Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 46
Jackson. Nei, ég vildi ekki hitta Jackson niina, hann neyr&i henni til, hann myndi hlýða hverju kalli hennar. Frú Bennett? Hún var hjá lamaða manninum i her- bergi hans á þriðju hæð. Skyldi hann vita hvað um var að vera? Það brakaði i stiganum. Ég var næstum komin upp á breiða stigapallinni þegar ég nam svo snögglega staðar, eins og ég stæði fyrir framan byssuhiaup. Eg fékk ákafan hjartslátt.... Beint fyrir framan mig stóð Lydia Trendennis, svartklædd aö venju. Ég studdi mig við handriðið og stóð þar sem lömuð, gat bókstaf- lega ekki hreyft mig úr stað. Hún virti mig fyrir sér, kulda- leg og sviplaus. — Viltu gjöra svo vel að koma með mér inn i dagstofuna, Madeleine. Ég þarf að tala viö þig- Hún gekk fram hjá mér niður stigann. Það var greinileg skipun I rödd hennar, aö ég hlýddi án þess að hugsa. Hún nam ekki staðar, fyrr en hun var komin inn i stofuna. — Lokaðu dyrunum, Made- leine. Ég hlýddi, treglega þó. Hún stóð alveg hreyfingarlaus. Lang- ur skuggi hennar náði til min og það var eins og hann teygði sig æ nær mér. Ég var óstyrk en tók svo til máls. — Mér þykir hræðilega leiðin- legt að heyra....Ég fretti það i gær, hve veik þú ert..Láttu mig endilega vita, ef ég get eitthvað gert fyrir þig. Hún veifaði hendinni, eins og hún væri að stugga frá sér flug- um. — Charles sagði mér þessar hræðilegu fréttir i gær. t fyrstu gat ég varla trúað þvi, en svo talaði ég sjálf við lækninn og hann itrekaði það. Ég hefi aldrei á ævi minni heyrt nokkuð, sem hefir haft svo slæm áhrif á mig . Aldrei! Ég stóð hnipin og óskaði þess að ég væri dauð. — Skilurðu hvað ég er að segja? — Leiðinlegt! sagði hún hló kuldahlátri. — Leiðinlegt, það var þá helzt orðið yfir það. Ég varð máttlaus i hnjánum, en þorði ekki að setjast meðan hún stóö. Ég gekk að einu stólnum og studdi mig vð bakið á honum til þess að geta staðið upprétt. Hún leit ekki af mér. — Nú? Hverjuátti égaðsvara? Hverju bjóst hún við? Ég var með grát- stafinn i kverkunum og sagöi, að ég tæki þetta ekki síður nærri mér. Ég þráði svo heitt að eignast barn, ég elskaði börn. — Farðu ekki að vola! Hún sagði þetta svo hörkulega, að mér brá við. Ég starði á hana með galopnum augum. Mér fannst eins og hún hefði rekið mer kinnhest. Hún lyfti höndinni, frá- hrindandi og háðsleg. — Það gagnar nú litið að vatna músum! Hún spurði mig svo, hvort Charles hefði sagt mér frá sjúk- dómi hennar. Hvort ég vissi að hann væri ólæknandi. Ég kinkaði kolli. ., — Sagði hann þér, að ég ætti ekki eftir eitt ár ólifað? — Já, ég varö svo hrygg, þegar ég heyrði það. — Jæja, við sjáum nú til, sagði hún þurrlega. Hún hélt áfram að tala, eins og hún væri að ræða um fram- kvæmdir við ráðsmanninn. Hún sagði, að sér væri það mikið i mun, að sjá til þess að allt kæmist i fastar skorður á Tregarran, það væri skylda sin að gera það, áður en hún dæi. Ekki mátti láta til- viljanir ráða. — Þú ert hugrökk kona, tengda- móðir min, sagði ég. — Það er mikill munur á þvi sem þú kallar hugrekki og skyld- um. 1 okkar ætt hefir skyldan allt- af verið i fyrirrúmi. Hvað var hún að fara? Ég tók eftir þvi, að hún virti mig vand- lega fyrir sér. Ég hafði það á til- finningunni, að hún hafði tekið einhverja ákvörðun, rödd