Vikan

Issue

Vikan - 10.04.1975, Page 40

Vikan - 10.04.1975, Page 40
mig dreymdi Selir ganga á land. Draumaráðningar Vikunnar! Ég hef ekki skrifað ykkur áður, enda trúi ég ekki á drauma. Ástæðan fyrir þessu bréfi er draumur, sem hafði svodjúpáhrif ámig, aðég hef ekki getað gleymt honum. Samt er næstum hálft ár liðið síðan mig dreymdi hann. Ég vaknaði með það í kollinum, að hann hlyti að merkja eitthvað og ég yrði að vita, hver sú merking væri. Draumurinn var svona: Dað var drungalegur dagur, mér fannst vera vor. Ég þóttist standa uppi á túninu við bílastæði Þjóð- skjalasafnsins. Þar var eitthvað fleira af fólki, en ég horki þekkti það né kannaðist við neitt af því. Skyndi- lega upphófust mikil hróp og köll og fólkið fór að benda niður á Skúlagötuna. Sé ég þar, hvar nokkrir selir koma arkandi upp úr sjónum og á móti okkur upp eftir Ingólfsstrætinu. Þegar þeir koma til okkar, fara allir að klappa þeim og kjassa. Sumir tala um, hvað gera eigi við þessi dýr, því að örugglega sé bannað að hafa þau í borginni. Allt í einu er fólksf jöldinn kominn upp á tröppurnar utan við menntaskólann, en selirnir eru sumir niður í Lækjargötu og aðrir á bílastæði kennaranna við norðurhliðina á skólanum. Mér fannst ég vera nýbú- inn að fá þær upplýsingar í sima, að pláss væri fyrir selina á sædýrasafninu og þar sé allt reiðubúið til að taka á móti þeim. Mér rétt tókst að opna munninn til þess að segja þessi tíðindi, áður en einhver hrópaði, að verið væri að skjóta selina niðri á planinu hjá BSR. Mér varð-litið á bílastæði kennaranna, þar sem selirnir höfðu verið, en þar sást enginn selur. Þá tók ég til fótanna og hl jóp niður að BSR og ætlaði að reyna að bjarga þeim selum, sem enn voru lifandi með því að segja skotmönnunum, að tóm vitleysa sé að skjóta selina, því að þeir eigi að f ara á sædýrasaf n- ið. Niðri á planinu sá ég menn i gráum einkennisbún- ingum með skammbyssur í höndunum og hleyptu þeir í sífellu af byssunum í síður dýranna. Mér skildist, að þessir menn væru meindýraeyðar. Ég elti þá seli, sem enn lifðu, og flýttu sér í skjól, þeir fóru framhjá Hótel Borg, yf ir Austurvöll og inn á lóðina, þar sem listamannaskálinn stóð. Þar hafði verið reist bákn eítt úr timbri, í laginu eins og olíubor- turn, og náði það mjög hátt upp í loftið. Þegar ég kom að þessum turni, var verið að skjóta selina, sem leitað höfðu skjóls undir honum. Þegar því var lokið, gengu meindýraeyðarnir burtu og skildu hræin eftir. Ég og annar strákur ætluðum að grafa dauðu selina, en sá- um þá lífsmark með einum þeirra. Skyndilega vorum við tveir komnir með þennan eina sel í fanginu að litlu bárujárnsklæddu timburhúsi með háu risi, og á risinu var lítill kvistgluggi. Sá sem með mér var, sagðist vera þreyttur, og lagði sig í kvisther- berginu. Ég lagði selinn f rá mér mér undir súð og ætl- aði að ná í lækni, sem hægt væri að treysta, þótt ég hefði enga von um að geta borgað honum. Ég gekk út og virti fyrir mér útihúsin og túnblettinn bak við litla timburhúsið. Síðan gekk ég inn og til eldhúss. Þar hitti ég tvær stúlkur og fór að tala við þær um þessi atvik. Þannig lauk þessum draumi. Draumurinn var nokkur skýn þó að hann væri ekki allur í samhenqi. Eitt man ég sérstaklega vel, hve ég var glaður og nreykinn af að hafa bjargað þessum eina sel, og eins hver sorgbitinn ég var í draumnum, þegar ég hélt alla selina dána. Einn selanna sá ég bara f ram í miðjan draum. Það var lítill kópur, sem var sérlega gæfur og fallegur. Hann hvarf rétt um það leyti, sem skothríðin byrjaði. Húsið var gamalt, en því var vel við haldið, en ekki man ég eftir að hafa séð það, hvorki fyrr né síðar. Það var gráleitt með gráum spýtum á öllum hornum og þakbrúnum. Nokkrum sinnum hafði verið byggt við það, en svo virtist sem aldrei hefði verið byggt nema eitt herbergi, eða forstofa í einu. Innan veggja þess var góð og dularfull tilfinning. Ég vona svo, að þetta verði birt, ef þið haldið drauminn einhvers virði. Með fyrirfram þökk og kveðju. Jón G. Yfirleitt er talið, að það sé fyrir slæmu að dreyma seli, en þinn draumur er svo sérstakur að erfitt er að segja um, hvort selirnir f þínum draumi eru slæmrar merkingar eða ekki. Þjóðsagan um, að selir séu'menn í á lögum er vel þekkt, og sé gert ráð fyrir, að selirnir í þinum draumi séu menn í álögum og einnig, að þeir séu slæmrar merkingar, virðist allt benda til að draumurinn sé fyrir hörðum átökum f þjóðlifinu, átökum, þar sem hinn veiki fer halloka eins og að lik- um lætur, en selurinn sem þið björguðuð í lok draums- ins, er nokkur vonarvottur, sömuleiðis gamla húsið, þar sem þið leituðuð skjóls. Tveir draumar Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Fyrri drauminn dreymdi mig fyrir hálf u ári en hinn fyrir nokkrum dögum. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Mér fannstég vera inni í herbergi bróðúr míns, sem er mitt herbergi núna, og þar var verið að skíra barnið mitt. Þegar skírnarathöfninni var lokið, fór ég inn í stof u og gekk með barnið til skólasystur minnar, sem þar sat í stól. Ég rétti henni barnið og hún sagði: Hún á að heita Sigríður eins og þú. Síðan brosti hún og rétti mér barnið aftur, og ég gekk með það út úr stofunni. Hinn draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég, bróðir minn og foreldrar okkar vera að fara í ökuferð og mamma var að segja mér, hvern- ig fara á að því að eignast barn. Viðókum heim til kærastans míns og mamma sagði mér, að hann væri bróðir minn. Ég varð mjög glöð og fór að skoða blöð, og var að hugsa um, að nú gæti ég kysst hans eins mikið og ég vildi. Við það vaknaði ég. Með von um skjóta ráðningu. Kristín J. Það er fyrir góðu að dreyma sig viðstaddan barns- skírn. Nokkur metingur er milli þín og skólasystur þinnar, sem f ram kemur í fyrri draumnum. Milli ykk- ar rís deila og svo er að sjá sem þúmunir hafa hærri hlut. Síðari draumurinn er fyrir bættu samkomulagi á heimili þínu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.