Vikan

Issue

Vikan - 29.01.1976, Page 30

Vikan - 29.01.1976, Page 30
— Ég hafði á réttu að standa, sagði hann. — Ég vissi að ég hefði á réttu að standa, Hastings. Um leið og við stigum út á ganginn og hurðin lokaðist að baki okkur, kom ung kona út um aðrar dyr. Herra Waverly kynnti okkur: — Fröken Collins. Föken Collins var i kringum þritugt, og hún leit út fyrir að vita sinu viti. Hún hafði næstum mús- grátt hár og gekk með gleraugu. Poirot bað hana að koma með sér inn i litinn hliðarsal, og hann spurði hana náið um þjónana, og sérstaklega um Tredweil. Hún tók það fram, að henni hefði aldrei fallið við yfirþjóninn. — Hann heldur, að hann sé eitt- hvað, sagði hún til útskýringar. Svo fór hún að tala um, hvers konar mat frú Waverly hefði borðað kvöldið, áður en barninu var rænt. Fröken Collins kvaðst hafa borðað með frúnni, en hún hefði ekki kennt sér neins meins af máltiðinni. Þegar við vorum i þann veginn að fara, tók ég i ermi Poirots. — Hundurinn, hvislaði ég. — Æ, já, hundurinn. Hann brosti breitt. — Það skyldi ekki vera, að einhver hér i húsinu ætti hund, mademoiselle? — Jú, herra Waverly hefur að sjálfsögðu varðhunda I garðin- um... — Nei, ég á við litinn — leik- fangahund. — Nei, ég veit ekki um neinn. Poirot lét hana fara. Svo tók hann i klukkustrenginn um leið og hann sagði: — Hún iýgur þessi Mademoiselle Collins. En þaö hefði ég lika gert, hefði ég veriö i hennar sporum. Þá er það yfir- þjónninn. Tredwell leit út fyrir að vera sérstaklega heiðarlegur maður. Hann sagði rólega og yfirvegað frá atburðum og frásögn hans kom nákvæmlega heim og saman við útgáfu herra Waverlys. Hann lét þess getið að hann vissi um leyniherbergið. Þegar hann fór loksins jafntein- réttur og hann hafði komið, mætti égspyrjandi augnaráði Poirots. — Jæja,Hastings. Hvað segirðu þá? — Tja, hvað segir þú? spurði ég aftur. — Hvað þú ert varfær. Mundu, aö þessar litlu, gráu sellur starfa aldrei almennilega, ef þú hvetur þær ekki. Nújæja, ég skal ekki striða þér meira. Við skulum vinna saman að lausninni. Hvaða punkt telur þú erfiðastan i þessu máli? — Það, sem er sérstaklega merkilegt, svaraði ég, —er þetta : Hvers vegna ók barnsræninginn gegnum suðurhliðiö, en ekki austurhliðið, þar sem enginn hefði séð hann? — Aha, ágætt, Hastings, stór- fint. Nú skulum við sjá, hvort ég stend mig eins vel. Hvers vegna varaði hann herra Waverly við barnsráninu fyrirfram?. Hvers vegna rændi hann ekki drengnum fyrst og krafðist lausnargjalds á eftir? — Vegna þess að hann gerði sér vonir um að fá peningana, án þess að... — Uss. Það er mjög ótrúlegt, að hann heföi fengið peningana, vegna hótunarinnar einnar saman. — Nei, en hann gerði sér vonir um að með þvi að draga athygli allra að klukkan tólf, gæti hann tekið drenginn, án þess nokkur veitti þvi eftirtekt, þegar lands- hornaflakkarinn yrði hand- samaður. — Það breytir ekki þeirri staðreynd, að hann hefur gert það, sem er i rauninni mjög auðvelt, á ákaflega flókinn hátt. Hefði hann ekki minnst einu orði á stað og stund, hefði hann sem best getað valið hvaða hentugt tækifæri sem var. Til dæmis ein- hvern daginn, þegar barnfóstran var úti með drenginn.