Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 20
Þú skilur vafalaust ekki, hvað ég er að bulla,
en þetta er algjör sannleikur. Ég hitti nefnilega
jólasveininn í gær. Alveg réttan jólasvein, á
ég við. Ekki bara Gluggagægi, Pottasleiki,
Bjúgnakræki,. eða hvað þeir nú allir heita.
Nei, ég hitti raunverulega jólasveininn, sem
er vel þekktur um öll lönd og heitir Santa
Claus, eða Father Christmas, í hugum flestra,
og ég held, að hver einasti maður þekki
hann raunverulega nokkuð vel, þótt mjög fáir
hafi séð hann. Það eru nefnilega mjög margir
sem skrifa honum sendibréf, og þá auðvitað
alveg sérstaklega rétt fyrir jólin.
Fæstir vita það sennilega, að það er hægt
að skrifa honum hvenær sem er, — og að
það þarf ekki að kosta neitt. Ekki einu sinni
frímerki. Ég hefi sjálfur séð það, og þá er
það rétt. Ég sá öll bréfin, sem hann fékk
núna fyrir jólin, og sum komu jafnvel eftir jól,
með engu frímerki og jafnvel engu heimilis-
fangi. Samt vissi póstmaðurinn alveg uppá
sína tíu fingur, hvert bréfið átti að fara. Og
allir, sem sendu jólasveininum bréf, fengu svo
sent bréf frá honum með fallegri mynd, og
innan í bréfinu stóð: Halló, þakka þér fyrir
fallega bréfið. Vertu viss um, að ég geri
mitt besta til að jólin verði sem
ánægjulegust fyrir þig. Vertu góður. Þinn Jóla-
sveinn. Og svo var líka kveðjan gamla: Gleði-
leg jól og farsælt komandi ár.
Bréfin, sem ég sá, voru flest frá Bretlandi,
af því að litlu börnin þar vita alveg, að jóla-
20 VIKAN 5. TBL.
Jólahátíðin er búin. Hjá flestum.
Sumir eru svo heppnir, að hjá þeim
eru jól allt árið. Hjá mér eru jól ennþá,
og ég vona, að þau vari lengi, lengi.
sveinninn á heima hérna á Islandi. Foreldrarnir
og skólakennararnir segja þeim víst frá því
annars gætu þau alls ekki vitað það.
Ég skal bara sýna ykkur nokkrar utanáskrift-
ir á umslögunum. Myndin er af þrem umslög-
um. Á því efsta stendur: FATHER X-MAS,
ICELAND, eða JÓLAPABBI, ÍSLANDI. Á
bréfinu í miðju stendur: SANTA CLAUS,
NORTH POLE, ICELAND, eða JÓLASVEINN-
i WQuld |it€
INN, NORÐURPÓLNUM, ISLANDI. Og á
því neðsta stendur TO FATHER CHRISTMAS,
SNOW CASTLE, ICELAND, eða JÓlAPABBI
SNJÓKASTALA, ÍSLANDI. Og þannig er það
jafnan með þau bréf, sem hingap koma, að
utanáskriftimar eru ekki samhyöða. Flestir
nefna Norðurpólinn á Islandi. Óg annað er
athugavert: Á engum þessara bréfa er frímerki.
Efsta bréfið skartar að vísu jólamerki, en það