Vikan


Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 8

Vikan - 31.01.1974, Blaðsíða 8
Þarftu aö bæta? Ertu mm •r-rT-r Viltu bre <7 litskver GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30460 Dósturinn ER STJÖRNUSPÁIN ÖRUGG? Kæri Póstur! Mig langar til aö spyrja þig, hvort það sé óhætt að treysta stjörnuspánni. Ég hef venjulega farið eftir henni, en ekki alltaf. Hvernig fara hrútur (stelpa) og dreki (strakur) saman, en hrútur (stelpa) og hrútur (strákur)? Svo þakka ég allt gott i Vikunni. Þakka fyrirfram fyrir birting- una. Gerður P.S. Hvernig er skriftin og hvað heldur þú að ég sé gömul. Stjörnuspánni á að vera nokkuð óhætt að treysta. Vitaskuld fer það töluvert mikið eftir þvi, hvenær sólarhringsins og hvar i merkinu þú ert fædd, en i aðalat- riðum á spáin að vera örugg. Hrútur og dreki eiga varla skap saman, þvf að bæði gera miklar kröfur, sem þau eiga erfitt með að slá af. Tveir hrútar eru annað hvort yfir sig hrifnir hvor af öðr- um, eða þeir hata hvorn annan eins og pestina. Skriftin er ekki afleit, en frágangur bréfsins heföi mátt vera vandaöri. Þú ert ekki eldri en fjórtán ára. OF UNG TIL AÐ VERÐA MÓÐIR. Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég er ein þeirra, sem eru i vanda. Ég er aðeins tólf ára og er ófrísk eftir átján ára strák. Ég er ekki búin að segja honum frá þvi og ekki pabba og mömmu heldur. Heldur þú, að ég geti fengið fóstureyðingu og þá hvar? (Éger komin einn og hálfan mánuð á leið). Svo er eitt vandamál enn. Strákurinn veit ekki hvað ég er gömul Hann heldur. að ég sé fimmtán ára. Elsku Póstur! Láttu þetta ekki lenda i ruslakörfuna, þvi aö mér liggur svo mikiö á svari. A.S. Það fyrsta, sem þú átt aö gera, er aö fara til læknis og fá úr þvi skorið, hvort þú ert i rauninni ófrisk eða ekki. Kannski ertu búin að þvi, en ef svo er ekki, þá get- urðu ekki verið alveg viss, þvi að þú ert svo ung, aö ekkert er eðli- legra en tiðir séu ekki orðnar reglulegar hjá þér enn. Verði úr- skuröur læknisins sá, eöa sé þeg- ar orðinn, að þú sért barnshaf- andi, skaitu umsvifalaust segja piltinum-og foreldrum þinum allt af létta. Segðu piltinum lika frá þvi, hyað þú ert ung og láttu for- eldra þina vita, að þú hafir talið honum trú um, að þú værir eldri en þú ert. Svo veröið þiö öll fjögur að ráða fram úr þessu vandamáli I sameiningu, þvi að öll eigiö þið nokkra sök á að svona er komiö. HÚS í GRIMSEY OG FLEIRA. Daginn Vikupóstur og gleðilegt ár! Tilefni þess að ég skrifa þér, er að mig langar að biðja þig ásjár i ýmsu, sem mér liggur þungt á hjarta um þessar mundir. Nr. 1. Hvert á maður að snúa sér, ef mann langar ofsalega til að verða þjóðlagasöngkona? (Þ.e.a.s. ef maður hefur hæfileika i ríkum mæli). Nr. 2. Hvar er hægt aö fá keyptan hvolp af smávöxnu kyni hér á landi? Nr. 3. Alitur þú, að kona geti verið háseti um borö i fiskibát á vetrarvertið? Nr. 4. Er hægt að fá leigt eða keypt hús I Grimsey? Nr. 5, Er það alltaf sami maður (eða kona), sem svarar bréfum, sem berast Póstinum ? Nr. 6. Hvað heitir elzta, uppi- standandi kirkja á landinu? Nr. 7. Hvað gerir fill, sem hefur klifrað upp i tré, og kemst ekki niður? Afsakaðu þessa siðustu, ég ræð bara ekkert við striðnina i mér. Og svo að siðustu, hvérnig er skriftin og hvað lestu úr henni, hvað er ég gömul og svo framveg- ls — Blessaður Póstur minn. 1071-6888. Það er vist ekkert annað að gera en vinda sér beint i að svara spurningunum og reyna að létta á þinu þjakaöa hjarta. 1. Það ætti aö vera auðvelt, ef hæfiieikarnir eru I rikum mæli. Reyndu að hafa samband við stjórnendur skemmtiþátta I fjöl- miölum, hljómplötuútgefendur, eöa skem mtikraftamiölunar- skrifstofu. Einhver þessara aðilja hlýtur aö gcta greitt götu þina. 2. Þeir fást ekki á opinberum markaði hérlendis, a.m.k. ekki svo Póstinum sé kunnugt um. Reyndu smáauglýsingu í ein- hvcrju dagblaðanna. 3. Þvi ætti hún ekki að geta það? 4. Ætli það ekki. Nú ef ekki, þá ætti að vera hægt að fá bygginga- leyfi þar. 5. Yfirlcitt er það, já. (>. Grafárkirkja á Höfða- strönd og bænahúsið á Núpsstað cru að stofni til frá 17. öld. Annars er kannski svolitiö vafasamt að telja þetta elztu guðshús landsins, þvi að á þeim hafa verið gerðar svo miklar endurbætur, að við liggur aö húsin séu ný, þó að þau liti út eins og þau gerðu i upphafi. llins vegar eru veggir Hóladómkirkju frá árinu 1763, en innviöir kirkj- unnar nýrri. A síöustu öld var sett ný innrétting I kirkjuna og henni þá brcytt, en þetta hefur nú verið lagfært og kirkjan litur út eins og þegar hún var vigð fyrir rúmum tvöhundruð árum. 7. Ekkert að afsaka. Fillinn skriður út á eitt iaufblaðið á trénu 4 VIKAN 5. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.