ð — Já — jú, það varð ég að fallast á. — Staðreyndin er sú, að þetta er allt saman hreinn skripaleikur. Litum á málið frá öðru sjónar- horni. Allt bendir til þess að ein hver meðsekur hafi verið i hús- inu. Fyrsta atriði: Frú Waverly fær dularfulla eitrun. Annað atriði: Bréfið á kodda herra Waverlys. Þriðja atriði: Einhver hafði flýtt klukkunni um tiu minútur. Auk þess er eitt atriði enn sem þú hefur kannski ekki tekið eftir. Það var ekki rykkorn að sjá á gólfinu f leyniherberginu. Einhver hafði nýlokið við að þrifa þar. Nú jæja. í húsinu eru fjórar manneskjur. Viö getum útilokaö barnfóstruna, þvi að hún vissi ekki um leyniherbergið, en rétt er það, aö hún hefði getað aðhafst eitthvaö af hinum atriðunum. Þá eru þetta semsagt fjórar manneskjur: Waverlyhjónin, Tredwell yfirþjónn og fröken Collins. Við skulum fyrst athuga fröken Collins. Við vitum ekki ýkja mikiö um hana annað en það að hún er vafalitið ágætlega greind kona og hún hefur ekki veriö i Waverly Court nema i eitt ár. — Þú sagðir hún hefði logið til um hundinn, sagði ég. — JA, oui, hundinn! Poirot ljómaði allur. — Jájá. Við skulum snúa okkur að Tredwell. Hann er raunar mjög grunsamlegur maður. í fyrsta lagi vegna þess, að landshornaflokkarinn segir, að það hafi verið Tredwell, sem fékk honum pakkann og bréfiö. En Tredwell hefur fjarvistar- sönnun. — Já, en hann hefði getað annast allt hitt — eitrað fyrir frú Waverly, sett bréfið á koddann, seinkað klukkunni og gert hreint i leyniherberginu. A hinn bóginn er það staðreynd, að hann er svo að segja fæddur og uppalinn i þjónustu Waverlyættarinnar. Það 'væri þvi harla merkilegt, ef hann hefur tekið þátt i barnsráninu. Þaö getur tæpast átt sér staö. — Nei, og hvað þá? — Við verðum að hugsa skipu- lega, enda þótt niðurstöðumar verði svolitið fráleitar. Við skul- um snúa okkur að frú Waverly. Hún er auðug, á allan auö fjöl- skyldunnar. Það er hugsanlegt, aö Waverly hafði kvænst henni SUNNUF Áfangastaðir Brottfarardagar Jan Feb. Mari apríl Okt. Nóv. Des. KANARlEYJAR 31 14 6 10 16 6 11 20 24 20 18 27 Maí Júní Júlf Ágúst Sept. Okt. MALLORCA 2 6 4 1 -8 5 10 23 20 18 15 12 22 26 29 COSTA DEL SOL 15 5 10 7 4 9 26 24 14 11 21 18 28 COSTA BRAVA 23 6 4 1 8 5 20 18 15 12 22 26 29 KAUPMANNAHÖFN RlNARLÖND 3 15 2 17 8 12 9 15 19 16 22 26 23 29 JÚGÓSLAVlA ITALIA 4 2 13 10 8 18 16 27 24 30 Eins og á8ur fyrr mun ferSaskrifstofan SUNNA gangast fyrir utanlandsferðum með íslenskum fararstjórum, við allra hæfi. Hafa þær ferðir orðið vinsælli með ári hverju, enda vel til þeirra vandað í hvivetna. Á síðustu árum hafa fleiri þúsund manns tekið þátt í skipulögðum hópferðum á vegum SUNNU víða um lönd. Meiri farþegafjöldi en hjá nokkurri annarri ís- lenskri ferðaskrifstofu og raunar meiri en þótt farþegatala tveggja eða fleiri ferðaskrifstofa væri lögð saman. Þessar vin- sældir á SUNNA því fyrst og fremst að þakka, að ferðir henn- ar hafa líkað vel og þeir, sem þær hafa reynt, mæla með þeim við kunningja sína. Eigin skrifstofur SUNNU á Mallorka, Costa del Sol, Kanarí- eyjum, Lignano og Kaupmannahöfn skapa SUNNU einnig sérstöðu meðl íslenskra ferðaskrifstofa. Tilkoma skrifstofanna gerir ferðirnar ódýrari og veitir farþegum það mikla öryggi og þau ómetanlegu þægindi, sem fylgja því að njóta þjónustu og fyrirgreiðslu hjá ÍSLENSKU FÓLKI Á ÍSLENSKUM SKRIF- STOFUM Á ERLENDRI GRUND. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 símar 16400 12070 25060 26555 Þúsundir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. 30 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.