Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 49

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 49
BINNI & DINNI læst? Adria á ekki aö hafa aögang aö þvi. Shan staulaöist upp pallinn á eftirhonum, og ég þurfti aö brýna raustina til að láta heyra i mér i gegnum hávaöann i systkinunum. — Þegið þiö! öskraöi ég. t þetta sinn kom ég Julian svo á óvart, aö hann þagnaði og staröi á okkur Adriu. Shan stóð á öndinni og hné niöur i stól. Cinnabar skauzt strax upp i kjöltu hennar, sperrti eyrun og veifaði skottinu. Eg skalf frá hvirfli til ilja, en ég hélt fast um Adriu. Og þegar ég tók til máls, þá beindi ég oröum minum til Adriu. Nú skulum viö sýna þeim það, elskan. Viö skulum sýna þeim, hvernig þú festir hemlana fyrir móöur þina þennan dag. Svona nú, Adria, sýndu þeim það, sýndu föður þinum þaö. Hún sendi fööur sinum hræöslu- legt augnaráð en svo greip hún um handföngin. — Þetta er gott, Adria, sagði ég. Svo reyndi ég að mjaka stólnum, sem haggaðist ekki. — Nú skaltu ýta á stólinn af alefli, eins og þú geröir þennaa dag, þegar ykkur móöur þinni varð sunduroröa. Hún færöi sig strax bak viö stólinn og ég fann, að hann hristist en hreyfðist ekki um hársbreidd. Julian stóö grafkyrr. Shan sat kjökrandi. Sástu stólinn færast? spurði ég Adriu. — Ég beiö ekki til aö sjá þaö, ég hljóp inn i dagstofuna. Eg stóö þar viö gluggann og horföi á brunnu trén. — Gaztu séö svalirnar og hall- ann frá glugganum? — Nei. — Svo þú sást aldrei stólinn fara fram af . Þú sást ekki, þegar móöur þinni var ýtt fram af, eöa hver kom að henni? Adria hristi höfuðið. — Ég sá aöeins trén, og svo sá ég einhvern skugga speglast i rúbunni. — Hvenær hljóöaði móöir þin? Gerbi hún það rétt á éftir að þú haföir ýtt við stólnum? — Nei. Hún vissi, aö ég gat ekki gert henni mein, vegna þess að hemlarnir voru á. Ég stóö við gluggann, þegar hún hljóöaði. Hún hljóp til fööur sins. — Pabbi, ég hefði aldrei viljað gera Margot mein! Þú getur lariö aö elska mig aftur, pabbi! Julian var sýnilega skelfingu lostinn, virtist alveg lamaöur. Hann dró Adriu að sér, faömaði hana innilega og fól andlit sitt i hárinu á henni. Ég stóö upp úr Kjólastólnum og gekk til Shan, sem var alveg miöur sin. — Viö skulum koma út héðan, sagbi ég, — við skulum leyfa þeim aö vera einum. Hún stóö upp og Cinnabar stökk úr kjöltu hennar. Hún kom með mér, eins og svefngengill. Þegar viö komum fram i anddyriö, hljóp hún frá mér og hljóp út um aðal- dyrnar. Ég flýtti mér upp á loft og hné niöur á rúmiö mitt. Mér haföi þá tekizt þaö, ég hafði sigrað, en ég fann frekar til tómleika en sigurvissu. Hugsun, sem liklega haföi veriö mjög grunnt á, skaut upp i huga mér. Hemlar hjólastólsins! Hvfers vegna geröi þessi hugsun mig óttaslegna? Hemlarnir höfðu veriö losaöir, þegar stóllinn fannst, eftir ab hafa flogiö fram af brúninni og farið i gegnum brotnu giröinguna. Hvers vegna haföi Margot ekki sjálf reynt aö hemla? Kannski haföi hún sjálf losað um hemlana, áður en hún fór niður hallann? Kannski hafði henni aldrei veriö ýtt fram af svölunum og það sem hafði skeð, hefði þá skeð siðar, eftir að stóllinn var komin niður á jafn- sléttu. Það benti þá til þess, að hver sem það var, sem kom að henni þar, heföi ýtt stólnum af alefli á girðinguna, sem svo hefur gert það að verkum, aö Margot sjálf hefur hrokkið upp úr stólnum og niður i gilið, en stóllinn hékk á brotinn i girðing unni. Eftir stundarkorn heyrði ég raddir frá bakhlið hússins. Ómurinn af þeim barst að utan. Ég leit út i bakgarðinn. Þar var Emory með dráttarvélina og hvildi annan fótinn á skólfu snjó- ýtunnar. Shan stóð hjá honum, meö hendur i vösum. Þau voru i áköfum samræbum og þó að ég gæti ekki séö andlitið á Shan, þá sá ég vel framan i Emory. Hann sveigði stórthöfuðið, eins og til aö hlusta betur og ég hafði aldrei séð þennan svið á þungbrýnni ásjónu hans. Svipurinn var óvenjulega innilegur. Það var greinilegt að Emory bar hlýjar hugsanir til annarra en Julians. Ég heyröi ekki orðaskil, en ég hafði á tilfinningunni, að þau væru að tala um mig og þaö sem nýlega hafði átt sér stað. Þetta var ekki þægileg tilfinning. Framh. i næsta blaði. 5. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.