Vikan - 29.01.1976, Síða 50
TIL RÆKJUVEH
Hafið þið ef til vill verið óupplögð
til að taka á móti gestum síðustu
vikurnar, ef svo er hvernig væri þá
að hrista af sér slenið og bjóða
upp á tilbreytingu með hækkandi
sól. Eftirfarandi uppskriftir eiga
það allar sameiginlegt, að í þeim
eru rækjur.
Pönnukökur meö fyllingu.
Búið til pönnukökuhræru úr 2 dl af
hveiti og 2 dl af vatni, 1 1/2 dl af
rjóma og 3 — 4 eggjum. Þetta
verða minnst 8—10 pönnukökur.
Fyl/ing i 10 pönnukökur. ifynr 4)
Um 300 gr beinlaust svinakjöt,
t.d. af kótelettum eða bógi
2—3 msk. smjör eða smjörlíki
1 1/2 tsk. salt
1/2 tsk. paprika
um 1 dl þunntsneiddir púrru-
hringir
1/5 rauð og 1/2 græn paprika
1/2 dós baunaspírur ( Bean
Sprouts)
salt, soya
150 gr rækjur.
Skerið kjötið í fína strimla og
brúnið létt á pönnunni. Kryddið.
Skerið púrruna og paprikurnar
smátt í teningá og látið allt krauma
saman í ca. 5 rríínútur. Áður en
baunaspírurnar eru settar saman
við, eru þær skolaðar í sigti í
50 VIKAN 5. TBL.
rennandi köldu vatni og látið
renna vel af. Séu spírurnar ekki
fyrir hendi er hægt að nota fín-
strimlað hvítkál. Kryddið með salti
og kínverskri soya. Að síðustu eru
rækjurnar settar saman við og
látnar hitna með.
fíækjur á ítalska visu (fyrir 2).
100 gr rækjur
1 stór laukur
2 msk. olía
1/2 dós niðursoðnir tómatar
2 msk. tómatkraftur (puré)
1 /2 tsk. oregano
salt, pipar, hvítlauksduft
2 msk. hvítvín, ef til er.
Laukurinn látinn krauma í olíunni,
án þéssað brúnast. Látið renna af
tómötunum í sigti og merjið þá
síðan á pönnunni með sleif.
kryddið með tómatkrafti og kryddi
og látið sósuna krauma, þar til
hún verður hæfilega þykk. Setjið
dálítið af safanum af tómötunum
ef nauðsyn þykir eða setjið hvítvín
saman við. Að síðustu fá rækj-
urnar aðeins að hitna upp með
sósunni. Setjið rjúkandi heitt
spaghetti á 2 diska og hellið
rækjusósunni yfir. Berið smjör
með og gjarnan rifinn ost ásamt
franskbrauði.
Djúpsteiktar rækjur (fyrir 2).
Hrærið hræru úr 1 1/2 dl af hveiti
og 1 1/2 dl af pilsner. Látið bíða
um stund.
150 — 200 gr. rækjur.
Hitið olíu í potti eða á pönnu. Hún
er hæfilega heit, þegar fransk-
brauðsbiti verður gulbrúnn á 2
mínútum. Dýfið rækju í hræruna
og látið renna aðeins af, þannig að
aðeins verði himna á hverri rækju.
Sé hræran of þykk, má setja
meira öl saman við. Setjið rækj-
urnar út í olíuna. Það á að sjóöa
vel í kring um þær. Snúiö þeim
við,sem ekki snúast sjálfar. Það
tekur ca. 4—5 mínútur að steikja
hverja hræru. Látið renna af þeim á
eldhúspappír. Berið fram meö
sítrónubátum og franskbrauði, og
trúlega vill einhver fá remulaði-
sósu með.
FARESTVEIT
HUSMÆÐRAKENNARI