Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 28
, ,Ég er bara húsmóðir”, er setning, sem oft er vitnað i, þegar verið er að tala um hvernig hús- mæður meti sjálfar störf sin. Þeim finnst mörgum þær ekki gera neitt, sem umtalsvert er, — enda kannski vanar þvi að störf þeirra séu tekin sem sjálfsagður hlutur og ekki metin sem eiginleg vinna. Þær eru bara heima. Okkur er ekki kunnugt um að fyrir liggi nokkur könnun á þvi hve meðalstarfsdagur islenzkrar húsmóður er langur. Slik könnun er mjög flókin og erfið i fram- kvæmd. Vinnudagurinn getur byrjað snemma og endað seint, þótt fristundir gefist um miðjan daginn meðan „vinnandi fólk” er við störf. Húsmóðir getur verið tvo klukkutima að ljúka ákveðnu verki, ef hún hefur nægan tima og fiýtir sér ekki, en gæti ef til vill lokið verkinu eins vel á klukku- tima, ef hún flýtti sér. Góður hluti Islenzkra húsmæðra vinnur utan heimilis, hluta úr degi eða fullan vinnudag, og auðveldar það ekki leitina að ,, meðalhúsmóður”, enda verður hér ekki gerö nein tilraun til að komast að þvi hver hún er. 1 Þýzkalandi hefur Rannsókna- stofnun heimilisins komizt að þeirri niðurstöðu, að starfsdagur þýzkrar húsmóður sé að meðal- tali 11 stundir og er hún talin Evrópumet i iðni. 1 Frakklandi er vinnudagur húsmóður talinn frá 7,7 stundum upp i 10 stundir og sýna þessar tölur, að vinnudagur húsmóður I þessum löndum er mun lengri en hinna „vinnandi stétta”. Ef við litum á I hverju störf venjulegrar húsmóður eru fólgin kemur I ljós, að hún gerir sitt af hverju. Hún eldar mat, bakar, ber á borð, þvær upp, ræstir, ger- ir hreint, þvær þvotta og straujar, annast börn, aðstoðar þau oft á tiðum viö nám, saumar, prjónar og annast viðhald á fötum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi störf út- heimta i heild mikla hreyfingu og orku og ættu húsmæður þess vegna ekki að þurfa að fara i leik- fimi til að liðka sig að vinnudegi loknum. Er þetta talið koma hvað bezt fram i kvikmynd, sem kvik- myndatökumaður einn brezkur tók dag nokkurn af konu sinni, frá þvi hún fór á fætur þar til hún lagðist út af um kvöldið. Hún hafði heimili og þrjú ung börn að annast og þegar kvikmyndin var sýnd, á aöeins meiri hraða en hún haföi verið tekin á, kom greini- lega i ljós, að i skrokknum var vart sá vöðvi, sem ekki var eitt- hvað notaður, teygður eða herpt- ur. Hefði þjálfuðum fimleika- manni af sterkara kyninu liklega þótt nóg um að endurtaka þessar hreyfingar. 1 umræðum um hvers virði störf húsmóðurinnar séu, er oft bent á, að þau verði ekki metin til fjár, svo mikilvæg séu þau. Ekki verður borið á móti þvi hér. En það ætti að vera allt i lagi fyrir húsmóðurina að setjast niður einn daginn (máske daginn, sem hún er heldur dauf i dálkinn og finnst hún vera einskis virði og einskis metin), fá sér góðan kaffibolla og reikna út hve mikið hún fengi fyr- ir störf sin ef hún ynni þau utan heimilis. Ef húsmóðirin væri matráðs- kona með meira en tveggja ára starfsreynslu, væri timakaupið i dagvinnu um 225 krónur (meö or- lofi). Með tveggja ára reynslu i ræstingu yrði timakaupið eftir tvö ár um 173 krónur og viö hrein- gerningar yrðu það tæpar 178 krónur. (Upplýsingar frá Ráön- ingastofu