Vikan

Issue

Vikan - 12.06.1975, Page 21

Vikan - 12.06.1975, Page 21
von á þvl, aö Fran yröi hrifin af svoleiöis manni. „Hvernig var hann eygöur?” „Hann var m.eö sólgleraugu”. Þetta var ekki ýtarleg lýsing, en bar þó saman viö lýsingu Catherine Mercer. „tir þvl aö þú tókst svona vel eftir honum, hefuröu kannski tek- iö eftir, hvort hann var tattóver- aöur”. Nora sýndi henni mynd, en Sylvia hristi höfuöiö. „Ég sé enga likingu”. Bjallan úr móttökuherberginu hringdi. Bobby Hoff var kominn. „Þú kemur mátulega, Bobby, ég var rétt að fara”. Eva Lynn eyddi öllu kvöldinu meö einum af eftirlætis viðskipta- vinum slnum. Hann var frá New Orleans. Hann naut þess að fara út meö henni og láta sjá sig meö henni. Þau höföu fengið sér aö boröa á flnum frönskum veitinga- staö og röltu nú eftir götunni. Allt I einu nam Micél Feraux staöar utan viö matsölustað, sem Eva haföi ekki veitt athygli fyrr. „Heyrðu, er þetta ekki nýr staöur? Eigum viö aö koma inn og fá okkur sopa undir svefninn? ” „Mér llst nú svona og svona á”. „Rétt sem snöggvast”. Hún haföi rétt fyrir sér, henni fannst ekki mikiö til staöarins koma. Ekki var þar heldur margt um manninn. Eva varð aö pira augun I rauðleitu hálfrökkrinu — hún notaöi ekki gleraugu I vinn- unni. „Hvaö langar þig I, ljúfan?” Þegar hún sneri sér viö til að svara, kom hún auga á hann. Augnablik stóö hún kyrr eins og saltstólpi. Svo hörfaöi hún aftur á bak og rakst þá á Mitch. „Komdu Mitch, fljótur, viö veröum aö koma okkur út”. Hann elti hana aö sjálfsögöu. „Eva, hver fjandinn er um aö vera?” „Hann er þarna inni. Ég sá hann. Viö veröum aö ná I lögregl- una undir eins”. „Hver? Hver er þarna? Um hvaö ertu aö tala? Lögreglan? Hvaö áttu viö?” Honum var ekki oröiö um sel. „Jú, hlustaöi nú á, Mitch... ég get ekki farið inn aftur, þvi þá gæti hann séö mig. Það er þvl best, aö þú farir og hringir á lög- regluna. Segðu þeim aö koma undir eins. Segöu þeim...” Allt I einu varö Evu ljóst, hvers hún var aö biöja og hvern. „Nei nei, ég hringi, þú ferö bara aftur inn og færö þér eitthvaö á meöan þú blö- ur”. Hún ýtti honum af staö og tók svo til fótanna. Hún gekk enn upp og niöur af mæöi, þegar hún náöi sambandi. Þegar Nóra teygöi sig eftir sim- anum I myrkrinu, varö henni litið á sjálflýsandi vekjaraklukkuna, sem var ekki nema fimmtán mln- útur gengin I tólf. „Já”. „Mulcahaney?” „Já”. „Þetta er Rand i nitjánda um- dæmi. Það er út af nauðgunar- kvörtun Evu Lynn. Ef þú vilt ekki aö allt máliö fari I handaskolum, skaltu flýta þér hingaö”. „Fröken Lynn?” spuröi Nora hæglátlega. „Ég heiti Mulcahan- ey. Ég vildi gjarnan fá að tala viö yöur”. „Um hvaö svo sem? Mér var nauögað. Ég legg inn formlega kvörtun, og enginn gerir neitt. Um leiö og ég sé náungann hringi ég, og mér er sagt, að lögreglubill sé á leiðinni. Veistu, hvaö ég beið lengi? Hálftima”. „Mér þykir fyrir þvi, fröken Lynn”. „Þegar bíllinn loksins kom, var náunginn farinn”. „Mér skilst, aö hann hafi farið I leigubil og að þú hafir verið svo snarráð að ná númerinu”. „Þakka þér fyrir. Rand hrósaöi mér líka, en hann gerir ekkert I þessu”. „Ég hélt, að hann heföi útskýrt þaö...”