Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 30
Flýöu Managua í rúst á aöfangadag 1972- héldu þar jól ári síöar Rætt við Jón Jónsson, jarðfræðing, og fjölskyldu hans um dvöl i þremur rikjum Mið-Ameriku og jarðskjálftana i Managua. Að morgni Þorláksmessu, fyrir rúmu ári, bárust þær fréttir um heimsbyggðina, að jarðskjálftar hefðu lagt borgina Managua i rúst og mætti alveg eins búast við að mikill hluti Ibúanna hefði farizt eða særzt alvarlega. Þegar fréttir berast af náttúruhamförum fyll- ast liklega flestir óhug, en þegar ókunn og fjarlæg lönd eiga í hlut vilja hörmungarnar oft gleymast manni ótrulega fljótt. Þótt fæstir íslendingar hefðu getað svarað þvi á stundinni hvar Mánagua væri, varð brátt ekki meira um annað hugsað eða talað, þvi það fréttist, að i Managua, höfuðborg Mið-Amerikurikisins Nicaragua, væru milli 10 og 20 íslendingar, þar á meðal börn. tslenzka þjóðin beið milli vonar og ótta og fylgd- ist nákvæmlega með fréttum frá Managua, þar til spurðist að allir tslendingarnir væru heilir á húfi og hefðu komizt til nágrannarik- isins E1 Salvador. Þá gátu menn andað léttar og átt gleðileg jól. Siðar bárust nákvæmari fréttir af þvi, sem gerzt hafði — en íslend- ingarnir sátu ennþá i óvissu i E1 Salvador þann 23. janúar, er gosið hófst i Heimaey og Islendingar fengu um annað að hugsa. Meðal tslendinganna I Mana- gua voru Jón Jónsson jarðfræð- ingur, Guðrún Guðmundsdótt- ir kona hans og fjögur börn þeirra. Þau höfðu dvalizt 1 Managua um tveggja mánaða skeið, er ósköpin dundu yfir. I stað þess að dveljast i rólegheitum i eitt ár i Managua, eins og áætlað hafði verið, þurftu þau að vera um skeið i E1 Salva- dor þar til þau komust til Costa Rica og eignuðust „heirnili” á ný. Flestum finnst vist rióg fyrir 6 manna fjölskyldu að taka sig upp og fara til árs dvalar i fjar- lægri heimsálfu, þó ekki þurfi i ofanálag að hrekjast þar land úr landi. Allt fór þó vel og á gamlársdag kom fjölskyldan til tslands. þ.e.a.s. Jón, Guðrún, Dagur 12 ára og Sigurlaug 11 ára. Jón Kári, 15 ára, kom heim i sumar til að fara skóla, en Vala, 18 ára, er enn i Costa Rica, þar sem hún ætlar að ljúka mennta- skólanámi i vor. Fjölskyldan hafði ekki verið nema nokkra daga á tslandi. þeg- ar Vikan sótti hana heim i Garða- hreppnum. Það var ekki að sjá þar á neinu að húsráðendur hefðu verið fjarverandi (nema hvað þeir sjálfir voru ögn útiteknari en tslendingar eru almennt á þess- um árstima) og á borð voru born- ar að minnsta kosti 6 tegundir af heimabökuðum smákökum. — Það voru nágrannarnir, sem færðu okkur þetta, þegar við komum heim, segir Guðrún til út- skýringar. — Þeir tóku okkur með kostum og kynjum og voru mejra að segja búnir að leggja á borð hér i borðstofunni og gera jóla- legt, þegar við komum á gaml- ársdag. En hvernig stóð á þvi að fjöl- skyldan fór til dvalar þarna suð ureftir? Eins og einhverjir minnast vafalaust úr fréttum frá i fyrra var Jón i Nicaragua á vegum Guðrún, Jón, Dagur, Sigurlaug, Jón Kári, Vala og hundurinn Vaskur. Myndin var tekin i Managua á jólunum, áður en Vaskur var kvaddur, en hann fékk ekki að fara með til lsiands. Þessar tvær myndir eru teknar á nær sama stað, önnur fyrir jarö- skjálftana, en hin eftir. Nýju háhýsin stóðu, en byggingarnar nær á myndunum hrundu flestar eins og spilaborgir. Eftir jarðskjálftana var prentað á póstkort „Managua No Ha Muerto. Duerme”. — „Managua er ckki dauð. Hún sefur”. 26 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.