Vikan - 29.01.1976, Side 13
gera af mér til þess að syngja inn á
plötu, og hvað þyrfd ég þá að gera?
Jxja, þá kemur botninn í bunu:
Hvernig er stafsetningin, hvað
heldur þú að ég sé gömul, getur þú
lesið eitthvað úr skriftinni, hvaða
merki hæfa vatnsberanum best og á
ekki þátturinn í sjónvarpinu Anna í
Hlíð að koma aftur?
Bless, bless,
Spurningamerki?
P.S: Finnst ykkur hann Helgi
Péturs ekki svolítið sætur?
Það er ástæðulaust að rífa bréf til
Pðstsins. Sendu þau, og ef þau eru
ekki birtingarhæf sér Pósturinn urn
að renna þeim í ruslafötuna. Póst-
urinn fœr ekki neina aðsenda
fyndni, hann er svona dæmalaust
andríkur sjálfur. Þakka kærlega
hrðsið, það kitlar skemmtilega
svona í skammdeginu.
Það er engin algild aðferð til,
sem myndi lagfæra skriftina á
andartaki, nema kannski það dygði
að snúa blaðinu í öfuga átt.
Stafsetningin er alls ekkert slæm,
skriftin er of mótuð til þess að lýsa
nokkrum ákveðnum persðnuein-
kennum. Vatnsbera hæfir sennilega
best tvíbura- eða bogmannsmerki.
Allar aðrar sþurningar þínar
virtust svo rígskorðaðar við þá
kumpána t Rtó, að nærtækast var
að nágranni okkar á Dagblaðinu
svaraði þeim sjálfur og fer svar hans
hér á eftir.
Svo erþað þetta með péessið. Það
fer nú eftir því við hvað er miðað
t.d. Ömar Sharif'eða Ragnarsson?
Sennilega færi hann í flokk með
hvorugum þeirra, en allir þrír hafa
eitthvað til stns ágætis. Gefum svo
Helga orðið......
Ágæta nafnlaus:
Ég þakka skrifin og skemmtilegar
spurningar um hag okkar Ríó-
manna. Reikna með, að Ölafi vini
mínum sé sama þótt ég haldi því
fram, að þú sért tágrönn og nett í
samanburði við hann, fyrst þú ert
ekki nema 64 kíló. En ég hef aldrei
sagt, að Óli sé feitur. Hann er
þéttur á velli.
Þetta með sönginn og plötuna.
Það er best að gera ekkert af sér
þegar maður syngur inn á þlötu.
Reglurnar í þessum leik eru nú
þannig, að oftast kemur einhver og
biður mann að syngja inn á plötu.
Þó kannski ekki í fyrsta skipti. Ég
ngír^svo
skyndilega fullum hálsi.
Athugaðu hvað hann gerir.
Óiafur á heima að Hörðalandi 2.
Anna í Hlíð er í fríi.
Sólborg Heiðarsdóttir col Matthías
Viktorsson, Ekebergvej 19 e-1, Os/o,
I, Norge óskar eftir að skrifast á við
strák á aldrinum 18—23 ára. Hún
hefur áhuga á öllu, sem gæti haldið
lífinu fjörlegu og er dugleg að skrifa
Þuríður Sólveig Hallsteinsdóttir,
Fiateyri, Reyðarfirði, S-Múl. óskar
eftir bréfaskriftum við stráka og
stelpur á aldrinum 18—20 ára.
Heimilisfang norsks blaðs (sem þú
verður að skrifa sjálf til) er De nye,
Sörkedalsveien 150, Oslo.
Rannveig Berthelsen, Hringbraut
70, Hafnarfirði, óskar eftir bréfa-
sambandi við stráka og stelpur á
öllum aldri. Hún er sjálf 15 ára.
Svarar öllum bréfum. Æskilegt að
mynd fylgi fyrsta bréfi. Sendir
myndina til baka, ef óskað er.
Helstu áhugamál hennar eru íþrótt-
ir, popp og margt fleira.
Lára Einarsdóttir, Stokkhólma,
Akrahreppi, Skagafirði, óskar eftir
að skrifast á við stráka og stelpur á
aldrinum 15—18 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi, ef hægt er. Svararöllum
bréfum.
Helle, Seltjörn, Barðaströnd,
V-Barð. og Lone, Hamri, Barða-
strönd V-Barð. óska eftir að komast 1
bréfasamband við stráka á aldrinum
14—16 ára. Æskilegt að þeir séu
sxtir, samt ekki skilyrði. Svörum
öllum bréfum.
Anna Kr. Austdal, Bústöðum,
Lýtingsstaðahreþpi, Skagafirði, ósk-
ar eftir pennavinum á öllum aldri,
bæði strákum og stelpum. Svarar
öllum bréfum. Æskilegt að mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Megrun
ÁN SULTAR
V
5.TBL. VIKAN 13