Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 32
Það myndi vist enginn slá hendinni á móti appelsinunum hennar Völu og banönunum hennar Sigurlaugar. t Costa Rica eru ávextir ódýrir og appelsinurnar kosta minna en kartöflur. Jón Kári með vin sinn, hundinn Vask. Börnin fengu Vask, lítinn hvolp, rétt eftir komuna til Managua, og fylgdi hann þeim til Costa Rica. A heimleiðinni urðu þau að skilja þennan trygga vin eftir hjá vinum I Managua, þvf til íslands hefði hann vart fengið aðkoma. MANAGUA — Við höfðumst þarnavið i görðunum fram eftir nöttu, segir Guðrún, — en skutumst þó inn öðru hverju til að ná i eitthvað af fötum og dóti, þvi aldrei þessu vant fannst okkur hálf kalt úti. Þetta var mjög fögur nótt, heiðskírt og fullt tungl, en uppi á himninum brá þó fljótlega rauðum bjarma, þvi inni i borginni logaði viða eld- ur. Benzinstöðvar höfðu sprungið og á yfirbyggðu markaðssvæði i miðborginni var allt i björtu báli. Fólk hafði komið utan úr sveitum með vörur sinar til að selia fvr- ir jólin og hafðist við i tiöldum á markaðssvæðinu um nóttina. 1 tjöldunum voru oliuluktir og þeg- ar þakið hrundi fuðraði auðvitað allt upp. Það veit enginn, hve margir fórust þarna. — Upptök jarðskjálftans voru undir miðri borginni og þvi var ekki að undra þótt illa færi en tal- ið var að 86% húsanna hefðu eyði- lagzt, útskýrir Jón. Húsin þarna voru yfirleitt ákaflega illa byggð á okkar mælikvarða — voru flest úr einhvers konar tigulsteini, sem gerður er að mestu úr vikri. Það sást bezt eftir jarðskjálftann, hve lélegt byggingarefnið var, þvi tæki maður mola úr rústunum gat maður mulið þá milli handa sér. — Var húsið, sem þið bjugguð i, úr þessum tigulsteini? — Nei. Það var hlaðið úr steyptum steini og styrkt með jarnbentum stólpum og stóðst þvi þessi átök, enda góðan spöl frá upptökum jarðskjálftans. Guðrún heldur áfram frásögn- inni: — Það, sem okkur var auð- vitað efst i huga þarna um nótt- ina, var, hvernig hinum Islend- ingunum hefði reitt af. Undir morgun kom Guðmundur Sig- valdason með sina fjölskyldu og höfðu þau sloppið mjög naum- lega, er hluti af vegg féll I svefn- herberginu hjá þeim. Siðar um morguninn kom svo Einar Sveinsson, en hann bjó með konu sinni og barni i húsi föður sins. Það voru sem sagt allir Islend- ingar i borginni heilir á húfi og var það mikill léttir. Ég gat hresst mannskapinn á kaffi, þvi við elduðum við gas og þótt raf- magn færivarallt i lagi með gasið — Þegar maður fór að átta sig á ástandinu var ljóst að ekki var um annað að ræða en reyna að komast úr landi hið skjótasta, segir Jón. Það var allt farið, benzinstöðvar, skólar og matur og drepsóttir yfirvofandi, þvi lik- in lágu um allt i rústunum. Flug- völlurinn var nothæfur og tóku Amerikanar strax yfir stjórn hans og var reynt að koma fólki flugleiðis i burtu og flytja að björgunarfólk, sjúkragögn og vistir. Við vorum svo heppin að ég var með ferðatékka i dollurum á mér og gat þvi borgað farmiðana fyrir allan hópinn, en þennan dag var nær ógerningur að fá flugfar nema greiða i dollurum. Jón hikar, horfir út um glugg- ann, en segir svo: — Sú mynd, sem mér er einna minnisstæðust frá Managua þennan aðfangadag, er hinn gifurlegi fólksstraumur i allar áttir út frá borginni. Fólk var gangandi, á hjólum, hélt á þvi, sem það gat, eða dró það á kerrum.og öllum var það efst i huga að komast burt. Margir áttu einhvers staðar höfði