Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 37
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tab á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. Payd&vo, Moias \Qaa £st-C<2. l'axdrobus nu^év'oöQ- slcurvvte, \cá ?“ UNGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656 Undirrit___óskar: aó fá sendan upplýsingapésa um linguaphone □ aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í: ensku □ frönsku □ þýzku □ spamsku □ annaðmál nafn: ............................................. □ hljómplötur □ kasseftur heimili: héraö: Fullnaóargreiósla kr. 5.200.- fylgir meó □ Póstkrafa kr. 5.400.-□ Sérstakir greiósluskilmábr □ útborgun kr. 2.500.- þrjár mánaóarlegar afborganir á vixlum —3x1.000- — samtals kr. 5.500.- UNGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK Skothríö á Praca-torgi Framhald af bls. 14 Skytturnar voru eitthvað sex talsins — þvi að nákvæm tala þeirra hefur aldrei sannazt — og höfðu tekið sér stöðu við horhið á torginu, sitt á hvorri gangstétt, til þess að geta gert áhlaupið úr tveimur áttum. Það eina, sem vitað er, er það, að Alfredo Costa var vestanmegin undir súlna- göngunum i fjármálaráðuneytis- byggingunni, en Manuel Buica var norðanmegin við innanrikis- ráöuneytið. Costa var vopnaður skammbyssu, en Buica leyndi sinni byssu undir kápunni. Vagnalestin ók strjált og það gerði morðingjunum auðveldara fyrir að greina vagn konungsins ■Riddarafylgdin var einum tutt- ugu skrefum á undan en hinir vagnarnir góðan spöl á eftir kon- ungsvagninum. Costa varð fyrstur til, eða þegar vagninn var næstum kominn framhjá fjármálaráðuneytinu. Með skammbyssuna i hendi þaut hann frá úr þriðja boga frá end- anum (áhorfendur lýstu honum sem ungum manni i „grófum sportfötum”), hljóp að vagninum vinstramegin og skaut beint i háls konungi, sem var hálfstaðinn upp i sæti sinu. (Ein heimild telur, að skotiö hafi einnig hitt krónprins- inn). Þegar konungur stóð upp til að verja sig, stóð drottningin einnig upp og rak upp neyðaróp, sem hinir nálægustu i áhorfenda- hópnum heyrðu og tók að berja Costa með blómvendinum sinum. En hann hélt sér i vagninn og tókst að skjóta aftur, og hitti þá konunginn i bakið og þegar kon- ungur lagðist út af á vinstri hlið á sessurnar — og heyrðist siðast segja: „Drottningin!— drógu lögreglumenn Costa burt og skutu hann til bana, eftir að hann hafði hleypt af þriðja skotinu árangurs- laust. Mannfjöldinn, sem hafði troðizt að vagninum, er hann nálgaðist hornið á torginu, tók nú til fótanna og leitaði skjóls i súlnagöngunum. Það sem gerðist næstu tvær minúturnar liggur ekki ljóst fyrir. Meðan vagnarnir stöðvuöust sem snöggvast og hestarnir fældust og prjónuðu, virðast árásarmen.nirnir hafa klifrað eða reynt aö klifra upp á stigþrepið. Lögreglan réöst að þeim og prinsarnir tveir stóðu upp um leið og drógu upp skamm- byssur sinar til þess að skjóta. Ekillinn sló nú I hestana og kom þeim af stað aftur og vagninn var i þann veginn að beygja yfir i Vopnabúrsgötuna, þegar Buica hljóp fram úr bogagöngunum, dró riffilinn undan kápunni og skaut tveimur skotum á krónprinsinn, sem hneig niður i vagninn, með skotsár i andliti og brjósti, áreið- anlega af völdum Buica, enda þótt sumir áhorfenda héldu þvi fram, að aörir moröingjarnir i mannþrönginni heföu hleypt þeim skotum af. Amélie