Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 14
RAUÐHETTA OG
VOGI
Leikfélag Kópavogs hefur haldiö
uppi töluverðri starfsemi undanfar-
ið, enda hefur það haft bíósalinn
ífélagsheimilinu eitttil ráðstöfunar
í vetur. Fyrsta verkefni félagsins
í vetur var norski söngleikurinn
Bör Börsson, sem sýndur var við
góðar undirtektir og aðsókn langt
fram eftir vetri. Um þessar mundir
standa yfir sýningar á Rauðhettu
eftir Robert Burtner í þýðingu
Sverris Haraldssonar, en Þóra
Steingrímsdóttir hefur gert tónlist
og samið söngtexta sérstaklega
fyrir sýningu Leikfélags Kópavogs
á Rauðhettu. Auk þess annast hún
undirleik. Ingibjörg Björnsdóttir
samdidansaísýningunni. Jóhanna
Norðfjörð setti Rauðhettu á svið,
og er þetta fyrsta verkefni hennar
sem leikstjóra, nema hvað hún sá
um. uppsetningu á helgileik eftir
Jakob Jónsson á jólavöku Leik-
félags Kópavogs um hátíðarnar í
vetur. Elín Sigríður Ingimundar-
dóttir, ellefu ára kópavogsmær,
fer með titilhlutverkið Rauðhettu,
Sigurbjörg Magnúsdóttir leikur
mömmu hennarog Hulda Harðar-
dóttir ömmuna. Guðríður Guð-
björnsdóttir leikur úlfinn, eða öllu
heldur úlfynjuna, sem hremmir
Rauðhettu og ömmuna, en hlýtur
makleg málagjöld í anda ævintýrs-
insfræga. Björn Magnússon leikur
skógarvörð, Sigurður Jóhannes-
son malara, Björn Einarsson
skraddara og Andri Örn Clausen
iðnsvein og sögumann. Nokkrir
ötulir leikfélagsmenn önnuðust
gerð leiktjaldanna, en yfirsmiður
var Halldór Björnsson. Sýningar á
Rauðhettu eru að sjálfsögðu í
fíauðhetta (Elln Sigrfður) veitekki,
hvernig varast á aiiar þær hættur,
sem verða á vegi hennar i skóginum.
Félagsheimili Kópavogs og ætti
það að vera ósvikin skemmtun fyrir
alla fjölskylduna að rifja upp kynnin
af þessari sívinsælu hetju og
viðskiptum hennar við úlfinn eins
og þau birtast í ferskri sýningu
Leikfélags Kópavogs.
Næsta verkefni leikfélagsins er
sprúðlandi enskur gamanleikur
eftir Lesley Storm, en hann nefnist
Tony teiknar hest í þýðingu Þor-
steins Ö. Stephensens. Æft er af
fullum krafti þessa dagana undir
stjórn Gísla Alfreðssonar, en frum-
sýningerfyrirhuguö snemma ímaí.
3 litir: Hvítt, Avacado, Grænt og tískuliturinn Karry gulur.
Einstaklega lágt verð.
3 heiina eidavéiar ihvítu ...................... 53.450.-
3 heiina eidavéiar íiit......................... 58.800. -
4 heiina eidavéiar i hvftu ..................... 68.500. -
4 heiina eidavéiar íiit......................... 72.750. -
Eigum einnig á lager kæliskápa, gufugleypa og uppþvotta-
vélar í sömu litum. Greiðsluskilmálar.
Skrifiö eftir myndalista.
EINAR FARESTVEIT & Co. HF.
Bergstaðastræti 10a Sími 21565.
Úrvals norsk heimilistæki frá KPS einum stærsta heimilis-
tækjaframleiðanda á Norðurlöndum.
ULFYNJAN í
BESTU KAUPIN ERU HEIMILISTÆKI FRÁ
EINAR FARESTVEIT & Co. HF.
KÓPA-
14 VIKAN 16. TBL.