Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 42
Framhald af bls. 35 nibur. Hljóðlega bað hann alla eldri diplómatana að koma með sér inn i annað herbergi, þar eð hann hefði árlðandi skilaboð að bera þeim. Siðan tjáði hann þeim, aö hann væri nýbúinn að frétta um konungsmorðið og krónprins- ins. Fáum minútum seinna þutu sendiherrarnir út i vagna slna. A leiðinni benti einn þeirra Finot og sagði honum fréttirnar. Allir diplómatarnir nema sendiherrar Rússlands og ítaliu óku til kon- ungshallarinnar, en hinir tveir siöastnefndu höfðu sýnilega feng- ið ýtarlegri upplýsingar, þvi að þeir skipuðu eklum sinum að aka til Vopnabúrsins. Annar þeirra tók Finot með sér. Þegar til Vopnabúrsins kom, slógust þeir I hópinn, sem beið fyrir utan spltalasalinn, þvi að þar voru dyrnar lokaðar að syrjg- endunum úr konungsfjölskyld- unni ásamt hinum látna og svo læknunum. Ekkjudrottningin gamla virtist vera ennþá meir slegin en Amélie drottning og Manoel prins, þar eð hinn nýi konungur var hvað eftir annað kallaður út til þess að ráðgast viö ráðherrana, en þá heyrðist hún gráta sonarson sinn, sem hafði verið uppáhaldið hennar. — Æ, litli drengurinn minn, hvar er hann? Loksins klukkan sjö lögöu nýi konungurinn, Amélie drottn- ing og konungsmóðirin I fylgd líf- varðarins af stað til konungshall- arinnar. Tveimur klukkustundum seinna óku tveir lokaðir vagnar I viðbót frá Vopnabúrinu inn I manntóma Vopnabúrsgötuna. Þetta var óhugnanleg skrípa- mynd af skrúðfylkingunni, sem hafði lagt frá bryggjunni tæpum þremur klukkustundum fyrr... Það var verið að flytja Carlos og son hans heim I höllina. I fremra vagninum ók hinn látni konungur uppréttur I sætinu með hirð- marskálkinn við hlið sér, en I hin- um aftari var lik krónprinsins stutt af fyrrverandi kennara hans. Þegar til hallarinnar kom voru Hkin lögð saman inn I einkatbúö hins látna konungs, og Amélie drottning, sem hafði meðan á öllu þessu stóð, sýnt af sér undra- verða rósemi, kallaði saman rlkisráðiö, þar sem ákveðnar voru bráðabirgða-ráðstafanir, sem gera þurfti, I sambandi við þennan sviplega atburð. Að þvi loknu dró hún sig i hlé, þó ekki til að sofa heldur sat hún alla nóttina milli llkanna tveggja og lét hægri höndina hvíla á andliti konungs- ins en hina vinstri á andliti krón- prinsins. En i forsal borgarráðhússins lágu ltkin af Buica, Costa og ein- um manni til. Þau höfðu verið borin utan af torginu og biðu þess nú að verða þekkt. (Þriðji maður- inn þekktist síðar sem Joao Costa — alls óskyldur Alfredo — saklaus áhorfandi, sem hafði orðið fyrir slysaskoti). Allir hinir morðingj- arnir höfðu sloppið og lögreglan hafði enga hugmynd um, hverjir þeir voru. Það var ekki einu sinni vitað, hve margir þeir hefðu ver- ið. Þegar konungsfjölskyldan var lögð af stað til konungshallarinn- ar, gekk Finot um strætin, þvi að honum var forvitni að vita, hvernig almenningur tæki þess- um sorgaratburði. Alis staðar rakst hann á „Iskalda þögn” og hvergi vottaði fyrir spenningi né tilfinningasemi. Hér og þar voru smáhópar manna að ræða frétt- irnar, en hvergi var um að ræða fjölmenni — en bæði torgið og Vopnabúrsgatan höfðu