvöru- gefnari en hann var vanur og enn fölari. Langi-Karl var sjálfur hræddur við það, sem hann hafði gert. Kalnir fætur. A björtum haustdegi komu Langi-Karl og Anna i övre Ren- dal. Anna kannaðist viö sig þar og hana langaði til að verða þar um kyrrt. Langi-Karl hafði ekkert á móti þvi, að hún ynni þar fyrir brennivini handa honum og hann fengiaösofa úrsér undir stráþaki á milli túranna. Anna tók að sér skógarhögg og fékk að búa i gömlum timburkofa. Þaðan gekk hún i einn og hálfan klukkutima á hverjum degi inn i skóginn til vinnu sinnar. — 1 júli uröum við að flytja til Sagkojan I gamlan niðurniddan kofa. Næturnar voru svo kaldar þar, að ég varð glöð við fyrstu dagsklmuna, þegar ég gat lagt af stað inn i skóginn með sög og exi. Ég vann af kappi allan daginn. Snjórinn i skóginum var enn ekki þiðnaður, svo að mér veitti ekki af hreyfingunni til þess að halda á mér hita. A kvöldin eldaði ég handa okkur og lagðist svo fyrir til að sofa úr mér mestu þreyt- una. Ég átti engin föt til skipt- anna, svo að ég varð að þurrka vinnufötin á sjálfri mér. Viö vorum þarna lika um vetur- inn og seinni hluta hans kól ég á fótunum enda var þrjátiu stiga frost. Ég tók ekki eftir kalinu fyrr en um kvöldið þegar ég var kom in aftur i kofann. Mig sveið hræði- lega I vinstra fótinn, þegar ég stóö við ofninn. Sársaukinn varð næst- um obærilegur, en ég vissi að ekkert þýddi fyrir mig að kvarta, svo að ég beit á jaxlinn og hugs- aði: Þú verður að afbera þetta lika, Anna. Seinna varð mér lika hugsað, að ef allt hefði verið eins og það átti að vera milli okkar Langa-Kads, hefðum við getað talað um þetta og kannski hefði það gert kalið léttbærara. En ég steinþagði og minntist ekki á það viö hann. Við áttum ekkert sam- eiginlegt. Daginn eftir hökti ég aftur af stað út I skóginn. Fóturinn var svo bólginn, að ég kom ekki skón- um á hann. En Anna gamla Kvernengen hafði gefið mér sokk, sem búinn var til úr filthatti, og hann kom nú I góðar þarfir. Ég notaði hann við skógarhöggið þaö, sem eftir var af vetrinum. En ég hef aldrei orðið jafngóö i fætinum siðan. Um vorið vildi Langi-Karl ekki lengur halda kyrru fyrir. Hann var orðinn þreyttur á lifinu i kof- anum og langaði út á vegina aft- ur. Hann vissi, að Anna átti svo- litla peninga. Þá tók hann af henni og dagana á eftir drakk hann þá út. Hann og Anna lögðu enn einu sinni stefnulaust af stað, en I lok april voru þau komin að Sömadalnum, þar sem Istervatn er i austur og Femundsfjöllin gnæfa við himin. — Nú vorum við aftur blá- snauð. Langi-Karl var búinn að drekka upp alla peningana'. Við áttum ekki matarbita og ég var næstum klæðlaus. Ég var farin aö kviða hverjum nýjum degi. Eini vonarbletturinn var vorið. Að visu voraði seint, en sólarljósið var hreinasti heilsubrunnur. Við vissum um auðan fiski- mannakofa, sem var sjö kiló- metrum norðan við Haugsetvold- en. Við ösluðum krapann og kom- umst alla leið að kofanum við vatnið. Dyrnar stóðu opnar, ryðg- aður ofn stóð i einu horninu og trébekkir voru festir við veggina. Þakið var allt gisið og götótt, svo að alls staðar sá i gegnum það. Við lögðumst til hvildar á tré- bekkina. Þessum dögum i fiskimanna- kofanum vil ég helzt af öllu gleyma. Ég var að niðurlotum komin og svo hungruð, að mig langaði mest til að deyja. Otlitið gat ekki orðið vonlausara. Og Langi-Karl gerði ekki neitt til þess að reyna að örva mig upp. Við Langi-Karl vorum búin að vera i kofanum i nokkra daga, þegar tveir menn komu á hest- vagni. Það var Jo gamli Haugset- volden og Johan sonur hans. Það var greinilegt, að þeir áttu alls ekki von á þvi að koma að fólki i kofanum og þeir virtust lika sjá, hvaö illa var komið fyrir okkur. Þegar Jo Haugsetvolden fór út úr kofanum, leit hann á mig ákveð- inn á svip og sagði: ,,A morgun kemur þú til min”. Mér fannst ég lifna við. Ég endurtók orð hans með sjálfri mér. Nú eða aldrei átti það að gerast. Daginn eftir, þrettánda april 1928, óð ég yfir isinn til Haugset- volden. Vatnið á isnum náði mér i Hrúts merkiö 21. marz — 20. april 1 þessari v.iku verftur þú aft taka til hendinni vift þaö, sem þú hefur látift sitja á hakanum aft undanförnu. Starfift verftur þér þó afteins til ánægju og á miftvikudaginn er útlit fyrir, aft þú hafir lokift öllu, sem fyrir lá og þá gefst þér kærkomift tækifæri til þess aft létta þér upp. Nauts- merkift 21. april — 21. mai Þig hefur lengi langaft til aft eignast ein- hverja nýja flik og nú færftu hana aft gjöf frá gömlum vini þinum, sem þú hélzt aft væri búinn aft gleyma þér. Þift endurnýift kunningsskapinn og eigift margar skemmtilegar stundir næstu mánufti. Þú skalt ekki fara út og aft skemmta þér. 22. mai — 21. júnl Einhverjir ættingjar þlnir verfta fyrir óvæntu happi, sem þeir látaþignjóta gófts af. Kunningi þinn, sem þér er fariö aft leiftast, kemur I heimsókn, en nú bregftur svo vift, aft þú kannt nærveru hans einkar vel og þiggur boft hans um kvöldstund I kvik- myndahúsi efta leik- húsi. Krahba- merkift 22. júnl — 23. júll Ljóns merkift 24. júll 24. ágúst Meyjar merkift 24. ágúst — 23. sept. Einhver röskun verftur á vinnustaft, svo aft þú þarft aft bæta vift þig verk- efnum. Þessi starfs- aukning er þér kærkomin, því aft þú ert sérstaklega vel upplagöur þessa dag- ana og nýtur þess aft glima vift ný verkefni. Njóttu kvöldanna meft fjölskyldu þinni. Nokkrar breytingar á högum þinum eru á næsta leiti og þú skalt vera vift öllu búinn. Láttu ekki samstarfs- fólk þitt slá ryki i augun á þér meft fagurgala, þvi aö þaö biftur eftir tækifæri til aö ná sér niftri á þér. Heillalitur er blár. Þú þarft aft lyfta þér upp. Farftu þess vegna I heimsókn til vina þinna og dveldu hjá þeim yfir helgina. Þér verftur forkunnar vel tekift og vináttan verftur traustari eftir en áftur. Þú þarft aft huga aft eignum þinum, þvi aft hirftu- leysi getur valdift skemmdum á þeim. 40 VIKAN 5.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.