Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 4
ótrúlega fúsir að taka áhættuna af óhollum lífsvenjum, þótt ekki sé mikils krafizt. Til þess að við- halda starfshæfni líffæra og likamans í heild nægir 15-30 mfnútna likamsstæling á dag eða 1 1/2-3 klst. á viku. Nú vil ég vikja að helztu iþróttum, sem stundaðar eru yfir vetrartimann. Ég nefni þá fyrst þær iþróttir, sem aðallega eru stundaðar innivið. Knattspyrna og handknattleikur eru lang- vinsælustu iþróttagreinarnar, jafnt meðal þeirra, sem æfa þær með keppni fyrir augum og hinna, sem stunda þær sér til ánægju og gagns. Badminton stunda margir hér og er það mjög hreyfanleg og gagnleg iþrótt fyrir alla, en það er rétt að benda fólki á að fara var- lega á fyrstu æfingunum til að forðast meiðsli. Blak veitir alhliða likams- þjálfun.eykurfjaðurmagn, þol og viðbragðsflýti. Það krefst sam- æfingar, samleiks og leiktækni, glöggrar hugsunar og skjóts skilnings. Leikurinn er andlegur og likamlegur heilsugjafi. Hann er skemmtilegur fjölskyldu- og starfshópaiþrótt. Sá, sem stundar blak, fær hóf- lega hreyfingu, réttir úr sér, fettir sig og það er ágætt mótvægi gegn kyrrsetu, t.d. þeim, er húka þurfa dag hvern við skifborð eða ritvél. Fimleikar, þessi fallega iþrótt, hefur færzt i vöxt og má marka þaö af þvi, hve góð þátttaka var i þeim sýningum, sem haldnar voru á siðasta ári og ennfremur hafa mörg iþróttafélög komið á laggirnar frúarleikfimi og sýnir það, hvað iþróttafélögin reyna til að fá fólk til að taka þátt i alls konar iþróttaiðkunum. Þegar við tölum um vetrar- Iþróttir, er rétt að hafa það i huga, að við hættum ekki að leika okkur af þvi að við séum orðin gömul, en gömul veröum við af þvi að við hættum að leika okkur. Fyrst skulum við minnast á skokkið. Það geta allir skokkað og helztu kostir skokksins eru: Það kostar ekkert Þið sóið aðeins dálitlu viljaþreki, en það ætti ekki að setja ykkur á hausinn. Miklar likur eru til þess, að þið auðgizt af góðri heilsu i staðinn. , Engin sérstök tæki Mörg heilsubótarkerfi kosta mikið fé. Það á ekki við um skokkið. Konur, sem aðeins eiga háhæla skó, verða þó að fá sér skó með lágum hælum. Engin sérstök mannvirki Opnið bara útidyrnar og svo getið þið byrjað! Tekur lítinn tima Hver vika er 10.080 minútur. Ef þið skokkið 3 daga vikunnar i 30 minútur, eyðið þið aðeins I það 90 minútum. Ef þið eruð yfir þritugt og ófús á að verja þessum tima i þágu betri heilsu, skuluð þið vera við þvi búin að sóa enn meiri tima I veikindi siðar á ævinni. Skokk er fyrir unga sein aldna Allir, sem eru á aldrinum 7-70 ára hafa gagn af hóflega vaxandi þjálfun skokksins. 1 Danmörku hefur maður einn, Frederik Larsen að nafni, stundað skokk i nokkra áratugi. Fyrir nokkru hélt hann upp á 80 ára afmælið með þvi að hlaupa 12 km á 1 klst. og 26 min.! Hann varð siðast veikur áriö 1932 Það er öruggt Skokkþjálfunin eykst stig af stigi. Engin hætta er á ofreynslu, ef þið skokkíð stutta vegalengd fyrst og smábætið svo við hana. Styrkir hjarta og lungu Skokkæfingarnar miða að þvi að bæta hjarta ykkar, lungu og blóð- rás með þvi að auka smámsaman álagsþol þessara liffæra. Sá dagur kann að koma, þegar lif ykkar veitur á hæfni þessara lif- færa. Hvar á að skokka? l.S.l. mun beina þeim tilmælum til sveitastjórna i þéttbýli um land allt, að komið verði upp skokkbrautum fyrir almenning i námunda við sundlaugar og iþróttaleikvanga, enda hag- kvæmast að koma þar fyrir bað- og búningsklefa aðstöðu. Mundu áreiðanlega margir notfæra sér þá