löngu áður veriö rudd, svo að þar sást enginn maöur. En klukkan ellefu um kvöldið voru borgarbúar aftur hrifnir upp úr þessu sinnuleysi slnu, þegar enn heyröust skothvellir á stræt- unum, og vöktu hvarvetna ótta og skelfingu. Vopnaður hópur manna (liklega þeir, sem höfðu komizt undan eftir morðið) hafði ráöizt á hús Francos, en hermenn rekiö þá á flótta. Yfirvöldin, sem bjuggust við frekari óeirðum og hugsanlega banatilræðum við menn úr ríkisstjórninni, höfðu boðiö út herliði til varðstöðu um alla borgina, hálfri annarri klukkustund áður. Það sem lifði nætur stóðu menn vörð um hús einræöisherrans og her og lög- regia voru um alla borgina, og á meðan var þar yfirleitt rólegt — en I konungshöllinni sat Amélie drottning á sinum einmanalega verði yfir likum eiginmanns sins og sonar. A gönguför sinni um borgina um kvöldið hafði Finot með óbeit orðið var við hin daufu viðbrögð manna við morðunum. Siðar lét hann þessa getið við portúgalska vini slna, sem hann snæddi með kvöldverð, og þeir hörmuðu hið almenna kæruleysi gagnvart morðunum og pólitískum afleið- ingum þeirra. Og vissulega komu viðbrögð almennings einkenni- lega fyrir sjónir — en kannski hefur ástæðan einfaldlega verið óvinsældir konungs, og eins hitt, hve margir vissu um þetta fyrir- fram. Sama almenna kæruleysisins varð vart næstu tvo daga. Lissa- bon sýndi af sér litinn söknuð, og á mánudag voru búðir opnar að venju og ekki sorgarskreyttar nema rétt hjá nokkrum hirðsöl- um. En á sunnudag birtist aug- lýsing I lögbirtingablaðinu, þar sem fyrirskipuð var fjögurra mánaða opinber sorg og átta daga lokun hjá stjórnarskrifstof- um og skemmtistöðum. Og kæru- leysi almennings kom einnig fram I blöðunum — eina blaðið með sorgarrönd var lögbirtinga- blaðið og jafnvel hin ábyrgari blöð létu litla samúð i ljós og eitt blað lýðveldissinna skýrði frá morðinu undir „Ýmsum frétt- um”. Foringi lýðveldissinna, Magalhaes Lima lét meira að segja hafa eftir sér: — Venjulega blaðafrétt um kvenmann, myrtan af elskhuga sínum, hefði vakið meiri athygli en hvarf hans kon- unglegu hátignar. A sunnudag höfðu lik þeirra ManuelBuica, Alfredo Costa og Joao Costa þekkzt og voru nú flutt úr ráðhúsinu og I likhús borgar- innar. Það var nú staðfest, að tveir hinir fyrstnefndu voru hinir raunverulegu morðingjar, en til þess að vekja ekki óró hjá almenningi, fóru engin opinber réttarhöld fram út af morðunum, en lögreglan I Lissabon hélt á- fram rannsóknum sinum — með litlum árangri. Þremur dögum eftir morðin fór Franco úr landi, ásamt eiginkonu sinni og syni og I fylgd með leyni- lögreglumanni — litillækkaður og niðurbrotinn maður. Hann hafði sagt af sér embætti og i stað ein- ræðisstjórnarinnar kom nú sam- stundis frjálslyndari og hófsam- ari stjórn, svokallað „Miðstjórn- arráöuneyti”. Þegar hann kom til Bordeaux á leið til Genúa, þar sem hann ætlaði að setjast að, var hann umsetinn af blaðamönnum, sem þurftu margs að spyrja, en hann vildi ekkert segja, en baö aðeins um að fá að komast i friði þangað sem hann ætlaði að eyða þvi, sem eftir væri ævinnar. Aður en hann lagði af stað frá Lissabon, átti hann æsilegt sam- tal I