drottning stóð enn upprétt og gerði hugrakkar tilraunir til að vernda syni sina, og nú skaut Buica, sem hafði fært sig yfir I næsta boga skoti að henni. Skotið hitti ekki hana held- ur Manoel prins, sem nú hafði skotið fjórum skotum úr skamm- byssu sinni, og særði hann á handlegg. Þegar Buica reyndi að flýja eft- ir norðurjaðri torgsins hljóp her- maður að nafni Alvaro Valente til og greip hann kverkataki og hélt honum en einn af lifvörðum kon- ungs, Carlos Figueira sló hann með sverði sinu. Samt tókst Buica aö hleypa af tveimur skotum og særa Figueira höfuðsmann á fæti og Valente i vinstra læri. En þá skaut lögreglumaður Buica og særöi hann til ólifis, en Buica beit hann i fingur og sleppti ekki tak- inu, fyrr en hann missti meðvit- und. Skömmu siðar var hann dá- inn. Samkvæmt annarri heimild um viöburði þessa stundarkorns hætti ein hirðfrú drottningar lifi sinu i skothriðinni með þvi að hlaupa upp i konungsvagninn, rétt eftir að konungur var skot- inn til þess að verja drottning- una. En Amélie drottning æpti til hennar: — Farðu burt, farðu burt! Ég vil ekki láta drepa þig lika. Vagn konungs var með tólf kúlnaför og brotna rúðu og annað ljóskeriö, og nú þaut hann ofsa- lega út af Pracatorginu yfir i Vopnabúrsgötuna og flutti nú dauða og deyjandi afkomendur Braganzaættarinnar. Fyrsta skotiö frá Costa hafði skorið sundur stóru slagæðina i Carlos konungi, og nú lá hann I blóðpolli á hægindunum. Krón- prinsinn var særður til ólifis og Manoel prins dofinn og i hálf- gerðu yfirliði út frá sárinu, sem hann hafði fengið i handlegginn. Aðeins Amélie drottning hafði sloppið ósködduð. Enskur sjón- varvottur lýsti undankomu henn- ar sem hverju öðru kraftaverki, þar eð hún stóð þarna upprétt og gjörsamlega varnarlaus. Enn var verið að skjóta frá torginu, svo að hættan var engan veginn liðin hjá, en snarræði ekilsins, sem sjálfur var særður, kom vagnin- um undan. Fram með Vopna- búrsgötunni vinstramegin lá þunglamaleg framhlið vopnabúrs flotans. Hann sneri vagninum inn i opnar dyrnar þar (og rakst um leiö á annan vagn i fylgdinni) og stanzaði siðan rétt um leið og hurðunum varskellt aftur að baki honum. Konungurinn og krón- prinsinn voru bornir úr vagninum og inn I spitalasalinn. Einhver hinn fyrsti, sem sá þá, þar sem þeir lágu hlið við hlið I blóðugum £inkennisbúningunum, var sendiherra Spánar. Eftir aö hafa kvatt konung i bryggjunni, hafði de San Luis greifi gengið burt ásamt Aparici ofursta og Senor Guell y Borbon, til þess aö svipast um eftir konu sinni, sem var þar skammt frá. En þeir voru varla komnir nema hundrað skref frá bryggjunni, þegar þeir heyrðu skothriðina hinum megin á torg- inu og voru samstundis komnir inn I æðisgengna mannþröng. Þeir sáu sér til skelfingar, hvaö um var að vera og ruddust þang- að, sem skotin heyrðust. Við end- ann á Vopnabúrsgötu æpti ofurst- inn til lögreglumannsins, sem ætlaði að stöðva þá: — Láttu spænska sendiherrann komast leiðar sinnar! Lögreglumaður annaðhvort skeytti þessu ekki eða heyröi það ekki, i öllum óskapa- ganginum og þeir þutu áfram og tókst að komast inn um dyrnar á Vopnabúrinu og hlupu aö blóöi drifnum vagninum. Greifinn gekk inn I spitalasalinn og slóst i litla hópinn kringum menning, sem Framhald á bls.3 5 5.TBL. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.