Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 33
Eftir jarðskjálftana voru stór svæði girt af og hluti Managua lokaður allri umferð, meðan verið var að kanna skemmdirnar og gera viðgötur. Húsin i Managua voru mörg byggð úr tigulsteini, sem gerður var úr vikri, og svo lélegur, að þegar molar voru teknir úr rústunum var hægt að mylja þá i höndunum. i notalegt að eiga von á þvi að hitta þær og spjalla við þær einu sinni i viku. — Hvernig fórstu að þvi að gera þig skiljanlega, t.d. i verzl- unum? Skilja ibúarnir almennt ensku? — Enskan var nú heldur bág- borin i Managua. En þar var ég svo heppin að Sigriður kona Ein- ars fór mikið með mig i búðir og kenndi mér spönsku heitin á þvi nauðsynlegasta. 1 kjörbúðunum, sem viðast eru, getur maður svo valið vörurnar sjálfur, svo þetta varð ekkert vandamál. — Hvernig er mataræði fólks i þessum löndum? Og hvað borð- uðuð þið? — Það fer alveg eftir efnahag fólks hvað það borðar. Fátækt er mikil i þessum löndum og lifir fólk þvi mikið á grænmeti, sem er mjög ódýrt. Kjöt er aftur á móti dýrt — en við létum okkur þo hafa það að borða nautakjöt og kjúkl- mga, enuu von nnkilli kjötneyzlu að heiman. Fisk var erfitt að fá i San José. Grænmetisúrvalið er mikið og á mörkuðunum sá ég mjög margar tegundir, sem ég hafði aldrei séð fyrr, og vissi ekki hvernig átti að matreiða. Ein- staka sinnum reyndi ég sumar þeirra, en hélt mig annars aðal- lega við gamalkunnar grænmet- istegundir. Við borðuóum mikið kartöflur, en innfæddir neyta þeirra ekki mikið, enda eru þær dýrar. Þær eru dýrari en appel- sinur og þótti okkur það skrýtið i fyrstu. — En það sem við söknuð- um mest var islenzka vatnið. Þarna suðurfrá er ekki óhætt að drekka vatnið úr krananum — maður- verður að kaupa það á flöskum og kæla siðan. Um fimm minútna gang frá heimilinu i San José var litill skóli, þar sem kennt var bæði á ensku og spænsku og gátu öll börnin sótt þangað nám.Skólinn er viðurkenndur af bandariska skólakerfinu og elzta dóttirin, Vala, sem i vetur er i siðasta bekk menntaskálastigs, fékk að verða eftir, til að geta i vor tekið loka- próf, sem veitir rétt til inngöngu i háskóla. Býr hún þar hjá banda- riskri vinkonu sinni. Hin börnin eru komin heim og i skóla hér og hafa liklega margt að segja skólafélögum sinum. Þótt þau og nemendur i skóla þeirra hafi sótt námið reglulega, þá segir Jón, að mikill misbrestur sé á að svo sé meðal innfæddra. Algengt sé að börnin fari i skólann, ef þau hafi ekki annað að gera, en bjóðist þeim að tina kaffi eða baðmull hafi það forgangsrétt, enda nauð- synlegt hjá góðum hluta ibúanna sökum fátæktar. Talið sé að um 60% ibúa i Nicaragua séu ólæsir og óskrifandi og um 20% ibúa i Costa Rica en i rnun og veru sé hlutfallið hærra, þvi menn séu taldir skrilandi, þótt þeir geti ef til vill ekki skrifað annað en nafn- ið sitt. En hvernig fannst nú börnunum að taka sér ársfri úr skólunum i Garðahreppi og halda til suð- rænna landa? I þessu húsi verður vart búiö framar. i 1 5. TBL. VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.