Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 52

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 52
ERLENDUR HER A ÍSLENZKU TÚNI Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var svona: Mér fannst ég vera stödd heima hjá mér og eiga að fara í vinnu eitthvað út á land. Ég var að leggja af stað til þess að kveðja fólkið í næsta húsi. Þegar ég kem út, séég litla flugvél f Ijúga lágt yfir húsið heima. Ég horfi á hana og dettur strax í hug, að þetta sé strákur, sem ég var með i fyrra, en hann átti litla f lugvél og f laug henni hér, en þegar ég gái betur að, sé ég að hún er grá að lit og með erlendum einkennisstöf- um. Mér bregður við og ég fer inn aftur til að segja pabba og mömmu frá þessu. Þá heyrum við manna- mál úti og ég segi við pabba: ,,Þú hleypir ekki þessum mönnum inn”.,, Nei". segir hann og f er út. Ég f ór með honum*þá sjáum við, að kominn er múgur og marg- menni á túnið hjá okkur. Mér fannst mennirnir hafa komið með f lugvélinni og vera njósnarar. Ég og pabbi gengum til þeirra og þeir fara að reyna að tala við okkur. Mér fannst við skilja, hvað þeir sögðu. Allt í einu fara mennirnir að kasta einhverjum fer- köntuðum stykkjum út um allt tún og ég segi við pabba, þó að ég væri hrædd: „Ætlarðu að láta þá henda þessu helvíti hér um allt ? Mér fannst reiðin verða hræðslunni yfirsterkari í huga mínum. Pabbi svaraði mér engu, en leggur af stað í átt að húsinu heima og ég fer á eftir honum. Við verðum þess þá vör, að f yrir utan húsið standa tveir bílar með erlendum einkennisstöf um. Bílar þessir voru afar litl- ir og mér fannst þeir nánast vera leikfangabílar. Við sinntum þeim engu og förum inn í húsið. Þessu næst f innst mér ég vera stödd í einni búðinni hér á staðnum. Þar voru allir að tala um þessa menn, sem hingað væru komnir og væru að rannsaka hér allt og njósna. Mér f annst eins og búið væri að breyta öllu þarna inni í búðinni. í eitt hornið þótti mér sem komin væri skrifstofa. Ég geng þangað inn og þar situr þá stákurinn, sem átti flugvélina og ég var með í fyrra. Mér fannst eins og þungu fargi væri af mér létt, þegar ég lít hann augum. Við förum að spjalla saman. Hann spyr mig, hvað ég sé að gera núna og ég segi honum eins og var, að ég hef ði ætlað út á land að f á mér at- vinnu, en sé hætt við það vegna þessa skyndilega her- náms. Ég bætti því við, að mér litist svo á, að stríð væri yfirvofandi og gæti skollið á, þegar minnst von- um varði. Hann svarar því engu, en spyr hvort hann eigi að útvega mér vinnu. Ég tek því líklega en spyr þó við hvað það eigi að vera. Hann segir mér, að það verði einna helzt við að grafa holur. Mér leizt alls ekki illa á holugröft sem atvinnu en vildi þó fá að hugsa málið. Þá kemur inn maður og mér fannst hann vera einn af hernámsliðinu. Þessi maður er með blað í hendinni. Það var einna helzt líkt ávisun að sjá, en þó var það ekki ávísun. Hann sýnir okkur blaðið og ég tek við þvi og les. Kemst ég þá að raun um, að verið er að leita álits fólks á því, hvort það vilji stríð eða ekki. Ég skrifa nei undir, en hika viðað rétta honum blaðið, því að ég var hrædd um að hann kynni að reiðast svari minu. Ég vaknaði svo, áður en ég hafði rétt honum blaðið. Mig dreymir ekki oft þannig, að ég muni draumana greinilega, en þennan draum dreymdi mig undir morgun og ég man hann greinilega og vona, að þú sjá- ir þér fært að ráða eitthvað úr honum. Beztu þakkir og kveðja. Sigurbjörg. Þú gerir þér hærri hugmyndir um piltinn en hann í raun og veru á skilið. Ekki er þó svo að skilja, að hann sé ekki allrar virðingar verður, en þú ímyndar þér hann meiri mann en hánn er. Þiðeigið eftir að kynnast nánar og allmiklar sviptingar verða milli ykkar, en ekki er gott að sjá af þessum draumi, hvernig þeim kemur til með að lykta. VIÐ JARÐARFÖR. Kæri þáttur! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig sem allra fyrst. Mér fannst ég vera stödd við jarðarför föður míns og móður, en þau dóu bæði fyrir þremur árum. Mér fannst kisturnar báðar vera svartar. Þegar átti að fara að bera kisturnar út úr kirkjunni reis móðir mín allt í einu upp úr kistu sinni og bað bróður minn að opna kistu f öður míns og hann gerir sem hún biður. Þá dregur hún upp hring með Ijósf jólubláum steini og dregur á fingur föður mínum og segir: „Ég var búin að lofa honum að gefa honum hring." Svo leggst hún aftur niður i kistuna og kisturnar voru siðan bornar út oq qrafnar Á eftir var haldin erfidrykkja og þar voru allir að votta mer samuð sina og þeirra a meðal tilvonandi tengdamóðir mín, sem ekki hefur talað við mig í þrjú ár. Og í því vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti. Hanna. Þessi draumur er fyrir batnandi hag þinum. Þú sættist við tilvonandi tengdafólkið, að öllum líkindum á harla óvenjulegan hátt. sisiassssssissísaasasías INNBROT OG STÓRÞJÓFNAÐUR Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en mér þætti afar vænt um, ef þú sæir þér fært að verða við þeirri bón minni að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannstég vera að brjótast inn hjá milljónamær- ingi. Innbrotið gekk vel og ég stal f rá honum mörgum milljónum. Svo hljóp ég út úr húsinu og hóf f lóttann. Ég á mótorhjól og flýði á því. En fljótlega sá ég, að lögreglan var á eftir mér og herti því ferðina allt hvað af tók. Ég fór austur að Þingvöilum. Þar gætti ég mín ekki nægilega vel, því að ég ók út í gjá með þeim af- leiðingum að ég fótbrotnaði. Draumurinn varð ekki lengri. Með beztu kveðju og þökkum. E.S. Þú verður fyrir einhverjum verulegum fjárhags- legum ábata á næstunni, en ekki er ólíklegt að útgjöld þin aukist einnig til muna, en þó ekki svo að ágóðinn fari allur beint i aukin útgjöld. SVAR TIL GRALOPPU Þú lendir i einhverjum vandræðum, þó alls ekki al- varlegum. Helzt gizkum við á, að þér verði strítt meira en þú átt gott með að þola og það verður til þess að þú gerir eitthvað, sem þú átt eftir að sjá eftir í svo- litinn tíma. 48 VIKAN 5.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.