Vikan

Tölublað

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 47

Vikan - 29.01.1976, Blaðsíða 47
tveggja cylindra 433cc og gefur 31 hestafl á 5.500 snúningum. Beltið er 18" gúmmíbelti með grófu munstri, sem gefur mjög góða spyrnu. Sleðinn vegur um 198 kg með eldsneyti. Öryggisrofi er á sleðanum, með bandi, sem hægt er að krækja fast við sig, þannig að ef ökumaður dettur af sleðanum , hrekkur rofinn í sund- ur, straumur rofnar og sleðinn drepur á sér, en það er mjög auðvelt að setja öryggisrofann saman, svo hægt sé að aka áfram. Á þessum sleða er ekki rafstart, heldur er hann trekíur í gang eins og utanborðsmótor. Bakkgír fylgir ekki né demparar á skíðum, geymsla er engin undir sæti, eins og er á flestum sleðum. En SW440D er með háu og lágu drifi, í lága drifinu hefur hann ótrúlega mikinn togkraft,en í háa drifinu er hægt að ná mjög góðum hraða á skömmum tíma. Handbremsa er báðum megin á stýrinu, og vinstra megin er hægt að læsa brems- unni. Hraðamælir er standard með kílómetrateljara. Bensíntankurinn er aftast í upp- hækkuninni á sætinu, og er öruggara að hafa hann þar en undir mótorhlífinni, svo þyngir það líka sleðann að aftan, sem gefur betri spyrnu á beltið, en léttir á skíðunum að framan, svo erfiðara er að láta skíðin grípa vel í snjónum, sérstaklega ef harðfenni er. Einnig eru há og lág Ijós að framan, afturljós og bremsuljós. Þessi Yamaha 440 sleði kostar 412.000.00 kr., og er þá tilbúinn til afhendingar. Síðan 1973 hefur SÍS selt um 250 sleða af þessari gerð, en SÍS hefur sjálft bæði varahluta og verkstæðisþjónustu fyrir Yamaha. í ökuferð okkar Jims Ijósmynd- ara í Laugardalnum kom í Ijós, að vélsleðaakstur er heljarinnar mikil skemmtun. Yamaha sleðinn, sem við vorum með, var mjög snöggur upp í ágæta ferð í háa drifinu, en það var erfitt að sjá á hraðamæl- inn, vegna þess hve sleðinn jós niiklum snjó yfir mælaborðið, þegar ekið var hratt. Heldur þótti mér sleðinn hastur á mikilli ferð, ef ekki var rennisléttur snjór undir, þá hoppaði sleðinn til, og vont var að haldast í sætinu, sem þó er mjúkt, svo ekki var hægt að kvarta yfir rassæri. í eitt skipti tókst sleðinn hreinlega á loft, er ekið var yfir svolítinn snjókamb, en lend- ingin var furðu mjúk. Þó beltið sé 18" er mjög varasamt að taka krappar beygjur á þessum sleða, ef ekið er hratt, nema ökumaður búi yfir mjög góðri þjálfun í meðferð vélsleða. Ég var hálfsvekktur yfir því, hversu valtur sleðinn var. Ef tekin var beygja, þó ferðin væri ekki mikil, hallaðist sleðinn ískyggilega mikið, þótt ég reyndi að halla mér eins og ég þorði á móti halla sleðans. Bremsan var helmingi betri en ég hafði getað ímyndað mér, sem að sjálfsögðu er diska- bremsa, og var ótrúlegt, hversu fljótt var hægt að stöðva sleðann, þótt ekið væri á mikilli ferð. Ekki er hægt að segja neitt um eyðslu, því það fer allt eftir hvernig færð er ekið í, en elds- neytistankurinn tekur 17 lítra. Beltið á Yamaha 440 rennur á hjólum undir sleðanum, en ekki Gfrstöng fyrir hátt og lágt drif er undir mótorhiífinni við bremsu- diskinn. Tiiað ræsa mótorinn þarfað toga I snúru, sem er neðarlega hægra megin við mótorhiifina. Mælaborðið á Yamaha 440. Inn- sog, hraðamælir með kíiómetra- teijara, rofi fyrir mótor með aðai- Ijósarofa og öryggisrofi með bandi, sem ökumaður festir við sig, og rofnar þá straumurinn, ef kippt er í bandið. Beltið er 18" gúmmíbelti með grófu munstri. ( plastrennu, eins og flestar nýrri gerðir eru komnar með. Ég vil að endingu vara nýliða og reynslulitla vélsleðaökumenn að vera og ákafir og kaldir, vegna þess að það þarf þó nokkuð góða æfingu til að ráða vel við vélsleða, og ég meéli hiklaust með því, að allir vélsleðakappar séu með öryggishjálm, því það er alls ekkert pjatt, heldur bráðnauðsyn- legt öryggistæki, sem getur bjarg- að mannslífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.