Reykjavikur i janúar). Ef konan væri menntuð fóstra fengi hún rúmar 238 krónur eftir eins árs starf, en hefði hún ekki fóstrumenntun en ynni við barna- gæzlu, fengi hún tæpar 165krónur á timann eftir tveggja ára starf. (Upplýsingar frá Sumargjöf). Ef konan er ekki búin að gleyma öllu, sem hún lærði i skóla og get- ur liðsinnt börnum sinum við nám og þannig komizt hjá þvi að kaupa kennslu (ef þess gerist þörf), ætti henni að vera óhætt að reikna sér 400 krónur á timann. (Þessi tala er ágizkun, en varla mjög fjarri þvi, sem kennarar taka fyrir slik aukastörf). Ef hús- móðir prjonar og saumar föt get- ur hún sparað talsverð útgjöld. Svo nefndar séu tvær tölur til að gefa hugmynd um sparnaðinn þá greiðir Alafoss 790— 1095 krónur i vinnulaun fyrir lopapeysur og ekki mun vera fjærri lagi að kjólameista rar taki 5 þúsund krónur fyrir að sauma sléttan, stuttan, ermalausan, fóðraðan kjól. Þannig má halda áfram, margfalda siðan og leggja sam- an. Til gamans getum við sett hér upp eitt dæmi, en það skal tekið fram, að það er ekki byggt á nein- um athugunum og þess vegna engan veginn vist, að þessi hús- móðir sé til. Segjum að húsmóðirin okkar eyði að meðaltali hálftlma á morgnana, hálftima um hádegið og klukkutima á kvöldin i mats- eld, þ.e. 2 timar á dag, 60 timar á mánuði. 1 bakstur fara 4 stundir á mánuði og sem matráðskona fær hún þvi 64 x 225 — 14.400 kr. Ef húsmóðirin okkar á þrjú börn, t.d. tvö i skóla og eitt ungt, gizkum við á að bein umönnun barnanna (klæða þau, búa i skóla, gefa þeim að borða, leika við þau og tina upp dót, koma þeim i rúmið, koma þeim i danstima o.s.frv.) getir verið 3 stundir á dag, þ.e. 90 stundir á mánuði. Ef húsmóðirin okkar ynni þessi störf á dagheim- ili sem ólærð aðstoðarstúlka með tveggja ára starfsreynslu, fengi hún 90x165 14.850 á mán- uði. Húsmóðirin okkar á ryksugu og þvottavél og ef við segjum að hún eyði klukkutima á dag i ræst- ingu á íbúðinni, klukkutima i upp- þvott og eldhúsfrágang, eru það 60 stundir á mánuði, og fari átta stundir á mánuði i þvotta og átta stundir i að strauja eru það 16 stundir á mánuði. Sé greiddur taxti ræstingakonu með tveggja ára starfsreynslu fyrir ofangreins störf verður kaupið 174 x 76 — 13.224 kr. Nú er eftir að finna hve mikill timi fer til innkaupa fyrir heimilið, i meiri háttar hrein- gerningu t.d. gluggaþvott og svo i öll hin störfin. Svo sleppum við þvi hér að reikna húsmóðurinni okkar til tekna prjónaskap henn- ar og saumaskap, enda geysist eiginmaður hennar þá vafalaust fram á völlinn með öll sin rök fyr- ir þvi hve dýr saumavélin hafi veriö, svo ekki sé talað um þvottavélina og hve mikill kostn- aðurinn sé i kringum þetta allt. Látum heldur húsmóöurina okkar leggja saman launin fyrir þann hluta starfa hennar, sem hún á að fá borgað fyrir i þetta skiptið: 14.400 plús 14.850 plús 13.224, sem gera 42.474 krónur. Hún leggur fram reikningfyrir smærri störf siöar. Þegar húsmóðirin okkar leggur fram reikninginn sinn er viðbúið að hún fái á moti reikning fyrir húsnæði, fæði og ef til vill ein- hverju fleiru — en við skulum kveðja hana áður en aö þvi kem- ur. HVERS VIRDI STARF HÚS- MÓÐURINNAR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.