hennar varð innilegri. Hún gekk frá glugganum og sagði mér að setjast. Ég var fegin og hné niður i stól og hún tók sér sæti and spænis mér. — Þú sagöir áðan, að þú værir hrygg yfir heilsufari minu. Made- leine. Er það svo að skilja, að þú viljir hjálpa mér, ef þú gætir? — Já, að sjálfsögðu. Ég sá greinilega öll svipbrigði á ásjónu hennar. Það var ljóst, að hún hafði gengiö i gegnum miklar þjáningar. Húðin var ennþá strekktari yfir kinnbeinin, varirnar alveg blóðlausar og djúþ'ir skuggar undir augunum. — Ég lá vakandi i alla nótt og hugsaði um það, sem Charles sagði mér, sagði hún. — Það var erfið nótt. t gær gekk eg með þá von stundarkorn, að heitasta ósk min væri að rætast. Mig grunaði ekki neitt. Svo heimsk var ég. Þegar Charlfes sagði mér sann- leikann, varð ég mjög vonsvikin, særö.... Andlitið á henni... Það var undarlegt að sjá það - svona nálægt sér, sjá hinar hröðu breytingar, sem svipur hennar tók. Stundum var eins og svip- mótið þurrkaðist út. Þá var það liklega sjúkdómurinn, sem náði á henni tökum. En svo liöu skugg- arnir hjá og svipmótið var eins og meitlað i stein. Ég horfði á hana og hugsaði með mér, að ég hafði aldrei trúað að til væri mann- eskja, sem gæti stjórnað svona sjúkum likama meö stálvilja. — Þetta var áfall, hræðilegt áfall fyrir mig, að heyra að kona einkasonar mins, gæti ekki eignazt barn, sagði hún. — Ég gat ekki fengið verri fréttir, það hefði ekki verið verra þótt mér hefði veriðsagt, að Charles væri dáinn. t rauninni kemur það út á eitt. Það merkir það, að Trendennis ættin er dæmd til að deyja út. Ég þoli ekki að hugsa til þess. Það má einfaldlega ekki koma fyrir! Það brann eldur úr augum hennar. Ég var sem dáleidd. Hún talaði lágt, en hvert orð dundi á mér sem hamarshögg. — Þú elskar son minn, er það ekki? — Ofar öllu öðru! Hún kinkaði kolli og sagði svo, að hún tryði mér. Ég skyldi lika fá tækifæri til að sanna það, með þvi að færa nokkra fórn. Ég heyrði óljóst, að hún sagði: — Það er hægt að elska á mis- munandi hátt. Madeleine... Það er hægt að sanna ást sina með þvi að afsala sér ástinni. Hefur þér aldrei dottiö það i hug? Ég heyrði þetta eins og gegnum þoku og nú vissi ég, hvað hún átti við. Hálsinn herptist saman og það var rétt svo, að ég gat stunið upp: — Þú átt við....átt við hjóna- skilnað. Hún kinkaöi kolli. — Já, ég á við það. Frh. i næsta blaði. Hrævareldur Framhald af bls. 37 Ég kyngdi af hneyslun. — Hvernig mátti það vera, það var samt áður en hún rak upp ópið? Hún var þá ekki fallin i gilið og þú varst langt i burtu frá herberginu hennar, i dagstofunni. — Ég... ég veit það ekki, þetta er allt svo ruglingslegt. Hún hljóðaði, en ég get ekki munað, hvenær það var. Ég heyrði það og hljóp upp stigunn. Og þar var Shan, fyrir neöan stigann. Hún sagði mér að fara upp og bíða. Hun sagði, að ég skildi ckki taka mark á þessu. Og svo fór hún inn i dagstofuna og fór út að glugg- anum, sem var næstur svölunum fyrir utan herbergi mömmu. — Og hvað sá hún? — Hún sagði mér það ekki. Hún vildi aldrei tala um það. Hún sagðist vera búin að gleyma þvi öllu. Þegar lögreglan kom, var ég uppi I herberginu minu og háttuð. Shan sagði þeim, að ég væri lasin. Þeir vissu aldrei, að ég hefði 42 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.