Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 5
Kvöld við hafið. Fró Þórshöfn. Bláfjallageimur. Ættarhöfðingi Veturliða á uppáhaldsstað sín- um að húsabaki. tækifæri til að sjá ný blæbrigði. Svo tek ég kannski nokkur skip hérna á höfninni, fugl inni á sundum, fjall uppi á öræfum og öldulagið á Önundarfirði og set ef til vill allt saman í eina mynd. Hún verður ,,sönn", bví allir hlutir eru íslenskir, allir þekktir, þó þeir finnist kannski ekki allir á sama stað í einu. Með því nær maður því dulræna, óþekkta, en vonandi spennandi. Ég ferðast mikið um landið og nota hvern tíma til þess. Ég veit hvað tíminn er dýrmætur. Veturliði er vafalaust búinn að læra það. Hann hefur þurft að dvelja árum saman á sjúkrahúsum og veit hvað það er að horfa á island í gegnum glugga. Á sjúkrahúsum hefur hann skilið eftir magann, annað lungað... næstum allt, nema hjartað og glaðværðina. Á sumrum ferðast hann um og teiknar ógrynni af pastelmyndum, sem hann hefur með sér heim til að vinna úr, en hann segist ekki vera að kenna landafræði eða sögu með myndunum. Heldur lyrik og fegurð. Veturliði hefur vinnustofu að Laugavegi 178, þar sem hann fullvinnur myndir sínar, en hann geymir þær annars staðar. Steinasafnið fær hann að geyma uppi á Korpúlfsstöðum, og þangað getur hann sótt nægan efnivið í veggmyndir eins og þá sem hann hefur gert í samkomusalnum í Arbæjarskóla. Þar er að finna flestar steinategundir, sem finnast á íslandi, og veggurinn er notaður við kennslu í jarðfræði í skólanum. A Laufásveginum heima hjá Veturliða býður Unnur kona hans kaffi (,,Hafðu það sterkt", segir Veturliði) á meðan hann hellir úr krús í hendi sína litlum,kringlóttum steinum. — Baggalútar, segir hann. Bara til á tveim stöðum á landinu, en það eru mínar privdi- námur skal ég segja þér. Sko, hérna eru tvíburar og hérna þríburar. Fáðu þér einn til minnis... KA.RLSSON 16. TBL. VIKAN 5 f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.