Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 31
mcira. Hitt var hún sannfærð um, að þctta hafði verið kona að gráta og hún virtist meira cn lítið örvænt- ingarfull. Marianne gekk aftur að rúminu sínu. Forvitni hennar hafði vaknað, en hún reyndi að haida aftur af henni. Ekki gat hún farið að kíkja I gegnum skráargöt eins og rcttur og sléttur þjónn eða ótíndur njósnari, en það var hún einmitt. Á hinn bóginn gat hún kannski hjálpað manneskju, sem var í nauð- um stödd. Þessi grátandi kona hafði virst óendanlega sorgbitin. Mannkærleikurinn verkaði nú eins og hjúpur utan um forvitni hennar og Marianne klæddi sig úr sloppnum, brá sér í mórauða kjól- inn, en læddist síðan út úr her- berginu. Þröngur stigi lá úr hinum enda gangsins niður á næstu hæð, ekki mjög langt frá vinnuherbergi Talleyrands. ^egar hún var komin ofan stig- ann sá Marianne ljósrák, sem lá yfir þveran ganginn og kom úr vinnuherberginu. Dyrnar hlutu að standa upp á hálfa gátt. Aftur heyrði hún snöktið, en síðan ungl- ingslega rödd sem hafði sterkan þýskan hreim. ,,Hegðun þín gagnvart móður minni er til hreinnar skammar. Þú hlýtur að skilja, að ég get ekki búið við þá vitneskju, að hún sé hjákonaþín.” ,,Ertu ekki einum of ung til þess að skipta þér af slíkum hlutum, kæra Dorothée? Málcfni fullorðins fólks eru börnum óviðkomandi og þó að þú sért gift, þá ertu samt barn I mínum augum. Mér þykir mjög vænt um móður... ” ,,Þér þykir einum of vænt um hana og allur heimurinn veit það. Eldri konur eru stöðugt hangandi utan í þér með þref sitt og kjaftaþvaður. Nú er verið að gera mömmu að einni slíkri, bjóða henni að ganga í klúbbinn, sem mætti kalla kvennabúr monsier de Talleyrands. Er ég sé mömmu I návist madame Laval, madame de Luynes og hertogaynjunnar af Fitz James, þá liggur mér við að tárast.” Unga röddin hækkaði og varð reiðileg, næstum skrækróma og ekki bætti það úr skák, að viðkom- andi var ekki of sleip I frönskunni og varð þess vegna hvað eftir annað fótaskortur á tungunni. Marianne vissi nú hver var þarna inni í herberginu hjá furstanum, hver kjökraði og öskraði síðan af reiði. Það var madame Edmond dc Périgord, fyrrverandi furstynja Dorothée de Courlande, ung kona og erfingi mikilla auðæfa, sem Tall- eyrand hafði með aðstoð sarsins tekist fyrir fáeinum mánuðum síðan að fá til þess að giftast frænda sínum. Hún var mjög ung, sextán ára í mesta lagi, og í augum Mari- annesvarhún látlaus, horuð, gugg- in og afkáraleg, þótt hún klæddi sig samkvæmt nýjuStu tísku. Hið eina sem prýddi hana voru augun, er voru svo stór, að þau lögðu undir sig nánast allt andlitið. Þau voru sérkennileg á litinn, virt- ust I fyrstu vera svört en voru í raun dökkblá. Hitt leyndi sér ekki, Orugg og nýtískuleg kven- og karlmannsúr á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður LINNI & PINNI 16. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.