Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 26

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 26
— Eru einhverjar pólitískar hömlur á listrænni starfsemi? — Nei, þetta er allt mjög frjálslegt, og ég hef ekki orðið vör við það í leikhúsinu á Kúbu, að við þyrftum að gera einhver skil gagnvart einum eða neinum á því, sem við erum að gera þar. — Hvað er efst á baugi í leikhúsheiminum á Kúbu núna? — Ég held það langskemmtilegasta, sem er að gerast í leikhúslífi á Kúbu eins og er, sé það sem er að þróast úti í sveitum og á ýmsum vinnustöðum — til dæmis við höfnina í Hav- ana. Atvinnuleikhúsmenn hafa tekið sig upp, farið upp til sveita og á vinnustaði og stofnað leikhópa með fólkinu, sem starfar þar. Þetta hefur tekist með afbrigðum vel til fjalla, þar sem bændurnir hafa undanfarið verið að flytja úr strákofunum með moldargólfunum Ég held það séu svo til engin sovésk menn- ingaráhrif á Kúbu, segir ingibjörg, hér á mynd með Viktor Strizkov, en hún aðstoðaði hann við leikstjórn Náttbólsins i Þjóðleikhúsinu. í ný hús í litlum bæjum og þorpum, kannski þriggja hæða blokkir. Þetta er óskapleg röskun á lífi fólksins, og það verður alveg ruglað að fara allt í einu að búa við svona ólík skil- yrði, þurfa að taka tillit til nágrannanna og þess háttar. — Hefur þetta ekki óskaplega vandamál í för með sér? — Jú, nokkur. Til dæmis um það má nefna, að þarna grasséruðu Vottar Jehóva og reyndu að fá fólkið upp á móti þessum breytingum, vildu fá það til að vera áfram í moldarkofunum og unnu þannig gegn byltingunni. Þar var það, sem leikhúsið kom til hjálpar. Nokkrir leikarar tóku sig saman og fóru að kynna sér, hvað væri að gerast í svona þorpi, og sömdu síðan um það leikrit. Smátt og smátt fengu þeir fólkið með í þetta sem beina þátttakendur — leikara. Þessi starfsemi hefur gengið mjög vel, enda hafa kúbanir mjög gaman af að tjá sig og segja, hvað þeim býr í brjósti. Leikhús af þessu tagi eru komin á laggirnar ákaflega víða og hafa hjálpað fólkinu að að- lagast þessum breytingum. Þetta er upphaf mjög spennandi menningarlífs fyrir þetta fólk, sem hafði aldrei svo mikið sem séð kvikmynd áður, aldrei komið í leikhús og aldrei séð málverk, og var ólæst fram til 1961, þegar ólæsi var útrýmt á einu ári. — Heldurðu, að eitthvað þessu líkt gæti gerst hér? — Ég vil ekkert um það segja. Kannski væri það hægt, en mér finnst reyndar alltaf vanta peninga til alls hér, þegar eitthvað á að fara að gera fyrir menninguna. Annars er ég steinhætt að bera lífið hér saman við lífið á Kúbu. Þetta er svo gersamlega ólíkt, að ég lít á það eins og tvo heima. — í fyrra kom út eftir þig Ijóðabókin Þangað vil ég fljúga, og í Ijóðunum í henni þóttust margir lesa heimþrá. Langar þig heim, þegar þú ert á Kúbu? — Já, mig langar oft heim, og mér finnst ég alltaf eiga heima á íslandi, hversu gott sem er að vera annars staðar. Tról. UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKWMT Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 '""......... ' \ FERMINGARÚR. Skoðið eitt glæsilegasta úrval borgarinnar af úrum. — Fullkominn viðgerðarþjónusta. — Sendi í póstkröfu. Garðar Ólafsson úrsmiður LÆKJARTORGI - SÍMI 10081. X 26 VIKAN 16. TBL. ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.