Vikan

Issue

Vikan - 12.06.1975, Page 34

Vikan - 12.06.1975, Page 34
Frá F.Í.B. F.I.B. hefur nú enn aukið á þjónustu við félagsmenn úti á landi. Opnuð hefur verið móður- talstöð á Akureyri, á Blöndu- ósi og á Dalvik. Er það til mikils öryggis fyrir þær tæplega 700 far- stöðvar, sem eru á sifelldri hreyf- ingu um landið og nefnast einu nafni farstöðvasveit F.I.B. Móð- urstöð hefur nú um nokkurt skeið veriö starfrækt í húsnæði félags- ins að Armúla 27, og hefur hún veitt farstöðvum á suöurlandi ó- metanlega þjónustu. Félagsmönnum úti á landi skal einnig bent á, að F.l.B. veitir þeimalla mögulega aðstoð við öfl- un varahluta, sem oft hefur verið erfiðleikum háð fyrir þá, sem búa afskekkt, eða við slæmt sima- samband. Og þeir, sem eru ó- kunnugir i Reykjavik, vita oft ekki, hvar best er aö leita fyrir sér, en þá er aðeins aö hafa sam- band við félagið, og ef hluturinn er til i landinu, eru litlir mögu- leikar að hann sleppi undan eftir- grennslan félagsins. Félagið hefur á undanförnum árum veitt ótölulegum fjðlda þeirra, sem telja sig hlunnfarna i bilaviðskiptum, aðstoö gagnvart tryggingafélögum, bifreiðaverk- stæðum eða seljendum nýrra og notaðra bila. Þessi þjónusta, sem hér er tal- in, er þó aðeins brot af starfsem- inni, og ýmislegt fleira er gert fyrir félagsmenn. Allt þetta er gertfyrir þau félagsgjöld, sem fé- lagið fær, og þess vegna sér fálag- ið sér ekki fært að eyöa tima sin- um og fé til aðstoðar þeim, sem ekki eru i félaginu, nema i neyð- artilfellum og þá gegn fullu gjaldi. Gangið i F.I.B. Þáö getur kom- ið sér vel. skemmtilegasta, sem ég geri, er að búa til nýja árgerö. Svolitið um HJOLHYSI Það hefur mjög færst i vöxt, að menn ferðist með hibýli sin með sér. Hjólhýsin svokölluðu hafa aukiö möguleika manna til aö ferðast á þægilegan og ódýran hátt, en þau hafa þvi miöur skap- að vandamál, sem oft virðist erf- itt að leysa, vandamál, sem ekki þekkjast erlendis, þar sem þessi hús eru smiöuð. Húsin eru vel búin innanstokks, og þægindin, sem þau bjóða uppá, Þessi stærð hjólhýsa er örugglega sú heppilegasta. Hjólhýsi, sem eru mikið stærri, hafa oft á tiðum viljað verða helst til „sjálfstæð” og farið eigin leiðir. eru margvisleg. Hitt er svo annað mál, að sá ferðamáti að hafa heimilið i eftirdragi hefur það i för með sér, að útilegan er vart lengur útilega. I þessum þætti skulum við lita á nokkrar tegundir hús- og tjald- vagna, sem eru á markaðnum hérlendis, og eru þau helst valin, sem greinarhöfundur telur best henta við islenskar aðstæður. Ég held, að það sé hrein fásinna að flytja til landsins stærri hjól- hýsi en svona 5,50 m á lengd. Stærri hjólhýsi verða erfið i drætti og þola ekki ójöfnur, án þess að rekast niður, auk þess sem stór hjólhýsi taka gifurlega á sig vind, og húsin liðast þeim mun meira sem þau eru stærri. Umsjónarmaður bilasiðunnar hefur gert sér ferð til að lita á ýmsar gerðir hjólhýsa og kynna sér þau, og þvi miöur komst hann að þvi, að þau eru flest hreint ekki nógu sterkbyggð fyrir islenskar aðstæður, hvorki veður eða vegi. Er hann á þeirri skoðun, hvað sem aðrir segja, að það sé misskilningur að innleiða erlenda hjólhúsamenningu hér, miklu nær væri, að islendingar smiðuðu sjálfir sln hjólhýsi. En fólkiö vill þetta og það ræður. Þvi vill siðan benda mönnum á að at- huga vel sinn gang, áður en hjól- hýsi eru keypt. Vilji menn endi- lega hafa með sér öll þægindi I útileguna, skal þeim hinum sömu bent á aÓ athuga, hvort ekki megi leysa vandann með tjaldvagni. Tjaldvagn er, eins og nafnið bendir til, hálfur vagn og hálft tjald. Eftir þvi sem greinarhöf- Hér er ekið I beygju með hjól- hýsi...

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.