Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 47
GISSUR GULLRASS BfTlO- BILL KAVANAGU e. FRANK FLETCUSR. stjakað við stólnum hennar mömmu. — Hvaðan komstu inn i her- bergi móður þinnar? — Frá bókaherberginu, sagði Adria strax. — Ég var þar að tala við Stuart Parrish og Clay. — Dyrnar voru þá ekki læstar. — Auðvitaðekki. Ég fór inn um þær. — En sástu Clay og Stuart á eftir? — Ég sá Stuart. Hann fór út um útidyrnar, þegar ég var að tala viö Shan. Hún sendi mig þá upp og ég fór inn i herbergið mitt og lokaöi á eftir mér. Löngu siðar kom Shan upp til min og sagði mér, að móðir min væri dáin. Hún var ekkert æst, en ég sá að hún titraði. Það gerði ég lika. Við ... við gretum saman. Og hún spurði mig, hvaö hefði skeð, þegar ég var inni hjá mömmu og hvað ég heföi séð, þegar ég kom þaðan. En þegar ég var að reyna að skýra það fyrir henni, sussaði hún á mig og sagði, að það væri bezt að gleyma þessu öllu. Hún sagði, að þeir héldu að Stuart Parrish hefði ýtt stólnum fram af. En svo sleppti lögreglustjórinn honum og ég fór að halda, að það hefði verið ég sjálf. Faðir minn varð svo æstur, þegar ég fór að tala um þetta við hann og svo fann ég, að hann elskaði mig ekki lengur. Og nú dreymir mig alltaf þessa hræðilegu drauma, á hverri nrfttu. — Já, sagði ég, — ég sé þetta allt fyrir mér. En nú verðum við að reyna að losa þig við þessa drauma. Þeir koma aðeins vegna þess, að þú ert hrædd um eitt- hvað, sem ekki er raunverulegt. Segðu mér, elskan, þarna þegar ég hitti þig fyrst varstu þá ekki i stólnum hennar mömmu þinnar? • Hvers vegna? — Mig langaði til að prófa, hvort þetta hefði skeð á þann hátt, sem ég var hrædd um, að það hefði gert. Ég hélt, að ef ég settist i stólinn, þá... en þá fór pabbi að kalla til min..„ Ég reyndi að róa hana. — Á morgun skulum við sann- prófa, að það hefir aldrei getað skeð þannig, Adria. Þú sýnir mér herbergið hennar móður þinnar á morgun og þá sjáum við þetta allt betur. Það verður allt i lagi, þvi lofa ég þér. Smám saman hvarf tauga- spennan hjá barninu. Adria hjúfraði sig upp að mér og féll i væran svefn. Ég lá lengi vakandi, hlustaði á reglulegan andardrátt barnsins og hugsaði um, hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að haga athugunum minum. Það gat verið, «ð ef ég losaði Adriu við sektartilfinninguna gæti Stuart verið i ennþá meiri hættu. En það mátti ekki fórna sálarfriði barnsins. Við Adria sváfum fram eftir. Þegar við komum niður til morg- unverðar, höfðum við húsið eigin- lega út af fyrir okkur. Það var enginn á ferli nema stúlkan, sem bar fyrir okkur morgunverðinn og matreiðslukonan i eldhúsinu. Jafnvel Shan hafði látið þau boð liggja, að hún heiði farið ut til að athuga skemmdirnar eftir óveðrið. Ég sá, að eitthvað hafði verið mokað frá húsinu með skóflu og nú voru bæði Kmory og Julian að ryðja snjóinn með ýtum. Adria virtist eitthvað i óvissu gangvart mér. Ég býst við, að hún hafi haft i huga, það sem ég sagði við hana um nóttina, um hvað okkur bæri að gera og að það hafi truflað hana svolitið. Hún snerti varla matinn, drakk svo- litla mjólk, ýtti stólnum sinum aftur, en fór samt ekki strax frá borðinu. — Þú helur vonandi ekki gleymt þvi, að þú ætlar að sýna mér herbergi móður þinnar i dag? Bláu augun störðu á mig. — Það er læst. — En þú sagðist vita um auka- lýkil. — Ég er búin að gleyma, hvar hann er. — En það er ekki satt, sagði ég. Hún ók sér i stólnum. — Pabbi segir, að ég megi aldrei fara þangað inn nema i fylgd meö hon- um. — Ég skal taka ábyrgð á þvi. Þú mátt ekki sifellt eiga á hættu aö hafa martröð á nóttunni, eða finnst þér það? Þetta getur leyst vandann. Við skulum athuga þetta nánar.. Henni var liklega ljóst, að ég ætlaði ekki að gefast upp og hún renndi sér af stólnum og hljóp út. Ég fylgdi henni eftir en ég vissi ekki, hvort ég hefði unnið eða tapað. En hún beið min i and- dyrinu. Ég tók tvo kuldajakka af fatahenginu og rétti Adriu annan. — Við skulum fara i þetta, það getur verið kalt i herberginu. Hún hlýddi mér, eins og dáleidd og ég fór i hinn jakkann. — Jæja, hvar finnum við svo lykilinn? sagði ég. Andartak komu drættir i andlit hennar og ég hélt, að hún færi að gráta. Ég fann til með henni og það lá við, að ég hætti við þetta. En þá hljóp hún inn i bókaher- bergið og fór að leita á skrifborði föður sins. Þegar hún sneri til min altur, hélt hun á lykli. Ég tók hann án þess að gera nokkrar athugasemdir og stakk honum i skrána á hurðipni, sem lá milli herbergjanna. Ég var samt ekki eins örugg eins og eg lézt vera. Ég gat auðveldlega snúið lyklinum i skránni og opnað dyrnar. Adria stóð rétt hjá mér. Ég fann, að hún skalf og ég lagði arminn þétt um axlir hennar. — Það er ekkert að óttast, sagði ég bliðlega, þótt ég fyndi kuldahroll læðast um mig. Herbergið hafði liklega varla verið snert, siðan Margot dó. Dyrnar að dagstofunni voru 5. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.