. Aö ekkert sé hægt aö gera, fyrr en leigubílstjórinn hefur sam- band viö stöðina, þegar hann er búinn i túrnum”. „Akkúrat”. „Og ég sagöi Rand, að ég myndi blöa”. Nora dró mynd af Earl Dana upp úr tösku sinni. „Er þetta maöurinn?” „Já, hvernig vissiröu það?” Nora hikaði. „Hann er grunaöur um aðra nauögun”. „Hvers vegna hefur mér ekki veriö sýnd þessi mynd áöur?” „Viö vorum hrædd um, að þú kreföist þess, aö hann yrði tekinn strax. Okkur langar til aö biðja þig um aö lofa okkur aö biða meö þaö, þangað viö höfum meira gegn honum”. „Meira?” „Hann er einnig grunaöur um morö”. „Já, en er ekki rétt að vara stúlkuna viö?” „Hvaöa stúlku?” „Vinkonu hans”. „Þú minntist ekkert á, aö hann heföi verið meö stúlku”. „Nei, ég veit, ég heföi átt aö gera þaö. Ég var ergileg út af töf- inni”. Noru veittist ekki erfitt að hafa upp á stúlkunni. Jenna Carpenter var gláövær og fröm. Með svona stúlku var óllklegt, aö sambandiö héldist aðeins andlegt til lengdar. Nora skýrði fyrir henni, að hún væri aö spyrjast fyrir um mann aö nafni Earl Dana, en Jenna brosti háöslega. „Earl hefur þegar sagt mér allt um þaö. Viö höldum engu leyndu hvort fyrir ööru”. „Ég efast um það”. Jenna yppti öxlum. „Það fer eftir llfsviðhorfi manna. Þessi stúlka, Gabriella Constante, reyndi aö brjótast undan siða- vöndu uppeldi, en guggnaði svo og ákæröi Dana”. „Hefur Dana llka sagt þér frá hinum konunum, sem hann réöist á?” „Hann hefur sagt mér frá þér, aö þú hafir veriö aö snuðra um hann hjá vinnuveitendum hans og þar, sem hann hefur leigt. „Sagöi hann þér lika, hvaö hann geröi á þriðjudaginn var?” „Hann var með mér. Viö fórum á bló og fengum okkur svo að boröa”. „Hvenær komstu heim?” „Um hálf ellefu”. „Og hvað svo?” „Hann nauðgaði mér ekki, ef þaö er það, sem þú vilt vita”. „Leyfist mér að spyrja, hvern- ig þið kynntust?” „Þaðvar i skautahöllinni. Ein- hver krakki rakst á Earl, og hann rann á mig. Ég datt og sneri mig um ökklann. Hann haföi áhyggjur af þessu, og það endaöi meö þvi, aö hann ók mér heim I leigubil. Ég bauö honum i mat, og eitt af þvl fýrsta, sem hann sagöi mér frá, var þetta meö þessa stúlku, Gabriellu”. Haföi hann verið að reyna aö vara hana viö? „Earl fór ekki beint heim, eftir aö hann var með þér á þriöjudag- inn. Hann réðist á aðra konu. Hún kæröi þaö og þekkir hann á mynd”. „Mér er sama á hversu mörg- um myndum hún þekkir hann, henni skjátlast. Hver sem þaö hefur veriö, sem réðist á hana þá var þaö ekki Earl, því aö ef hann heföi langaö I kvenmann, þá heföi hann getað fengiö mig”. Þá var að fá skýringu á tattó- veringunni. Hann hlaut aö hafa fengið þaö eftir aö hann deyddi Frances Russo. Hoff komst aö þvl, aö Dana haföi alist upp i Portsmouth, sem er hafnarbær I New Hampshire. Vegna þess aö ólöglegt var aö tattóvera I New York ákváöu Nora og Bobby aö athuga sambönd Earls I Ports- mouth. Nora haföi heppnina meö sér. Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nyjum húsakynnum aö Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnig a gamla staönum Bankastræti 7 simi 11496. 24.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.