Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 43
var í góðu gengi hjá Braganza- ættinni. Og i Lissabon er „Bylt- ingarsafn”, stofnað af bráða- birgðastjórninni árið 1910, og þar er sérstakt herbergi með minjum um morðið. Þar eru myndir af Buica og Costa, hinum „dásam- legu konungsmorðingjum ”, vopnin, sem þeir frömdu með morðið og skikkjan, sem Buica var i, þegar hann var skotinn nið- ur undir borgagöngunum við Praca þennan febrúardag árið 1908. Maðurinn minn seldi mig Framhald af bls. 9 Þú verður að fara, Anna. Ég átti brátt eftir að kom- ast að raun um, að verri stað- ir en hesthús eru til i heiminum. Þennan vetur þvældist ég áfram á vegunum vikum saman og varð oft að láta fyrirberast úti á næt- urnar. Ég komst lika að þvi, hve kaldlynt fólk getur verið. A Seli var mér neitað bæði um húsaskjól og matarbita, þegar ég leitaði á sjár þar. Þá nótt gekk ég lengi eftir veginum. Stjörnurnar lýstu mér með köldu en björtu skini sinu. Frostið var svo mikið, að brakaði og brast i trjánum. Ég kom auga á útihús við veginn. Það var ólæst. Ég þorði ekki heim aö bænum. Enn ein neitun hefði orðið mér ofraun. Ég fór inn i úti- húsið og lagðist fyrir i heyið. Ég hafði ekkert til að breiða ofan á mig og fötin, sem ég var i, voru 'þunn og gatslitin. Ég hafði ekki fengið matarbita allan daginn. Engin hugsun festist i höföinu á nótt eins og þessi var. Það er I rauninni léttir, þvi að annars næði örvinlunin taki á manni. Ég var gegndofin af kulda, þegar ég stóö upp um rhorguninn og ekki alveg með sjálfri mér. En eitt- hvað innra með mér rak mig af staö. Þú verður aö fara, Anna þú verður að fara... Ég gekk nokkur hundruð metra. Þá kom ég að hliðinu á býlinu. Ég tók áhættuna og gekk inn fyrir. Það var páskadagsmorgunn og enginn var kominn á fætur á bæn- um annar en ráðskonan. Ég sá á augnaráðinu, aö henni stóð ekki alveg á sama, þegar hún sá mig. Ég sagði henni, aö ég heföi látið fyrirberast i útihúsinu þá um nóttina. 1 fyrsta skipti i langan tima, var mér sýnd meðaumkun. Ráðskonunni fannst þetta greini lega vera hræöilegt. Það stóð matur á borðinu og ég fékk að borða af honum eins mikið og mig lysti. Mér hlýnaöi lika og mér leiö betur en búast hefði mátt við, þegar ég stóð upp, þakkaöi fyrir mig og fór. En ég gat ekki gleymt hey- bingnum. Ég sá hann fyrir mér, þegar kvölda tók og á næturnar. Það hljómar kannski undarlega, en ég sé hann enn fyrir mér eins og draug. Alltaf þegar ég heyri um fólk, sem liöur illa og á erfitt, sé ég heybinginn fyrir mér. Með sumrinu fékk ég löngun til að sjá æskustöðvarnar aftur. Ég var búin að vera lengi i burtu og vissi ekki, hvernig mér yrði tekið. En ég komst aldrei alla leið til Ringsaker. Ein með sjö börn. — Kvöld eitt um sumarið var ég á leiðinni þangað. Betur lá á mér en lengi hafði gert. Allt i einu kallaði einhver á mig. Ég sneri mér við og sá konu standa við grjótvegg skammt frá mér. Að baki hennar sá ég torf- kofa. Hún bað mig lita inn hjá sér. Þar fékk ég að heyra alla söguna: Maðurinn hennar hafði hlaupið á brott með annarri konu. Hún vissi ekki hvert hann hafði fariö og nú sat hún ein eftir með sjö börn I kotinu. Það yngsta var ekki nema þriggja mánaða og það elsta var ófermt. Heyrðu, Anna, hugsaði ég. Hérna er starf handa þér. Og þegar konan spurði mig, hvort ég vildi vera um kyrrt hjá henni og lita til með börnunum meöan hún væri við vinnu, hikaði ég ekki. Við áttum báðar erfitt og mér þótti vænt um að finna, að einhver þurfti á mér að halda. Sjö vikur liðu. Við björguðumst einhvern veginn og misstum ekki móðinn. Stundum hafði konan næstum ekkert meðferðis , þegar hún kom heim en suma daga var þaö nóg nanda öllum. Ég fann, að börnunum var farið að þykka vænt um mig. Þau fundu, að mér gátu þau treyst og að ég bar um- hyggju fyrir þeim. En svo gerðist það einn daginn, að konan kom ekki aftur. Hún strauk með ókunnugum manni til Sviþjóðar og siðan hef ég ekki séð hana. Nú