Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 21
kserði sig yfirleitt um að eiga
kaktus. Því að taka eyðimörkina
með sér heim? Sjálfur vildi hann
hafa hana eins langt að baki og
hann gat. Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að líklega væri hún
smáskrítin.
— Langar þig í eitthvað að
borða? spurði hún allt í einu, og
röddin var svolítið óstyrk.
— Það væri kannski ekki svo
vitlaust.
— Það er bréfpoki á gólfinu
bak við þig. Það eru nokkrar
samlokur í honum og bjór Hka,
held ég. Þykir þér góður bjór?
— En sú spurning! Hann teygði
sig aftur fyrir sætið og tók upp
pokann. Það var dásamlegur ilmur
af samlokunum.
— Af hverju stopparðu ekki
þarna útfrá? Við gætum sest á klett-
inn og borðað þar.
— Það er góð hugmynd. Hún
nam staðar á útskoti.
— Nei, aktu í hvarf. Þá sést
bíllinn ekki af veginum, og þegar
við erum búin að borða, get ég
hjálpað þér að grafa upp nokkra
kaktusa.
Hún leit svolítið hikandi á hann,
en fór svo að hlæja.
— Fínt! Gerum það!
Hann sá á henni, að þetta myndi
ekki ganga núna. Næst yrði hann
að klæða sig I betri föt, skyrtu
og bindi. Þá næði hann kannski
meiri árangri.
Bíllinn hossaðist á vegleysunni.
Hún ók milli hávaxinna kaktusa og
nam loks staðar hjá svolitlum kletti.
— Heldurðu, að bíllinn sjáist
hér af veginum? spurði konan.
— Nei, það held ég ekki.
Kannski leist henni ekki sem verst
á hann, þegar allt kom til alls.
Hún hafði að minnsta kosti gert
eins og hann sagði. Kannski
var hún bara svona taugaóstyrk af
því að hún var hrædd við að stela
kaktusplöntunum.
Þegar þau opnuðu bllhurðirnar
kom hitinn eins og veggur á móti
þeim. Þau stigu út. Ungi maðurinn
hélt á pokanum með bjórnum og
samlokunum. Hann settist á klett-
inn. Konan settist við hliðina á
honum.
— Ég vona, að þér þyki samlok-
urnar góðar. Þær eru með skinku og
osti.
— Það hljómar vei. Hann rétti
henni samloku og opnaði tkæj bjór-
flöskur. Þegar hann tók sellófanið
utan af samlokunni sinni, spurði
hann kæruleysislega: — Hvar er
maðurinn þinn?
— Hvað áttu við?
Hann hló. Spurning hans hafði
komið henni á óvart.
— Tja, ég tók bara eftir því, að
þú ert ekki með giftingarhringinn
á hendinni.
Hún leit á hvltu mjóu röndina
undan hringnum, sem hafði mynd-
ast I sólböðunum.
— Við erum skilin.
— Nú? Hvernig stendur á þvl?
-L- Ég komst að því, að hann hélt
framhjá mér.
— Hélt hann framhjá þér? Sá
hlýtur að vera skrítinn.
— Ekki skrítinn. Hann hefur
bara gaman af þvl að kvelja fólk.
En ég skal segja þér eitt. Hann
gat ekki gert neitt heimskulegra en
að halda framhjá mér.
Þau borðuðu þegjandi nokkra
stund. Svo datt unga manninum I
hug, að hann gæti kannski verið
sniðugur l;ka. Hann gekk að bíln-
um og tók skófluna út úr honum.
— Kemurðu með? Þú getur valið
hvaða kaktus, sem þú vilt, og ég
skal grafa hann upp fyrir þig.
Hann safnaði saman sellófaninu
og flöskunum og stakk öllu vand-
lega ofan I pokann.
— Þú hlýtur að halda, að ég sé
eitthvað undarleg að taka karlmann
samstundis upp I bílinn, sagði hún.
— Ég vona, að þú haldir það ekki.
Ég er bara alveg öldungis hlessa
á manninum að skilja þig eftir
svona vegalausan langt frá manna-
byggð. En ég er fegin, að ég skyldi