Vikan

Útgáva

Vikan - 15.05.1975, Síða 49

Vikan - 15.05.1975, Síða 49
r r Eggjahvlta. Úr eggjahvituefnum fáum viö orku og lifsþrótt. An þeirra gæt- um viö einfaldlega ekki lifaö. Viö þurfum daglega á eggjahvitu aö halda, og reiknaö er meö einu grammi á hvert kiló likamsþung- ans sem dagsþörf. Eggjahvituskortur veldur þreytu, minna mótstööu- afli og dregur úr vexti. Hvað útlit- ið snertir, veldur þaö veiklulegri húö og slökum andlitsvöövum. >á veldur þaö þvi einnig, aö hár og neglur vaxa hægt. Mikið af eggjahvitu er i: kjöti, fiski, fuglakjöti, mjólk, ost- um og eggjum. Þá eru baunir einnig eggjahviturikar, einkum þó soyabaunir. Kornmatur hefur einnig inni aö halda eggjahvitu- efni. Eftir eggjahviturika máltið er fólk lengur mett en eftir mál- tiö, sem einkum byggist á kol- vetnum. Takiö eftir þvi, hve miklu seinna þiö veröiö svöng, ef þiö snæöiö egg, mjólk og brauð meö osti I morgunverö i stað kaffis og brauös meö marmelaöi. Kolvetni eru nauösynleg til þess að likam- inn geti unniö úr öörum fæöuteg- undum. Venjulega neytum viö meira en nægilegs magns af kol- vetnum. Og i staö þess aö fyllast orku, veröum viö þreytt, löt og svöng aftur af þvi aö boröa sykur, kökur og brauö og ávexti I óhófi milli máltiöa. Allir, sem eiga vanda til aö þyngjast meira en góðu hófi gegnir, ættu að hafa gott auga meö kolvetnunum og hreyfa sig mikiö. Mikiö af kolvetnum er i: brauöi, hrisgrjónum, spaghetti, makkarónum, kartöflum, rótará- vöxtum, sykri.hunangi, banönum og þurrkuöum ávöxtum. Steinefni þurfum viö til aö halda okkur sprækum og hressum. Kalk og járn eru þau mikilvægustu. Af þeim báöum ættum viö aö fá nóg, ef viö gætum þess aö boröa fjöl- breytta fæöu. Kaikskortur hefur meöal annars áhrif á starf- semi taugakerfisins og storknun- areiginleika blóösins. Allar mæö- Margir verða svo undarlega slappir og latir á vorin, þegar sólin f er aö skina dag- langt og likaminn að jafna sig eftir lang- an vetur. Það er auðvelt að vinna gegn þessu vorsleni með réttu mataræði, og hér á eftir fara nokkur holl ráð til að bæta heilsuna, útiitið og skapið. ur ættu aö vita, að kalk er nauö- synlegt til aö fá sterkar tennur og bein og góðar neglur. Mikið af Kalki er i: mjólkurvörum, fiski, blaðgræn- meti og grófu brauöi. Járnskortur er einkum algengur hjá konum. Einkenni hans eru einkum þreyta og leiöi. Stundum er nauðsynlegt að taka járntöflur, en einnig verö- ur aö gæta þess að borða járnauö- ugan mat. Mikið af járni er i: lifur, nýrum, mögru kjöti, grófu brauði, baunum, spinati, kakói, þurrkuöum aprikósum, plómum, fikjum, berjum og steinselju, aö ógleymdum blóðmörnum. Vitamln þurfum viö á hverjum degi tit þess aö halda okkur vel friskum. Hvert vitamin fyrir sig er gætt sérstök- um eiginleikum og er aö finna i mismunandi fæöutegundum. B og c vitamin leysast upp i vatni, og þau veröum viö að fá á hverjum degi. A, d og e vitamin geta geymst I likamanum lengur en hin tvö. A vitaminskortur veldur þvi, aö húöin veröur þurr og neglurnar stökkar. Þá veldur hann einnig náttblindu. Mikið af a vitamini er i: lifur, einnig fisklifur, mjólk, smjöri, osti og eggjum. Þá inni- halda gulrætur, tómatar, næpur og þurrkaðir ávextir einnig mikiö af a vitaminum. B vitaminskortur gerir vart viö sig meö mörgum hætti. B vitaminhópurinn er stór, og viö þurfum á öllum tegundum hans aö halda. Þreyta, svefnleysi og taugaó- styrkur stafa oft af skorti á bl vitamini (tiamini). Munnangur getur stafaö af skorti á b2 vita- mini (riboflavini). Niacin, sem er enn ein grein b vitaminanna, er nauösynlegt fyrir húöina, og pyri- doxin (b6) er nauösynlegt, meöal annars til aö brjóta eggjahvitu- efnin i likamanum. Mikið af b vitaminum er i: lifur, ölgeri og grófu brauöi. B1 er einnig i mögru svinakjöti, mjólk og innmat, b2 I eggjarauðum og þorskahrognum. Lax og túnfiskur eru auöugir af niacini og eggja- rauöur og jurtaoliur af pyridox- ini. C vitaminskortur veldur þvi, að fólki hættir viö kvefi og er næmara fyrir um- ga.ngspestum. Mikill skortur á c vitamini veldur skyrbjúg. Mikiö af c vitaminum er i: öllum ávöxtum, næpum, sólberj- um, kartöflum og alls konar káli, tómötum og blaögrænmeti. Ljós og loft eyöa c vitamini fljótt úr fæðunni. Búið þvi ávaxtasalöt ekki til, fyrr en rétt áöur en þeirra er neytt, og sjóöið kartöflurnar meö hýöinu. n vitaminskortur veldur meiri hættu á tann- skemmdum og kemur i veg fyrir, aö likaminn geti unniö úr þvi kalk- og fosfórmagni, sem honum er nauðsynlegt. Mikið af d vitaminum er i: feitum fiski, eins og til dæmis sild, makril og ál, fisklifur, og eggjarauöum. D vitamin er stundum kallað sólarvitaminiö, þvi aö sólargeislarnir breyta efni i húöinni I d vitamin. Þegar konur eiga von á barni, eöa hafa barn á brjósti, þurfa þær aukaskammt af d vítamini. E vitaminskortur veldur þvi oft, aö húöin þornar. Óþægindi, sem konur veröa fyrir á breytingaskeiöinu, eru af sum- um talin stafa aö nokkru leyti af skorti á e vitamini, þótt ekki séu allir visindamenn sammála um þaö. E vitamin eru fóstrinu ákaf- lega mikilvæg. Mikið af e vitaminum eru f: baunum, korni, hveitikimi og salati. Borðið þetta á hverjum degi og þið verðiö spræk og hress: nýtt grænmeti nýja ávexti kartöflur gróft brauö mjólk og súrmjólk eitt egg á dag ost, siöur feitan smjör i hófi kjöt og fisk lifur eöa blóömör einu sinni i viku. 20. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.