sat ég uppi með börnin sjö. Viö höfðum engan mat og enginn var nálægur, sem rétta myndi okkur hjálparhönd. Ég fann til mikillar ábyrgðar, meiri en mér fannst ég hafa krafta til að standa undir. En ég vildi ekki bregðast börnunum, svo að ég ákvað aö reyna að koma þeim fyrirhjá fólki, sem ég hélt að yrði gott. Ég frétti, að kona þarna i sveit- inni vildi fá það yngsta. Það var drengur og hann þótti mér vænst um af þeim öllum, þvi að ég hafði annazt hann frá þvi hann var þriggja mánaða gamall. Ég sat lengi með hann i fanginu og horfði á hann og hugsaöi um, hvað það væri grimmilegt að ég skyldi verða að láta hann frá mér. Þegar ég kom á bæinn, var kon- an úti við. Henni var sagt ég væri komin og þá kom hún þjótandi inn i eldhúsiö til þess að þrifa af mér barnið. Mér leist illa á hana. Hún var ekki góðleg og hún tók svo harkalega á drengnum, að hann fór aö gráta. Það var meira en ég þoldi. Ég sagði konunni, aö ég hefði skipt um skoðun, tók drenginn af henni og fór aftur út i óvissuna og ör- birgðina. Um kvöldiö sofnaði hann svo vært, að mér fannst ég hafa gert rétt. Nokkrum dögum seinna lét ég drenginn frá mér. Ráöskonan á bænum skildi mig og hvarf hljóö- lega með barniö. En það siöasta, sem ég heyrði, þegar ég gekk yfir hlaðið, var grátur barnsins.. Hugsunin um börnin, sem eftir voru, hélt mér uppi. Þau þörfnuð- ust min. Það bezta, sem ég gat fyrir þau gert, var að reyna að koma þeim fyrir hjá góðu fólki. Og það gerði ég. Ég lét þau frá mér eitt á fætur öðru. t hvert skipti endurtók sama sagan sig. Þau héldu dauðahaldi i pilsin á mér og vildu ekki skilja við mig. Daginn, sem ég lét siðasta barnið frá mér, flýtti ég mér burtu og hljóp eftir veginum. Ég var ekki með sjálfri mér. Allt var tómlegt og snautt. Svo settist ég niður i kofahreysinu og vissi ekki, hvað ég átti að gera. Mér fannst börnin enn þurfa min við, en ég varð að reyna að gleyma þeim og vinna mér inn peninga. Það leit illa út fyrir mér og ég varð að komast i burtu. Ég hlaut að geta fengið einhverja erfiðisvinnu, þvi aö henni var ég vön. Daginn eftir ætlaði ég að læsa kofanum og fara... Langi-Karl kom aftur Anna var ekki fyrr búin aö læsa kofadyrunum en Langi-Karl, manninum hennar skaut upp aft- ur. Anna hélt, aö hún væri búin aö losna viö hann á þessum erfiðu mánuðum með börnin sjö. Hún sá undireins, að honum leið illa. Andlitiö var fölara og guggnara en áður. Fötin héngu i henglum utan á honum og eirðarleysið skein út úr hverjum andlitsdrætti. — Hann var kominn til þess að draga mig af stað á flakk aftur, og ég hafði ekki þrek til þess að standa á móti þvi, þó aö ég vissi hvað biði min og mér myndi liöa illa með honum. Hver stund var plága og ég gerði mér brátt ljóst, að ég varð að hætta flakkinu um vegina og snúa bakinu við Langa- Karli I eitt skipti fyrir öll. Viðgengum og gengum. Við og við vann ég karlmannsverk á bæjunum meöfram veginum. Hinn daginn frétti ég, að Jacob öyen, sem ég vann einu sinni hjá, hefði hug'á að fá mig i vinnu. Hann var bara hræddur um, að ég myndi fljótt stökkva af staö aftur. „Anna getur sjálfsagt ekki setzt um kyrrt”, haföi hann sagt. Þessi orð örvuðu mig samt og ég vann hjá Jacob i tvö ár. Langi- Karl flakkaöi um ailan þann tima. Hann kom bara við og við til þess að heimta peninga og biöja mig um að flakka meö sér. Loksins var svo komið, aö ég gat ekki lengur neitað honum um það. Mér féll afar þungt aö kveðja fólkið á Öyen. Þar var alltaf litið á mig sem manneskju. Ég fékk fljótt að reyna, hvað það er dýr- mætt. Sautjánda mai ætluöum við Langi-Karl að fara yfir Femunds- vatn, en kunnugir vöruðu okkur við þvi.tsinn var ótraustur og það var I rauninni óös manns æöi að leggja út á vatniö. En Langi-Karl kærði sig kollóttan um allar við- varanir. Hann studdist við brodd- staf og mér fékk hann öxi. tsinn varö þynnri og þynnri og ég var viss um, að hann væri lifs- 5.TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.