Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 18
Botnlangabólga — Heimilisfólkið hjá mér fékk einhvern snert af matar- eitrun í siöustu viku og ég hélt að ég hefði fengið þaö lika, en óþægindin.sem e'g hef eru allt öðru visi. Hvað haldið þér að þaö geti verið, læknir? — Hvar gerði verkurinn fyrst vart við sig? spurði ég konuna. Hún benti á magann fyrir ofan nafla. — Hvar er hann nú? Hún færði höndina neðar til hægri. — Fenguð þér uppköst og flökurleika? — Ég kastaði emu sinni upp, þegar ég fékk verkinn, sagði hún . — En ég kastaði ekki upp fyrr en ég hafði fund’ð fyrir sársaukanum góða stur.d, Ég hefi hvorki höfuðverk eða niður- gang, eins og hitt heimilisfólkið. En nú finn ég til þegar ég hósta eða hnerra. Stundum sviar svo- litið, en ég finn alltaf til. Þetta var mjög sennileg lýs- ing á botnlangabólgu. Tunga hennarvar lika hrjúf og þaö var óbragö i munninum. Þótt hún væri ekki með sótthita og blóð- þrýstingurinn nokkuð eðlilegur, var allt sem benti til þess, að væri botnlanginn sem angraði hana. Þegar hún lá á rannsókna- borðinu var augljóst að maga- vöðvarnir fylgdu ekki eftir önd- uninni. Þegar ég þrýsti á mag- ann, fann hún hvergi til nema á þessum eina bletti, hægra meg- in neðan við naflann, en þar fann hún aítur á móti mikið til. Ég sagði henni að þetta væri botnlangabólga og að það þyrfti að fjarlægja botnlangann strax, áð minnsta kosti væri það bezt. Það reyndist auðvelt að fá sjúkrahúspláss, þar sem botn- langaaðgerðir mega sjaldan biða og eru oftast gerðar á þeim sjúkrahúsum sem hafa neyðar- vakt. Ég útskýrði fyrir konunni hvernig þetta litla og óþarfa lif- færi gæti verið hættulegt, ef þvi væri ekki sinnt. Það er lítill veg- ur að lækna þessa bo'lgu og ef svo skyldi fara að botnlanginn spryngi, þá væri alltaf hætta á Hfhimnubólgu. —■ Getur þetta ekki verið langvarandi botnlangabólga, eru ekki margir sem geta geng- . iö lengi ’með hana? Ég sagði henni að það væri mjög vafasamt að fólk gæti gengið með langvarandi botn- langabólgu, og það kemur alltaf að þvi, að það verður að fjar- lægja botnlangann, þegar hann á annað borð er farinn að gera vart við sig. Köstin gera oft vart við sig æ ofan i æ, svo það er bezt að hætta ekki á að eitthvað alvarlegt komi fyrir. Það kemur oft fyrir að stúlkur á uppvaxtarárum finni til óþæg- inda einmitt á þessum stað og kenni það botnlanganum og það get’ur verið orsökin til þess að fólk heldur að um langvarandi botnlangabólgu sé að ræða og að það geti lagast með tímanum, en slfkir verkir eru oftast venju- legir tíðaverkir og ekkert við- komandi botnlanganum. !/ Skothríð á Praga-torgi Framhald af bls. 13 hjónunum í Vila Vicosa, en kvaddi nú konung, áður en hann ók til gistihúss sins. Sá siðasti, sem kvaddi var de Sant Luis greifi, sendiherra Spánar i Lissa- bon, sem talaði við konung, rétt um leið og hann sté upp I kon- ungsvagninn (Drottningin og prinsarnir tveir voru þegar setzt þar og biðu konungs). Greifinn hafði komið niður á bryggjuna á- samt konu sinni, Carmen greif- ynju, en er hann sá, að þarna voru engar konur viðstaddar, haföi hann sent hana heim en beið nú á- samt Aparici ofursta og Senhor Guell y Borbon, sem varnher- málaráðunautur sendiráðs hans og æðsti fulltrúi. Konungur talaði vingjarnlega við hann i einar tlu minútur um Alfonso konung, spurði, hvar hann væri sem stæöi, hvenær hann ætlaði til Sevilla og hvort nýafstaðin veiðiför hans hefði verið vel heppnup. En þegar greifinn sá, að hann var farinn að tefja fyr- ir brottförinni, kvaddi hann og fór. Konungur sté upp I fereykis- vagninn, sem var opinn, og sagð- ist ekki vilja aka j lokaða vagnin- um, sem Franco hafði útvegað, fyrr en þakið hafði verið tekið of- an — og nú lagði fylgdin af stað I þessa tveggja milna för til Nec- essidades-hallarinnar, eftir Vopnabúrsgötunni (frá norðvest- urhorninu á Praca) og siðan eftir Rua de San Paulo og Rua de Boa Vista. Fyrir framan uppstillta fylk- inguna lá Pracatorgið, þar sem nú var búið að kveikja. Þetta var stærsta og fallegasta torgiö I Lissabon, þar sem viö austur- vestur- og norðurhliðina voru raöir af þriggja hæða byggingum með súlnagöngum, en þar voru aðallega ráðuneyti og stjórnar- skrifstofur. A stalli á miðju torgi stóð hin klassiska riddarastytta Jósefs I. Þetta var viðeigandi staður fyrir konunglegt fylgdarlið og fagnandi manngrúa, en það af honum, sem safnaðist saman vestanmegin á torginu, þar sem fylgdin átti að fara framhjá á leið Vopnabúrsgötunnar var ekki sér- lega fjölmennt, sums staðar varla meira en tvisett röö. Þessi daufa aðsókn sýndi bezt litlar vinsældir konungs, og eins getur hafa fækk- aö þarna vegna áðurnefndar klukkustundar tafar. Sumir við- staddir gátu merkt þarna nokkra spennu, og einhverri hlédrægni hjá áhorfendahópnum. Samt var nú lostið upp einhvers konar fagnaðarópum, þegar lest þriggja vagna með riddaraflokki á undan lagði af stað. Morðingjarnir biðu, þar sem Vopnabúrsgatan liggur út frá Pracatorginu. Þetta var heppi- legur staður, þvi að þarna mætt- ust súlnagöng frá tveimur hliðum á torginu og þar var áhorfenda- hópurinn þéttastur og veitti bezt skjól. Framhald á bls. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.