fyrirgreiðslu. Enginn er þó skyldugur til að nota þessa að- stöðu, ef hann vill heldur skokka einn og á stað, sem hann velur sjálfur. Bezt er að skokka þar sem mjúkt er undir fæti, t.d. á grasi eða i sandfjöru. Það gefur fjaðurmagn, sem fer vel með ökkla og hné. Einnig má skokka úti á þjóðvegi, i skemmtigarði, á auðu bilastæði, á auðri byggingarlóð, i iþróttasal eða bara heima hjá sér. Réttur fóta- búnaður hefur mikla þýðingu, ef brautin er hörð.Skórnir þurfa þá að vera með sterkum, mjúkum sólum og góðu innléggi. Skiðaferðir eru mjög vinsælar og mjög margir stunda skiða- iþróttirnar. Það er gott til þess að vita, hvað margar fjölskyldur aka saman út úr bænum um helgar með skiði og sleða til þess að njóta hreina loftsins og náttúrunnar i heilbrigðum leik. Margra iþróttagreina hefur ekki verið getið, en eru mjög skemmtilegar og allir fjölskyidu- meðlimir geta tekið þátt i. Þar m4. nefna skautaiþróttina og vonandi er þess ekki langt að bíða, að hægt verði að renna sér á velfrystu skautasvelli hér i borg- inni, þegar ekki er frost úti. Þið verðið hraustari og og hraustlegri. Þjálfunin örvar blóðrásina, styrkir vöðvana og eykur þér bjartsýni. Skokkið grennir mjaðmir og læri, styrkir slaka vöðva og sléttir magann. Þeir, sem eru vel á sig komnir, eru lika hraustari á kynlifssviðinu. Þetta hefur einnig sálfræðileg áhrif. Ef þið eruð hraustleg I útliti, þá eykst einnig sjálfstraust ykkar. Ykkur finnst, að þið séuð meira aðlaðandi. Eykur þol og öryggi Skokkið eykur afköst ykkar i vinnunni án þess að þið ofbjóðið hjartanu. Hraustur skokkari er ekki meðal þeirra, sem fá fyrir hjartað við óvænta áreynslu. iljálpar ykkur til að léttast Skokk, ásamt skynsamlegu mataræði, tryggir að þið léttist, ef með þarf. Þið brennið hita- einingum ört með þvi að ganga og skokka. Þið léttist með þvi að eyða meiri orku, er nemur þeim hitaeiningum. sem þið fáið i fæð- unni. b;ð léttist á þvi að skokka.en þvi aðeins, að þið troðið ykkur ekki út af mat þegar heim kemur. Það er aldrei nóg brýnt fyrir fólki, að likamanum er góð hreyfing nauðsynleg, hvort heldur hennar er aflað með þessum sigildu Iþróttum eða gönguferðum. Allir geta stundað einhverja iþrótt, bara ef þeir gefa sér tima til þess. Klæðnaður. Fyrir skokkið er heppilegast að nota sérstakan æfingabúning, þó að það sé alls ekki nauðs-ynlegt. Léttur og skjólgóður fatnaður er allt, sem þið þarfnizt. Forðast ber þröng föt, sem hindra eðlilegan blóðstraum um likamann. Notið höfuðfat og vettlinga, þegar kalt er i veðri. Einnig eru siðar nær- buxur nauðsynlegar innanundir æfingabúninginn i kulda. Hægt er að fá keypta hentuga skó, sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir skokk. En einnig má nota ýmsar aörar gerðir af skóm, sem eru mjúkir og falla vel að ilinni. Við aðrar iþróttagreinar er nauðsyn að fá keypta hentuga skó, sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir skokk. En einnig má nota ýmsar aðrar gerðir af skóm, sem eru mjúkir og falla vel að ilinni. Við aðrar iþróttagreinar er nauðsyn að fólk noti réttan búnað fyrir hverja iþróttagrein fyrir sig, þvi að ef ekki er notaður rétti búnaðurinn, er alltaf hætta á meiðslum. Við fáum leið- beiningar um réttan útbúnað hjá sérverzlunum með iþróttavörur. Enn fremur má minna á, að I.S.Í. gefur út leiðbeininga- bæklinga um alls konar „trimm”, og getur fólk snúið sér til skrif- stofu l.S.t. og fengið allar upp- lýsingar þar að lútandi. Hvará abskokka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.