Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 34
PLATAN ER EINS OG ÉG ER í DAG — Einar Vilberg hressilega vaknaður af dvalanum. __ Ég get aðeins gefið eitt svar við þessari spurningu: Platan er eins og ég er í dag. Þannig svaraði Einar Vilberg, er Babbl spurð hann álits á plötunni hans „Starlight", eða á mörlensku Stjörnuljós, sem út kom nýlega. Einar Vilberg er mættur heima hjá Babbli til skrafs: — Ég get ekki á mér setið, Einar, að minnast á þá miklu breyt- ingu, sem mér finnst hafa oröiö á þér og tónlist þinni frá því fyrir 5—6 árum. — Þú meinar vitskerta tlmabiliö ogallt það? — Já, eitthvaö í þá áttina. — Það kom nú dálftiö svipað tímabil og það sem er í dag, rokk- tlmabil á þessum árum, sem þú ert að minnast á. Ég man eftir því, að ég gerði sjónvarpsþátt einhvern- tlma á árinu '70. Þar voru meö mér margir góðir menn, t.d. Geiri á trommurogfleiri. — Þú varst mikið I óreglu á þessum tlma, ertu búinn að breyta þvl eitthvað? — Auövitaö. Það er allt orðið breytt. Ég lifi miklu jákvæðara llfi núna, og þaö er allt einhvern veg- inn miklu jákvæðara fyrir mér en þaövarþá. — Kemur þetta eitthvað fram I músíkinni hjá þér? — Nei, nei, það held ég ekkert frekar. Þetta er bara þróun hjá mér sem tónlistarmanni. Maður þróast út frá einhverjum punkti og svo áfram. Ef ég hefði gert plötu fyrir hálfu ári, eöa einu ári, er hætt viö, aö sú plata heföi á margan hátt verið undir áhrifum frá fyrstu plöt- unni minni, sem kom út fyrir fjórum árum. Ég er einfaldlega kominn á nýtt stig I þróuninni. — Ef þú kæmir með plötu eftir hálft ár, mætti þá búast við miklum mun frá þeirri plötu, sem er ný- kominnúna? — Maður reynir náttúrlega alltaf að vera ferskur, en sjálfsagt yröi keimurfrá þessari plötu. Ég er ann- ars þegar byrjaöur aö pæla I næstu plötu, en línurnar eru ekki orönar nærri nógu skýrar til þess aö fara að segja eitthvaö um efnið. Senni- lega verður það nokkurs konar framhaldaf þessari. — A hvaöa llnu teluröu þig vera tónlistarlega? — Ég kalla þaö einfaldlega rokk. Mér finnst langskemmtilegast aö semja og spila rokkaða tónlist. Vil ekki fara út I neina nánari útlistingu. Þessi plata er aö mlnu viti miklu heillegri plata en sú fyrsta. Hún var nokkuö þung og ekki nógu mikiö jafnvægi I henni. Maöur var Ifka I allt öörum og dýpri pælingum þá. Ég held, aö aldurinn spili mikiö inn I þessa þró- un hjá manni. Einhvers staðar hef ég lesiö, að tónlistarþroski manna væri I hámarki um þrltugsaldurinn. Ég er tuttugu og fimm ára, svo aö ég á fimm ár eftir I mark. — Heldurðu, aö þú verðir I bransanum eftir fimm ár? — Þaö er ekkert vafamál, svo framarlega sem platan gengur að óskum. Minn draumur er að geta lifaöáþessu. — Hvaö þarf platan aö seljast, svoaövel gangi? — Hún þarfaöfarayfir3000ein- tök svo aö ég geri mig ánægðan. Mér skilst hins vegar aö það þurfi 2000 eintaka sölu til þess aö fá upp I kostnaö. Steinar hefur lagt mikiö I þetta og ekkert til sparaö. — Hvaö liggur fyrir, ef allt gengur aö óskum meö plötuna? 34 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.