sinu að halla, hjá ættingjum og vinum, en aðrir stefndu út i algera óvissu. Mjög margir fóru til Masaya, sem er bær um 25 kilómetra frá Managua og þangað flutti ýmis starfsemi, t.d. bankarekstur. Masaya er reyndar frægur staður úr eldfjallasögunni. Þar er sagt að Evrópumenn hafi i fyrsta skipti séð flóandi hrauntjörn og héldu þeir að þar syði gull. Fram- takssamur munkur tók sig til og jós þessu upp, en varð fyrir von- brigðum, er hraunið storknaði. Þetta mun hafa verið snemma á 17. öld. t San Salvador (höfuðborg E1 Salvador) voru Sameinuðu þjóð- irnar með aðalskrifstofu sina og vonuðust Jón og Guðmundur til að fá þar einhverja fyrirgreiðslu, en þar var litla aðstoð að hafa. — Við komum til San Salvador klukkan hálf sex á aðfangadags- kvöld, segir Guðrún, og það fyrsta, sem við gerðum, var að fara til gistihúss, sem Jón hafði dvalizt á, þegar hann var i E1 Salvador fyr- ir-tveimur árum. En þegar við komum þangað mættum við gest- gjöfunum á tröppunum —■ þeir voru búnir að loka gistihúsinu og voru að flytja burt. Er við fórum að ræða við þá, kom i ljós, að þeir voru búnir að greiða húsaleiguna til áramóta og sögðu, að okkur væri velkomið að búa þarna. Þetta var okkar mikla happ. Þau lánuðu okkur rúmfatnað, þvi auð- vitað vorum við ekki með neitt — fengum ekki að taka annað með i flugvélinni en það sem við gátum haldið á. I eldhúsinu voru nauð- synlegustu eldhúsáhöld og þarna bjó svo allur Islendingahópurinn, meðan við biðum eftir að sjá hvað um okkur yrði. — Hvernig eyddu börnin tim- anum — varla hafa þau verið i skóla þennan tima? — Við vorum svo heppin, að það var sundlaug við húsið, og Jón lét það verða sitt fyrsta verk að hreinsa hana og fylla af vatni og má segja að börnin lægju þar frá morgni til kvölds. Ef sund- laugin hefði ekki verið, veit ég ekki hvað þau hefðu gert af sér, þvi hættur eru margar I borginni og alls ekki óhætt að láta börn og unglinga vera eina á ferli. — Hvenær fóruð þið svo til Costa Rica? — Það var ekki fyrr en komið var fram i febrúar, segir Jón. Eft- ir jarðskjálftann var Managua lokað og alveg tekið fyrir að konur og börn færu þangað. En 10. febrúar var okkur tilkynnt að ekki væri lengur neitt til fyrir- stöðu að við snerum þangað aft- ur.Málið var þó ekki alveg svo einfalt, þvi húsinu vorum við búin að sleppa og ekkert húsnæði að hafa, skólar voru allir lokaðir, engin farartæki að fá, skrifstofan, sem við höfðum haft, var farin, og erfitt var um mataraðdrætti. Ég tók þvi málin i mínar hendur og athugaði með húsnæði i San José, höfuðborg Costa Rica, sem er næsta riki sunnan við Nicaragua. Þaðan eru mjög góðar samgöng- ur við Managua og aðeins 40 min- útna flug. 1 San José fengum við á leigu indælt nýtt hús og þar dvaldist fjölskyldan i 10 mánuði, meöan ég vann að verkefni minu uppi I Nicaragua. — Hvernig kunnuð þið við vkk- ur? — og við snúum máli okkar til Guðrúnar — Alveg prýðilega. San José er mjög falleg borg, sem stendur á hásléttu 1 1200 metra hæð. Hún er umkringd fjöllum og loftslag þarna er alveg dýrlegt — eins og maður getur hugsað sér það bezt. Ibúar eru um 300 þúsund og þar af eru mjög margir útlendingar. Til gamans get ég sagt frá þvi, að við vorum ekki búin að vera þarna nema i viku, þegar ég var komin i skandinaviskan saumaklúbb. Þessar skandinavisku konur tóku mér ákaflega vel og það var mjög 28 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.