konungshöllinni. Talið er, að Maria Pia drottning hafi sagt við hann: — Þér lofuðuð að reisa kon- ungsdæmið úr gröf sinni, en allt, sem þér hafið áorkað, er að grafa syni minum og sonarsyni gröf. Sagt var, að þegar einræðisherr- ann fyrrverandi gekk út úr höll- inni hafi hann grátið án þess að reyna að hafa neinar hömlur á gráti sinum. Það var nokkuð til I þvl, sem drottningin sagði, að hann hefði grafið konunginum og krónprins- inum gröf, — þvi að hversu vitur- leg sem stefna hans kann að hafa veriö, almennt tekið — stefna sem Carlos hafði sjálfur samþykkt og ábyrgzt — þá var það algjörlega rangt af Franco að leyfa konung- inum að aka um stræti borgarinn- ar i opnum vagni og raunverulega alveg óvarinn, einmitt á þessum tlma, þegar allt landið ólgaði af gremju og vitað var, að sjálf höfuðborgin var krök af samsær- ismönnum og andstæðingum kon- ungdæmisins. Eina huggunin — ef huggun skyldi kalla — var sú, að nú gat Franco á leiðinni úr landi i siðasta sinn, hrósað happi að hafa ekki hlotið sömu örlög og konung- urinn og krónprinsinn, og það fyrir þá einskæru tilviljun, aö hann tafðist á bryggjunni við að tala við einhvern kunningja sinn. Lagardaginn 8. febrúar, i glaðasólskini, voru lik hinna látnu borin I hátiðlegri skrúðgöngu frá höllinni til St. Vincentskirkjunn- ar, til þess að liggja þar á við- hafnarbörum og greftrast siðan. A eftir vögnunum og næst á undan likvögnunum var „virðingar- vagninn” — tómi rikisvagninn, sem samkvæmt portúgölskum sið er jafnan i llkfylgd sem þessari. Enn lá einhver kviði i loftinu — sú saga gekk, að foringjar lýðveldis- sinna hefðu bent hirðinni á, að Manoel konungur væri I hættu staddur þennan dag af hálfu öfga- manna, sem þeir hefðu enga stjórn á. Hvort sem þetta hefur nú verið satt eða ekki, þá vildu yfir- völdin ekki eiga neitt á hættu, þvi aö öflugur hervörður var fram með öllum strætum. En sem bet- ur fór reyndust þessar varúðar- ráðstafanir óþarfar, og ekkert kom fyrir likfylgdina. En enn kom I ljós kæruleysi Lissabonbúa I garð konungsins myrta. — Þeg- ar líkkisturnar, sem dre'gnar voru af svartbúnum hestum fóru um strætin (og framhjá blettinum þar sem banaskotunum var hleypt af), gerðu fáir karlmenn sér það ómak að taka ofan. Fall- byssur gullu og klukkur hljómuðu til þess að boða komu llkfylgdar- innar til kirkjunnar, kisturnar voru settar undir miðja hvelfing- una, og siðan stóðu þær þar I tvo daga, til þess að almenningur gæti vottað þeim siðustu virðingu. I kistunum lágu llkin i einkennis- búningum til sýnis gegnum gler- rúður. Bæði hin littsyrgði Carlos kon- ungur — hinn næstsiðasti i Portúgal — og hinir næstum nafn- lausu morðingjar hans, Buica og Costa, eiga enn sin minnismerki I Portúgal. Á aðsetursstað Bra- ganzaættarinnar, Vila Vicosa, sem nú er safn, eru geymdar margar minjar um' Carlos konung — málverkin hans (því að hann var allgóður málari), allir hinir margvislegu einkennisbúningar hans, og fjöldinn allur af bliknuö- um ljósmyndum, þar hann sést I veiðimannahópum eða með öðr- um konunglegum persónum, á fyrsta tug aldarinnar, þegar allt 38 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.